„Mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2024 15:20 Heimir Hallgrímsson tekur í spaðann á Marc Canham, íþróttastjóra írska knattspyrnusambandsins. getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta. Í dag var greint frá því að Heimir hefði verið ráðinn þjálfari írska landsliðsins. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026 en markmið hans verður að koma írska liðinu á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku eftir tvö ár. Marc Canham, íþróttastjóri írska knattspyrnusambandsins, er í skýjunum með að hafa ráðið Heimi sem landsliðsþjálfara. „Fyrr á þessu ári settum við Heimi efst á óskalista okkar þar sem hæfni hans og reynsla passaði vel við leitarskilyrði okkar. Hann hefur ekki aðeins umtalsverða reynslu af alþjóðlegum fótbolta með tveimur landsliðum heldur hefur hann komið liðum á stórmót og ofar á heimslistann,“ sagði Canham. Evan Ferguson, framherji Brighton, er ein skærasta stjarna írska landsliðsins.getty/Tim Clayton „Það er líka mikilvægt fyrir okkur að fá landsliðsþjálfara sem er áhugasamur um þróun fótboltans á Írlandi eins og við leggjum sjáum hana fyrir okkur og hefur einnig áhuga á yngri landsliðunum. Heimir hefur mikla ástríðu fyrir báðum þessum þáttum.“ Heimir var besti kosturinn Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins, David Courell, er ekki síður sáttur með að hafa tryggt sér starfskrafta Heimis. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta, að hafa tilkynnt Heimi sem nýjan landsliðsþjálfara. Það hefur verið mikill áhugi á þessari ráðningu sem sýnir hversu annt fólki er um írskan fótbolta. Við erum hæstánægð með að hafa fengið þjálfara með þá reynslu sem við leituðumst eftir en það sem mikilvægara er deilir sýn okkar fyrir írskan fótbolta. Heimir var besti kosturinn og ég er mjög spenntur að sjá hvað hann hefur fram að færa,“ sagði Courell. Heimi er ætlað að koma Írum á HM 2026.getty/Stephen McCarthy Írska landsliðið hafði verið þjálfaralaust frá því í nóvember á síðasta ári, eða frá því ákveðið var að framlengja ekki samning Stephens Kenny. Þjálfaraleit Íra tók nákvæmlega 231 daga en í leikjunum fjórum á þeim tíma stýrði John O'Shea liðinu. Heimir stýrir Írlandi í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti Englandi í riðli 2 í B-deild Þjóðadeildarinnar 7. september næstkomandi. Þremur dögum síðar mæta Írar Grikkjum, einnig í Dublin. Írland er í 60. sæti styrkleikalista FIFA. Þess má geta að Heimir kom Íslandi hæst í 18. sæti listans og skilur við Jamaíku í 53. sæti hans. Fótbolti Írland Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
Í dag var greint frá því að Heimir hefði verið ráðinn þjálfari írska landsliðsins. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026 en markmið hans verður að koma írska liðinu á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku eftir tvö ár. Marc Canham, íþróttastjóri írska knattspyrnusambandsins, er í skýjunum með að hafa ráðið Heimi sem landsliðsþjálfara. „Fyrr á þessu ári settum við Heimi efst á óskalista okkar þar sem hæfni hans og reynsla passaði vel við leitarskilyrði okkar. Hann hefur ekki aðeins umtalsverða reynslu af alþjóðlegum fótbolta með tveimur landsliðum heldur hefur hann komið liðum á stórmót og ofar á heimslistann,“ sagði Canham. Evan Ferguson, framherji Brighton, er ein skærasta stjarna írska landsliðsins.getty/Tim Clayton „Það er líka mikilvægt fyrir okkur að fá landsliðsþjálfara sem er áhugasamur um þróun fótboltans á Írlandi eins og við leggjum sjáum hana fyrir okkur og hefur einnig áhuga á yngri landsliðunum. Heimir hefur mikla ástríðu fyrir báðum þessum þáttum.“ Heimir var besti kosturinn Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins, David Courell, er ekki síður sáttur með að hafa tryggt sér starfskrafta Heimis. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta, að hafa tilkynnt Heimi sem nýjan landsliðsþjálfara. Það hefur verið mikill áhugi á þessari ráðningu sem sýnir hversu annt fólki er um írskan fótbolta. Við erum hæstánægð með að hafa fengið þjálfara með þá reynslu sem við leituðumst eftir en það sem mikilvægara er deilir sýn okkar fyrir írskan fótbolta. Heimir var besti kosturinn og ég er mjög spenntur að sjá hvað hann hefur fram að færa,“ sagði Courell. Heimi er ætlað að koma Írum á HM 2026.getty/Stephen McCarthy Írska landsliðið hafði verið þjálfaralaust frá því í nóvember á síðasta ári, eða frá því ákveðið var að framlengja ekki samning Stephens Kenny. Þjálfaraleit Íra tók nákvæmlega 231 daga en í leikjunum fjórum á þeim tíma stýrði John O'Shea liðinu. Heimir stýrir Írlandi í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti Englandi í riðli 2 í B-deild Þjóðadeildarinnar 7. september næstkomandi. Þremur dögum síðar mæta Írar Grikkjum, einnig í Dublin. Írland er í 60. sæti styrkleikalista FIFA. Þess má geta að Heimir kom Íslandi hæst í 18. sæti listans og skilur við Jamaíku í 53. sæti hans.
Fótbolti Írland Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira