Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur dregið úr virkni í Mýrdalsjökli, en áfram er innistæða fyrir venjubundnum hlaupum sem verða úr jöklinum að sumri til, en slík hlaup geta skapað hættu við Kötlujökul að sögn náttúruvársérfræðings.
„Rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega síðasta sólarhringinn, og skjálftavirkni líka. Við sjáum engin merki um hlaupóróa síðasta sólarhringinn og mælingar benda til þess að jökullinn sé að jafna sig eftir jökulhlaupið og nálgast það sem kallast eðlileg bakgrunnsvirkni,“ segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur.
Fluglitakóði fyrir Kötlu var tímabundið settur á gulan, en hefur verið færður aftur niður á grænan. Vatnavextir hafa verið víðar, til að mynda í Hólmsá og Krossá. ar sem björgunarsveitir hafa þurft að aðstoða ferðamenn og snúa ökumönnum vanbúinna bíla við.
Fólk kynni sér aðstæður vel
Mikið hefur rignt síðustu daga.
„Það er uppsöfnuð úrkoma, sem er enn að skila sér í árnar. Þess vegna er enn að bætast í þessar ár og fólk þarf að sýna aðgát og ekki henda sér út í eitthvað sem það treystir sér eða farartæki sínu ekki úti í, og skoða aðstæður vel bæði hjá Vegagerðinnig og á Veður.is.“
Er þá útlit fyrir að það veðri ennþá svolítið af vatni í þessum ám?
„Já, það tekur svolítinn tíma áður en það nær niður á núllið, eða eðlilega vatnshæð á þessu svæði.“