Við viljum geta skálað fyrir Rapyd-lausum Vínbúðum! Hólmfríður Drífa Jónsdóttir og Katrín Björg Þórisdóttir skrifa 31. júlí 2024 11:01 Núna þegar ein annasamasta helgi ársins hjá Vínbúðunum er í uppsiglingu þá langar okkur að minna fólk á að Vínbúðirnar nota ennþá þjónustu ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Rapyd þegar borgað er með greiðslukortum. Eini greiðslumöguleikinn annar er reiðufé. Nýlega var kynnt útboð á færsluhirðingu fyrir þær 51 verslun sem Vínbúðin rekur um allt land. Þetta gladdi okkur í fyrstu þar sem við óskum þess einlæglega að Vínbúðirnar hætti viðskiptum við Rapyd. En það runnu hins vegar á okkur tvær grímur þegar við lásum eftirfarandi í útboðsupplýsingunum: “Samið verður við einn aðila um þessi viðskipti á grundvelli lægsta boðs.” Mun Rapyd þá einfaldlega komast upp með að bjóða lægst og hreppa hnossið á ný? Mun ekki þurfa að taka (viðskipta)siðferði með í reikninginn? Það væri algerlega siðlaust af Vínbúðunum að semja við Rapyd. Ástæðurnar eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi hefur stofnandi og forstjóri Rapyd á alþjóðavísu, Arik Shtilman, sem jafnframt er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi, lýst yfir eindregnum stuðningi við Ísraelsher í stríðinu á Gaza og hefur sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli svo fremi sem ísraelski herinn nái markmiðum sínum. Í annan stað er Rapyd beinn þáttakandi í stríðinu á Gaza þar sem fyrirtækið hefur sett upp “war room” þar sem það vinnur með ísraelska hernum að því að rekja og stoppa peningasendingar til andstæðinga ísraelska hersins. Þannig notar Rapyd aðgang sinn að fjármálakerfum heimsins í stríðsrekstri í Ísrael í samvinnu við hernaðaryfirvöld þar. Í þriðja lagi er Rapyd með starfsemi á hernumdum svæðum Palestínumanna. Þessar landránsbyggðir eru skýrt brot á alþjóðalögum eins og ítrekað var í nýlegum úrskurði Alþjóðadómstólsins - og í fréttatilkynningu frá íslenska utanríkisráðuneytinu. Það gengur því þvert á stefnu Íslands að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styður með beinum hætti við landrán sem er klárt brot á alþjóðalögum. Ríkisstjórnir margra landa hafa varað fyrirtæki við að eiga í viðskiptum á hernumdum svæðum Ísraela, nú síðast Noregur. Í fjórða lagi er vert að benda á að síðar á þessu ári er að vænta úrskurðar Alþjóðadómstólsins hvort hernaðurinn á Gaza sé þjóðarmorð. Ef niðurstaðan verður sú, sem margt bendir til, væru Vínbúðirnar, sem eru undir beinni stjórn íslenska ríkisins og rekin á ábyrgð ríkissjóðs að semja við fyrirtæki sem hefði tekið beinan þátt í þjóðarmorði. Það getur ríkisstofnun ekki verið þekkt fyrir að gera. Samkvæmt könnun sem Maskína gerði í mars síðastliðnum vildu tæp 60% Íslendinga ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd sem greiðslumiðil. Óhætt er að fullyrða að þessi tala hafi hækkað síðan þá með áframhaldandi drápum á varnarlausu fólki, konum og börnum. Hundruð fyrirtækja á Íslandi hafa hætt viðskiptum við Rapyd og fjölmörg eru á þeirri leið, eins og sjá má á vefsíðunni https://hirdir.is/. Það væri fráleitt að Vínbúðirnar gengju þvert gegn vilja almennings með því að semja við fyrirtæki sem meirhluti þjóðarinnar vill alls ekki skipta við. Þegar öll þessi atriði eru skoðað af sanngirni og heiðarleika er niðurstaðan sú að Vínbúðirnar mega alls ekki semja við Rapyd. Við vonumst til að geta skálað fyrir Rapyd-lausum Vínbúðum en ef ekki þá væri kannski lag að fara að leita annað með áfengiskaup enda valmöguleikarnir aukist mikið í þeim efnum upp á síðkastið. Undirritaðar hafa verið sauðtryggir viðskiptavinir Vínbúðanna og eru jafnframt meðlimir í Sniðgönguhreyfingunni – BDS Ísland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Áfengi og tóbak Verslun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Núna þegar ein annasamasta helgi ársins hjá Vínbúðunum er í uppsiglingu þá langar okkur að minna fólk á að Vínbúðirnar nota ennþá þjónustu ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Rapyd þegar borgað er með greiðslukortum. Eini greiðslumöguleikinn annar er reiðufé. Nýlega var kynnt útboð á færsluhirðingu fyrir þær 51 verslun sem Vínbúðin rekur um allt land. Þetta gladdi okkur í fyrstu þar sem við óskum þess einlæglega að Vínbúðirnar hætti viðskiptum við Rapyd. En það runnu hins vegar á okkur tvær grímur þegar við lásum eftirfarandi í útboðsupplýsingunum: “Samið verður við einn aðila um þessi viðskipti á grundvelli lægsta boðs.” Mun Rapyd þá einfaldlega komast upp með að bjóða lægst og hreppa hnossið á ný? Mun ekki þurfa að taka (viðskipta)siðferði með í reikninginn? Það væri algerlega siðlaust af Vínbúðunum að semja við Rapyd. Ástæðurnar eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi hefur stofnandi og forstjóri Rapyd á alþjóðavísu, Arik Shtilman, sem jafnframt er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi, lýst yfir eindregnum stuðningi við Ísraelsher í stríðinu á Gaza og hefur sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli svo fremi sem ísraelski herinn nái markmiðum sínum. Í annan stað er Rapyd beinn þáttakandi í stríðinu á Gaza þar sem fyrirtækið hefur sett upp “war room” þar sem það vinnur með ísraelska hernum að því að rekja og stoppa peningasendingar til andstæðinga ísraelska hersins. Þannig notar Rapyd aðgang sinn að fjármálakerfum heimsins í stríðsrekstri í Ísrael í samvinnu við hernaðaryfirvöld þar. Í þriðja lagi er Rapyd með starfsemi á hernumdum svæðum Palestínumanna. Þessar landránsbyggðir eru skýrt brot á alþjóðalögum eins og ítrekað var í nýlegum úrskurði Alþjóðadómstólsins - og í fréttatilkynningu frá íslenska utanríkisráðuneytinu. Það gengur því þvert á stefnu Íslands að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styður með beinum hætti við landrán sem er klárt brot á alþjóðalögum. Ríkisstjórnir margra landa hafa varað fyrirtæki við að eiga í viðskiptum á hernumdum svæðum Ísraela, nú síðast Noregur. Í fjórða lagi er vert að benda á að síðar á þessu ári er að vænta úrskurðar Alþjóðadómstólsins hvort hernaðurinn á Gaza sé þjóðarmorð. Ef niðurstaðan verður sú, sem margt bendir til, væru Vínbúðirnar, sem eru undir beinni stjórn íslenska ríkisins og rekin á ábyrgð ríkissjóðs að semja við fyrirtæki sem hefði tekið beinan þátt í þjóðarmorði. Það getur ríkisstofnun ekki verið þekkt fyrir að gera. Samkvæmt könnun sem Maskína gerði í mars síðastliðnum vildu tæp 60% Íslendinga ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd sem greiðslumiðil. Óhætt er að fullyrða að þessi tala hafi hækkað síðan þá með áframhaldandi drápum á varnarlausu fólki, konum og börnum. Hundruð fyrirtækja á Íslandi hafa hætt viðskiptum við Rapyd og fjölmörg eru á þeirri leið, eins og sjá má á vefsíðunni https://hirdir.is/. Það væri fráleitt að Vínbúðirnar gengju þvert gegn vilja almennings með því að semja við fyrirtæki sem meirhluti þjóðarinnar vill alls ekki skipta við. Þegar öll þessi atriði eru skoðað af sanngirni og heiðarleika er niðurstaðan sú að Vínbúðirnar mega alls ekki semja við Rapyd. Við vonumst til að geta skálað fyrir Rapyd-lausum Vínbúðum en ef ekki þá væri kannski lag að fara að leita annað með áfengiskaup enda valmöguleikarnir aukist mikið í þeim efnum upp á síðkastið. Undirritaðar hafa verið sauðtryggir viðskiptavinir Vínbúðanna og eru jafnframt meðlimir í Sniðgönguhreyfingunni – BDS Ísland
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar