Hver er hún þessi drusla? Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 26. júlí 2024 13:31 Ég fann ekki nákvæma starfslýsingu en læt mínar hugleiðingar fylgja hér á eftir. Hún er dóttir, systir, frænka, móðir og jafnvel amma, hún er góða kennslukonan, sæta stelpan í næsta húsi, umhyggjusama hjúkrunarkonan, sem einhver fann þörf hjá sér til að svívirða, misnota og meiða, nauðga, beita kynferðislegu ofbeldi, niðurlægja og drottna yfir. Svo núna er þessi gullfallega manneskja sem okkur er kær orðin drusla, svo þannig verða druslu til, skilst mér. Var það af því hún var í stuttu pilsi, flegnari skyrtu, drakk of mikið, brosti og hló of mikið, dansaði of vilt, hreyfði sig of æsandi. Nei það er engin hegðun né klæðnaður sem „réttlætir“ nauðgun, þá hefði „mátt“ nauðga flestum okkar einhver tíman á lífsleiðinni. „Hún bauð upp á það að vera nauðgað“, „hún bað um að sér yrði nauðgað“, svona klædd, verandi þarna, svona drukkin, eins og hún lét. Það á alltaf að kæra nauðgun, segja frá, skila skömminni, hún er ekki okkar að burðast með, við báðum ekki um að vera nauðgað. Nauðgun er ofbeldi og er aldrei þolandanum að kenna, aldrei. En hvað er það sem gerist, hvað fær ungan glæsilegan mann, vin, pabba jafnvel afa til að nauðga? og eyðileggja líf þess sem fyrir honum verður? Ég trúi ekki að það ætli sér einhver að eyðileggja líf annara, valda þeim sársauka, vanlíðan og hræðslu, niðurlægja. Þessi undarlega eftir á skýring „hún er bara drusla“ sem réttlæti á verknaðinum verður að teljast undarleg, Hún var ekki svo mikil drusla að hún svæfi hjá þér svo þú þurftir að nauðga henni, hvað segir það um þig, ekki einu sinni drusla vill þig, og það gerir þig að svo stórum og miklum karlmanni að nauðga druslu, þú ert ekki vandur að virðingu þinni, eða er það kannski þú sem ert druslan hér? Það var kalt vetrarkvöld 1983 sem „vinur“ minn ákvað að gera mig að druslu, ég var 17 ára, hann 29, við vorum „fastagestir“ í Þórskaffi á þessum árum, gátum talað um allt, hlógum mikið, ég fór stundum með honum heim að hlusta á plötur en hann átti flott safn laga sem maður heyriði almennt ekki í útvarpi. Það var aldrei neitt kynferðislegt, engin snerting né kossar bara vinskapur. Þetta kvöld var ég óvenju þreytt, búinn að vinna mikið síðustu daga, svo ég sofnaði, ég var ekki einu sinni að drekka bara þreytt. Ég vaknaði við að hann er ofan á mér. Hann meiddi mig ekkert mikið, og baðst meira að segja afsökunar þegar ég sagðist hafa verið „hrein mey“, en hann tók ekki sakleysi mitt það var gert mörgum árum áður. Það hefði aldrei þítt að kæra hann, ekki á þeim tíma allavegana. Auðvitað veit ég að það eru ekki bara karlmenn sem nauðga og ekki bara konum sem er nauðgað. Margir gerendur eiga við andleg veikindi að stríða sem þeir hafa ekki fengið hjálp með, þar eru báðir aðilar í raun fórnarlömb Varúð! þið gætuð séð druslur á ferð í miðborg Reykjavíkur á laugardag en þá ætla þær í sína árlegu Druslugöngu, nú í tólfta sinn. Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan 14 á laugardaginn, Þann 27 júlí. Höfundur er DRUSLA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Kynferðisofbeldi Druslugangan Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fann ekki nákvæma starfslýsingu en læt mínar hugleiðingar fylgja hér á eftir. Hún er dóttir, systir, frænka, móðir og jafnvel amma, hún er góða kennslukonan, sæta stelpan í næsta húsi, umhyggjusama hjúkrunarkonan, sem einhver fann þörf hjá sér til að svívirða, misnota og meiða, nauðga, beita kynferðislegu ofbeldi, niðurlægja og drottna yfir. Svo núna er þessi gullfallega manneskja sem okkur er kær orðin drusla, svo þannig verða druslu til, skilst mér. Var það af því hún var í stuttu pilsi, flegnari skyrtu, drakk of mikið, brosti og hló of mikið, dansaði of vilt, hreyfði sig of æsandi. Nei það er engin hegðun né klæðnaður sem „réttlætir“ nauðgun, þá hefði „mátt“ nauðga flestum okkar einhver tíman á lífsleiðinni. „Hún bauð upp á það að vera nauðgað“, „hún bað um að sér yrði nauðgað“, svona klædd, verandi þarna, svona drukkin, eins og hún lét. Það á alltaf að kæra nauðgun, segja frá, skila skömminni, hún er ekki okkar að burðast með, við báðum ekki um að vera nauðgað. Nauðgun er ofbeldi og er aldrei þolandanum að kenna, aldrei. En hvað er það sem gerist, hvað fær ungan glæsilegan mann, vin, pabba jafnvel afa til að nauðga? og eyðileggja líf þess sem fyrir honum verður? Ég trúi ekki að það ætli sér einhver að eyðileggja líf annara, valda þeim sársauka, vanlíðan og hræðslu, niðurlægja. Þessi undarlega eftir á skýring „hún er bara drusla“ sem réttlæti á verknaðinum verður að teljast undarleg, Hún var ekki svo mikil drusla að hún svæfi hjá þér svo þú þurftir að nauðga henni, hvað segir það um þig, ekki einu sinni drusla vill þig, og það gerir þig að svo stórum og miklum karlmanni að nauðga druslu, þú ert ekki vandur að virðingu þinni, eða er það kannski þú sem ert druslan hér? Það var kalt vetrarkvöld 1983 sem „vinur“ minn ákvað að gera mig að druslu, ég var 17 ára, hann 29, við vorum „fastagestir“ í Þórskaffi á þessum árum, gátum talað um allt, hlógum mikið, ég fór stundum með honum heim að hlusta á plötur en hann átti flott safn laga sem maður heyriði almennt ekki í útvarpi. Það var aldrei neitt kynferðislegt, engin snerting né kossar bara vinskapur. Þetta kvöld var ég óvenju þreytt, búinn að vinna mikið síðustu daga, svo ég sofnaði, ég var ekki einu sinni að drekka bara þreytt. Ég vaknaði við að hann er ofan á mér. Hann meiddi mig ekkert mikið, og baðst meira að segja afsökunar þegar ég sagðist hafa verið „hrein mey“, en hann tók ekki sakleysi mitt það var gert mörgum árum áður. Það hefði aldrei þítt að kæra hann, ekki á þeim tíma allavegana. Auðvitað veit ég að það eru ekki bara karlmenn sem nauðga og ekki bara konum sem er nauðgað. Margir gerendur eiga við andleg veikindi að stríða sem þeir hafa ekki fengið hjálp með, þar eru báðir aðilar í raun fórnarlömb Varúð! þið gætuð séð druslur á ferð í miðborg Reykjavíkur á laugardag en þá ætla þær í sína árlegu Druslugöngu, nú í tólfta sinn. Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan 14 á laugardaginn, Þann 27 júlí. Höfundur er DRUSLA
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun