Skammast sín vegna skotárásarinnar Jón Þór Stefánsson skrifar 30. júlí 2024 16:49 Ronald Rowe gaf skýrslu fyrir Bandaríkjaþingi í dag, minna en viku eftir að hann tók við embætti forstjóra bandarísku öryggisþjónustunnar Secret service EPA Ronald Rowe, settur forstjóri bandarísku öryggisþjónustunnar Secret service, segist skammast sín vegna skotárasar sem beindist að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda. Þetta kom fram í skýrslu sem Rowe gaf fulltrúadeild Bandaríkjaþings í dag. Þar greindi hann frá því að hann hefði skoðað vettvanginn þar sem skotárásin átti sér stað, og prófað að liggja á sama stað og árásarmaðurinn Thomas Matthew Crooks gerði þegar hann hleypti af og hæfði Trump í eyrað og varð einum að bana og særði tvo. „Ég lá á grúfu til að meta sjónlínu hans. Það sem ég sá fékk mig til að skammast mín. Sem maður sem hefur gert löggæslu að lífibrauði sínu og með 25 ára reynslu úr öryggisþjónustunni, þá hreinlega get ég ekki borið varnir fyrir það að þetta þak hafi ekki verið betur varið.“ Rowe tók við forstjórastöðunni af Kimberly Cheatle sem sagði af sér embætti í síðustu viku vegna árásarinnar. Hann segist þegar vera búinn að gefa fyrirskipanir um breytt verklag á viðburðum sem þessum. Á meðal þess sem Rowe ætlast til að tekið verði upp er að drónar verði notaðir til að meta vettvang.Þá segist hann vilja bæta samskipti milli öryggisþjónustunnar og lögreglu. Það tók löggæslu á vettvangi langan tíma að láta örygisþjónustuna vita af Crooks, en lögreglu hafði þótt hann grunsamlegur í um níutíu mínútur áður en árásin átti sér stað. Að mati bandaríska fjölmiðilsins The Hill kveður við nýjan tón í svörum Rowe. Hann er sagður talsvert viljugri til að svara spurningum en forveri sinn, en Cheatle neitaði að svara ýmsum spurningum í sambærilegri skýrslugjöf. „Ég þarf ekki að bíða eftir öllum mögulegum gögnum til þess að geta lagt mat á það sem fór úrskeiðis þennan dag.“ Rowe segir að ef það muni koma í ljós að einhver meðlimur öryggisþjónustunnar hafi brotið verkferla sína muni sá hinn sami þurfa að glíma við afleiðingar þess. Við skýrslutökuna krafðist Ted Cruz, frá Repúblikanaflokknum, þess að Ronald Rowe myndi nafngreina þann meðlim öryggisþjónustunnar sem neitaði teymi Trumps um aukna öryggisgæslu í aðdraganda viðburðarins. Rowe sagðist ekki vilja nefna nein nöfn. Sú ákvörðun hafi verið tekin eftir ferli. Þá hélt Cruz því fram að um pólitíska ákvörðun væri að ræða. Rowe neitaði því. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fundu sprengjur í bíl og á heimili árásarmannsins Erlendir miðlar greina frá því að sprengjur hafi fundist í bíl Thomasar Crooks, sem og á heimili hans. Bíllinn fannst nálægt svæðinu þar sem kosningafundurinn fór fram í gær. 14. júlí 2024 16:56 Svona var vettvangur árásarinnar Skotárás sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi var framin á fjölmennum kosningafundi í Pennsylvaníuríki, nánar tiltekið á vinsælum samkomustað við bæinn Butler. 14. júlí 2024 10:04 „Ég ætti að vera dauður“ „Ég á að vera dauður,“ sagði Donald Trump við New York Post í gær, þegar hann ræddi við miðilinn um banatilræðið sem hann lifði af. Hann sagði upplifunina hafa verið „afar súrrealíska.“ 15. júlí 2024 07:58 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Þetta kom fram í skýrslu sem Rowe gaf fulltrúadeild Bandaríkjaþings í dag. Þar greindi hann frá því að hann hefði skoðað vettvanginn þar sem skotárásin átti sér stað, og prófað að liggja á sama stað og árásarmaðurinn Thomas Matthew Crooks gerði þegar hann hleypti af og hæfði Trump í eyrað og varð einum að bana og særði tvo. „Ég lá á grúfu til að meta sjónlínu hans. Það sem ég sá fékk mig til að skammast mín. Sem maður sem hefur gert löggæslu að lífibrauði sínu og með 25 ára reynslu úr öryggisþjónustunni, þá hreinlega get ég ekki borið varnir fyrir það að þetta þak hafi ekki verið betur varið.“ Rowe tók við forstjórastöðunni af Kimberly Cheatle sem sagði af sér embætti í síðustu viku vegna árásarinnar. Hann segist þegar vera búinn að gefa fyrirskipanir um breytt verklag á viðburðum sem þessum. Á meðal þess sem Rowe ætlast til að tekið verði upp er að drónar verði notaðir til að meta vettvang.Þá segist hann vilja bæta samskipti milli öryggisþjónustunnar og lögreglu. Það tók löggæslu á vettvangi langan tíma að láta örygisþjónustuna vita af Crooks, en lögreglu hafði þótt hann grunsamlegur í um níutíu mínútur áður en árásin átti sér stað. Að mati bandaríska fjölmiðilsins The Hill kveður við nýjan tón í svörum Rowe. Hann er sagður talsvert viljugri til að svara spurningum en forveri sinn, en Cheatle neitaði að svara ýmsum spurningum í sambærilegri skýrslugjöf. „Ég þarf ekki að bíða eftir öllum mögulegum gögnum til þess að geta lagt mat á það sem fór úrskeiðis þennan dag.“ Rowe segir að ef það muni koma í ljós að einhver meðlimur öryggisþjónustunnar hafi brotið verkferla sína muni sá hinn sami þurfa að glíma við afleiðingar þess. Við skýrslutökuna krafðist Ted Cruz, frá Repúblikanaflokknum, þess að Ronald Rowe myndi nafngreina þann meðlim öryggisþjónustunnar sem neitaði teymi Trumps um aukna öryggisgæslu í aðdraganda viðburðarins. Rowe sagðist ekki vilja nefna nein nöfn. Sú ákvörðun hafi verið tekin eftir ferli. Þá hélt Cruz því fram að um pólitíska ákvörðun væri að ræða. Rowe neitaði því.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fundu sprengjur í bíl og á heimili árásarmannsins Erlendir miðlar greina frá því að sprengjur hafi fundist í bíl Thomasar Crooks, sem og á heimili hans. Bíllinn fannst nálægt svæðinu þar sem kosningafundurinn fór fram í gær. 14. júlí 2024 16:56 Svona var vettvangur árásarinnar Skotárás sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi var framin á fjölmennum kosningafundi í Pennsylvaníuríki, nánar tiltekið á vinsælum samkomustað við bæinn Butler. 14. júlí 2024 10:04 „Ég ætti að vera dauður“ „Ég á að vera dauður,“ sagði Donald Trump við New York Post í gær, þegar hann ræddi við miðilinn um banatilræðið sem hann lifði af. Hann sagði upplifunina hafa verið „afar súrrealíska.“ 15. júlí 2024 07:58 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Fundu sprengjur í bíl og á heimili árásarmannsins Erlendir miðlar greina frá því að sprengjur hafi fundist í bíl Thomasar Crooks, sem og á heimili hans. Bíllinn fannst nálægt svæðinu þar sem kosningafundurinn fór fram í gær. 14. júlí 2024 16:56
Svona var vettvangur árásarinnar Skotárás sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi var framin á fjölmennum kosningafundi í Pennsylvaníuríki, nánar tiltekið á vinsælum samkomustað við bæinn Butler. 14. júlí 2024 10:04
„Ég ætti að vera dauður“ „Ég á að vera dauður,“ sagði Donald Trump við New York Post í gær, þegar hann ræddi við miðilinn um banatilræðið sem hann lifði af. Hann sagði upplifunina hafa verið „afar súrrealíska.“ 15. júlí 2024 07:58