Leyniskjalamáli Trump vísað frá dómi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júlí 2024 16:04 Trump segir frávísunina aðeins upphafið að endalokum allra dómsmála sem hann stendur í. getty Dómari í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur vísað dómsmáli á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta frá dómi. Umrætt dómsmál snýst um leyniskjöl sem Trump var sagður hafa tekið með sér úr Hvíta húsinu eftir að forsetatíð hans lauk. Frávísunina tilkynnti alríkisdómarinn Aileen Cannon í dag. Taldi hún Jack Smith sérstakan saksóknara í málinu ólöglega skipaðan og því skorta hæfi til þess að höfða málið. Í ákvörðun dómarans, sem er ansi ítarleg og telur 93 blaðsíður, vísar hún til þess ákvæðis stjórnarskrárinnar sem snýr að skipunum eða útnefningum ríkisins og vísar til meginreglunnar um þrígreiningu ríkisvalds í því samhengi. Skipun Smith hafi brotið gegn þessum meginreglum stjórnarskrárinnar. Ákvörðunin gengur samt sem áður í berhögg við fyrri fordæmi sem varða skipanir sérstakra saksóknara, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Um er að ræða fjórða dómsmálið sem höfðað hefur verið gegn Donald Trump frá því að embættistíð hans lauk. Í þessu máli hefur athygli fjölmiðla beinst að því að dómarinn Aileen Cannon var skipuð í dómaraembætti af Trump og stöðvaði um tíma rannsókn yfirvalda í málinu. Nokkuð sem vakti harða gagnrýni meðal sérfræðinga og svo fór að áfrýjunardómur felldi hana úr gildi. Málið hófst með húsleit FBI í Mar-A-Lago, sveitarklúbbi Trumps í Flórída þar sem hann býr, á fyrir tveimur árum. Starfsmenn FBI lögðu hald á tólf kassa af opinberum gögnum sem Trump hafði tekið með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Greint var frá því að sum gagnanna hefðu verið merkt sem „háleynileg“. Meint brot Trump gætu varðað allt að tíu ára fangelsi, þó að slík refsing hafi verið talin ólíkleg. Hann neitaði alfarið sök. Í yfirlýsingu á Truth Social, samfélagsmiðli Trump, segir forsetinn fyrrverandi að frávísunin í dag sé aðeins upphafið. Öllum fjórum málunum, sem hann stendur í, verði vísað frá dómi á endanum. Hann bætti við að málið væri samsæri innan dómsmálaráðuneytis. Þá hvatti hann stuðningsmenn til þess að berjast gegn vopnavæðingu dómskerfisins, í aðdraganda landsþings Repúblikana sem hefst í kvöld. Þar er búist við því að Trump útnefni varaforsetaefni sitt. Saksóknari í málinu getur áfrýjað málinu til áfrýjunardómstóls. Þaðan getur annar hvor aðilinn áfrýjað málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Gera má ráð fyrir að málið endi þar. Það tekur sinn tíma og afar ólíklegt að nokkur niðurstaða fáist fyrir forsetakosningarnar í haust. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Frávísunina tilkynnti alríkisdómarinn Aileen Cannon í dag. Taldi hún Jack Smith sérstakan saksóknara í málinu ólöglega skipaðan og því skorta hæfi til þess að höfða málið. Í ákvörðun dómarans, sem er ansi ítarleg og telur 93 blaðsíður, vísar hún til þess ákvæðis stjórnarskrárinnar sem snýr að skipunum eða útnefningum ríkisins og vísar til meginreglunnar um þrígreiningu ríkisvalds í því samhengi. Skipun Smith hafi brotið gegn þessum meginreglum stjórnarskrárinnar. Ákvörðunin gengur samt sem áður í berhögg við fyrri fordæmi sem varða skipanir sérstakra saksóknara, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Um er að ræða fjórða dómsmálið sem höfðað hefur verið gegn Donald Trump frá því að embættistíð hans lauk. Í þessu máli hefur athygli fjölmiðla beinst að því að dómarinn Aileen Cannon var skipuð í dómaraembætti af Trump og stöðvaði um tíma rannsókn yfirvalda í málinu. Nokkuð sem vakti harða gagnrýni meðal sérfræðinga og svo fór að áfrýjunardómur felldi hana úr gildi. Málið hófst með húsleit FBI í Mar-A-Lago, sveitarklúbbi Trumps í Flórída þar sem hann býr, á fyrir tveimur árum. Starfsmenn FBI lögðu hald á tólf kassa af opinberum gögnum sem Trump hafði tekið með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Greint var frá því að sum gagnanna hefðu verið merkt sem „háleynileg“. Meint brot Trump gætu varðað allt að tíu ára fangelsi, þó að slík refsing hafi verið talin ólíkleg. Hann neitaði alfarið sök. Í yfirlýsingu á Truth Social, samfélagsmiðli Trump, segir forsetinn fyrrverandi að frávísunin í dag sé aðeins upphafið. Öllum fjórum málunum, sem hann stendur í, verði vísað frá dómi á endanum. Hann bætti við að málið væri samsæri innan dómsmálaráðuneytis. Þá hvatti hann stuðningsmenn til þess að berjast gegn vopnavæðingu dómskerfisins, í aðdraganda landsþings Repúblikana sem hefst í kvöld. Þar er búist við því að Trump útnefni varaforsetaefni sitt. Saksóknari í málinu getur áfrýjað málinu til áfrýjunardómstóls. Þaðan getur annar hvor aðilinn áfrýjað málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Gera má ráð fyrir að málið endi þar. Það tekur sinn tíma og afar ólíklegt að nokkur niðurstaða fáist fyrir forsetakosningarnar í haust.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira