„Já ég veit muninn... annar er saksóknari hinn er glæpamaður“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2024 07:22 Biden virðist enn vígreifur, þrátt fyrir aukin áköll um að hann víki fyrir nýrri kynslóð. AP/Jacquelyn Martin Þrír bættust í hóp þeirra þingmanna Demókrataflokksins sem kalla nú eftir því að Joe Biden Bandaríkjaforseti stígi til hliðar í forsetakosningunum vestanhafs eftir blaðamannafund forsetans í gærkvöldi. Aðrir segja að þrátt fyrir nokkur mistök forsetans, þar sem hann víxlaði meðal annars nöfnum Kamölu Harris og Donald Trump, þá hafi hann staðið sig vel og getað svarað flóknum spurningum um til að mynda utanríkismál. „Það er mikið í húfi og við erum að tapa,“ sagði fulltrúadeildarþingmaðurinn Scott Peters frá Kaliforníu. Jim Himes, þingmaður frá Connecticut, sagðist ekki lengur telja að Joe Biden væri sterkasta vörnin gegn Donald Trump og þeirri ógn sem steðjaði að lýðræðinu. Seinna um kvöldið bættist Eric Sorensen, þingmaður frá Illinois, í hóp efasemdamanna sem nú telja átján. Biden ítrekaði hins vegar á blaðamannafundinum að hann hefði ekki í hyggju að láta gott heita og þá gerði hann grín að mistökum sínum í færslu á X/Twitter, þar sem hann sagðist jú, þekkja munin á Harris og Trump. By the way: Yes, I know the difference. One’s a prosecutor, and the other’s a felon. pic.twitter.com/65kYp6m90Z— Joe Biden (@JoeBiden) July 12, 2024 „Alveg heiðarlega... hefði hinn náunginn getað þetta?“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Chris Coons frá Delaware og einn harðasti stuðningsmaður Biden á þinginu um svör forsetans við spurningum um utanríkismál og önnur stefnumál. Þá sagði þingmaðurinn Steve Cohen frá Tennessee að hann héldi að frammistaða Biden hefði sannfært marga. „Það er of mikið gert úr því að forsetinn sé að rugla nöfnum. Það er innihaldið sem skiptir máli,“ sagði Patrick Gaspard, forseti hugveitunnar Center for American Progress á samfélagsmiðlum. Biden hefði gefið skýr svör varðandi Rússland og Kína og fleiri málefni. Þá hefur verið bent á að Trump á það ekki síður til að rugla nöfnum og þegar blaðamaður kallaði að forsetanum undir lokin að Trump væri nú þegar að gera grín að honum á samfélagsmiðlum svaraði Biden: „Hlustiði á hann“. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10 Blaðamannafundur Biden á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur í kvöld blaðamannafund að leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins loknum. Hann hefur sætt gagnrýni og jafnvel áköll um að stíga til hliðar í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum vegna lélegrar frammistöðu í kappræðum milli hans og Donalds Trump mótframbjóðanda hans. 11. júlí 2024 22:43 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Aðrir segja að þrátt fyrir nokkur mistök forsetans, þar sem hann víxlaði meðal annars nöfnum Kamölu Harris og Donald Trump, þá hafi hann staðið sig vel og getað svarað flóknum spurningum um til að mynda utanríkismál. „Það er mikið í húfi og við erum að tapa,“ sagði fulltrúadeildarþingmaðurinn Scott Peters frá Kaliforníu. Jim Himes, þingmaður frá Connecticut, sagðist ekki lengur telja að Joe Biden væri sterkasta vörnin gegn Donald Trump og þeirri ógn sem steðjaði að lýðræðinu. Seinna um kvöldið bættist Eric Sorensen, þingmaður frá Illinois, í hóp efasemdamanna sem nú telja átján. Biden ítrekaði hins vegar á blaðamannafundinum að hann hefði ekki í hyggju að láta gott heita og þá gerði hann grín að mistökum sínum í færslu á X/Twitter, þar sem hann sagðist jú, þekkja munin á Harris og Trump. By the way: Yes, I know the difference. One’s a prosecutor, and the other’s a felon. pic.twitter.com/65kYp6m90Z— Joe Biden (@JoeBiden) July 12, 2024 „Alveg heiðarlega... hefði hinn náunginn getað þetta?“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Chris Coons frá Delaware og einn harðasti stuðningsmaður Biden á þinginu um svör forsetans við spurningum um utanríkismál og önnur stefnumál. Þá sagði þingmaðurinn Steve Cohen frá Tennessee að hann héldi að frammistaða Biden hefði sannfært marga. „Það er of mikið gert úr því að forsetinn sé að rugla nöfnum. Það er innihaldið sem skiptir máli,“ sagði Patrick Gaspard, forseti hugveitunnar Center for American Progress á samfélagsmiðlum. Biden hefði gefið skýr svör varðandi Rússland og Kína og fleiri málefni. Þá hefur verið bent á að Trump á það ekki síður til að rugla nöfnum og þegar blaðamaður kallaði að forsetanum undir lokin að Trump væri nú þegar að gera grín að honum á samfélagsmiðlum svaraði Biden: „Hlustiði á hann“.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10 Blaðamannafundur Biden á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur í kvöld blaðamannafund að leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins loknum. Hann hefur sætt gagnrýni og jafnvel áköll um að stíga til hliðar í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum vegna lélegrar frammistöðu í kappræðum milli hans og Donalds Trump mótframbjóðanda hans. 11. júlí 2024 22:43 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10
Blaðamannafundur Biden á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur í kvöld blaðamannafund að leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins loknum. Hann hefur sætt gagnrýni og jafnvel áköll um að stíga til hliðar í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum vegna lélegrar frammistöðu í kappræðum milli hans og Donalds Trump mótframbjóðanda hans. 11. júlí 2024 22:43
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent