Fögnum allri nýsköpun og vinnusemi Fjóla Einarsdóttir skrifar 2. ágúst 2024 20:01 Nýsköpun snýst alltaf um að gefast ekki upp þó að á móti blási. Vinnudagarnir eru langir en þegar trúin á þitt verkefni er til staðar þá skiptir öllu máli að halda áfram og finna lausnir á öllum þeim vandamálum sem koma upp. Fyrstu árin eru full af allskonar vonbrigðum, verkefnum og vandamálum sem virðast óyfirstíganleg. Það er ástæðan fyrir því að góðar hugmyndir og verkefni enda í skúffum. Aftur á móti þegar þú heldur áfram og eyðir þínum dögum í að leita lausna þá einn daginn hefur verkefnið þitt vaxið og þér er ómögulegt að snúa til baka því þú ert svo stutt frá takmarkinu. Sá tími er krefjandi en aldrei gefast upp. Haltu áfram og alla leið. Ímyndið ykkur ef Thomas Edison hefði gefist upp eða Marie Curie. Ferlið er það sama. Finna fyrir mótbyr, yfirstíga vandmál og sannfæra fólk. Nýsköpun á Íslandi er mikil, við erum alin upp á bjartsýni og orðunum að gefast aldrei upp. Þetta reddast! Það er gott veganesti út í lífið. Við sem erum í nýsköpun sækjum í opinbera styrki í samkeppni við hvert annað. Umsóknirnar lengjast með hverju árinu. Ég persónulega er mjög sátt við að þurfa að fylgja markmiðum Sameinuðu þjóðanna í mínum umsóknum. Við á jörðinni eigum auðvitað að hafa sömu markmið og skila jörðinni til okkar afkomenda í sama eða betra ástandi heldur en við tókum við henni.Ég er aftur á móti mjög hugsi yfir af hverju 10% af mati umsókna hjá hinu opinbera snýst um samstarf? Við sem erum í nýsköpun getum búið til plagg um samstarf og uppfyllt þessi 10% en í raun og veru erum við ein í þessari vegferð. 10% eru ekki fyrir okkur sem erum í nýsköpun. Þau eru fyrir skrifræðið. Þau eru til þess að þeir sem eru í nýsköpun hafi samband við ríkisstofnanir sem starfa við nýsköpun og geri við þau samstarfssamning. Þeir sem það gera eru öruggir inn í styrktarumhverfið á Íslandi. Þetta snýst ekki lengur um gæði umsókna eða verkefni. Þetta snýst um eitthvað allt annað og oftast um að mata krókinn - sem er sorgleg þróun. Ég biðla til stjórnvalda að auglýsa ekki styrki til nýsköpunar ef 80% af veittu fé er fyrirfram hugsaður til ríkissfyrirtækja. Það er móðgun við þá sem eru að vinna við sína nýsköpun allar sínar vökustundir. Ég er ekki mótfallin því að Matís eða önnur ríkissfyrirtæki séu að vinna á þessu sviði en veitið þá bara beint til þeirra ákveðinni upphæð ár hvert og hafið raunverulega samkeppnisupphæð sem nýsköpunarfyrirtæki með góðar hugmyndir geta keppst um. Þegar nýsköpunarfyrirtæki móðgar eða fer fram úr sér að mati hins opinbera á Íslandi er lítið mál að drekkja viðkomandi fyrirtæki í allskonar skrifræði þar til það einfaldlega gefst upp. Hvað er það? Af hverju að kveða eitthvað niður sem er gott? Lyftum því frekar upp og stöndum saman. Við sem erum í nýsköpun og erum að leggja allt okkar undir, í skugga skrifræðis og hávaxtaumhverfis, gangi okkur öllum vel. Mér vex persónulega ásmegin með mína nýsköpun þegar ég finn fyrir mótbyr. Mig langar ekki til þess að vera í hnefaleikabardaga við íslenska ríkið. Því íslenska ríkið er ég og þú, munum það. Munum einnig að ef það væri ekki fyrir fólk sem fer út fyrir boxið og tekur áhættu værum við enn í moldarkofanum. Thomas Edison þótti harður í horn að taka, var umdeildur og reynt að kveða hann niður. Nú á dögum væri lífið án hans nýsköpunar óhugandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nýsköpun snýst alltaf um að gefast ekki upp þó að á móti blási. Vinnudagarnir eru langir en þegar trúin á þitt verkefni er til staðar þá skiptir öllu máli að halda áfram og finna lausnir á öllum þeim vandamálum sem koma upp. Fyrstu árin eru full af allskonar vonbrigðum, verkefnum og vandamálum sem virðast óyfirstíganleg. Það er ástæðan fyrir því að góðar hugmyndir og verkefni enda í skúffum. Aftur á móti þegar þú heldur áfram og eyðir þínum dögum í að leita lausna þá einn daginn hefur verkefnið þitt vaxið og þér er ómögulegt að snúa til baka því þú ert svo stutt frá takmarkinu. Sá tími er krefjandi en aldrei gefast upp. Haltu áfram og alla leið. Ímyndið ykkur ef Thomas Edison hefði gefist upp eða Marie Curie. Ferlið er það sama. Finna fyrir mótbyr, yfirstíga vandmál og sannfæra fólk. Nýsköpun á Íslandi er mikil, við erum alin upp á bjartsýni og orðunum að gefast aldrei upp. Þetta reddast! Það er gott veganesti út í lífið. Við sem erum í nýsköpun sækjum í opinbera styrki í samkeppni við hvert annað. Umsóknirnar lengjast með hverju árinu. Ég persónulega er mjög sátt við að þurfa að fylgja markmiðum Sameinuðu þjóðanna í mínum umsóknum. Við á jörðinni eigum auðvitað að hafa sömu markmið og skila jörðinni til okkar afkomenda í sama eða betra ástandi heldur en við tókum við henni.Ég er aftur á móti mjög hugsi yfir af hverju 10% af mati umsókna hjá hinu opinbera snýst um samstarf? Við sem erum í nýsköpun getum búið til plagg um samstarf og uppfyllt þessi 10% en í raun og veru erum við ein í þessari vegferð. 10% eru ekki fyrir okkur sem erum í nýsköpun. Þau eru fyrir skrifræðið. Þau eru til þess að þeir sem eru í nýsköpun hafi samband við ríkisstofnanir sem starfa við nýsköpun og geri við þau samstarfssamning. Þeir sem það gera eru öruggir inn í styrktarumhverfið á Íslandi. Þetta snýst ekki lengur um gæði umsókna eða verkefni. Þetta snýst um eitthvað allt annað og oftast um að mata krókinn - sem er sorgleg þróun. Ég biðla til stjórnvalda að auglýsa ekki styrki til nýsköpunar ef 80% af veittu fé er fyrirfram hugsaður til ríkissfyrirtækja. Það er móðgun við þá sem eru að vinna við sína nýsköpun allar sínar vökustundir. Ég er ekki mótfallin því að Matís eða önnur ríkissfyrirtæki séu að vinna á þessu sviði en veitið þá bara beint til þeirra ákveðinni upphæð ár hvert og hafið raunverulega samkeppnisupphæð sem nýsköpunarfyrirtæki með góðar hugmyndir geta keppst um. Þegar nýsköpunarfyrirtæki móðgar eða fer fram úr sér að mati hins opinbera á Íslandi er lítið mál að drekkja viðkomandi fyrirtæki í allskonar skrifræði þar til það einfaldlega gefst upp. Hvað er það? Af hverju að kveða eitthvað niður sem er gott? Lyftum því frekar upp og stöndum saman. Við sem erum í nýsköpun og erum að leggja allt okkar undir, í skugga skrifræðis og hávaxtaumhverfis, gangi okkur öllum vel. Mér vex persónulega ásmegin með mína nýsköpun þegar ég finn fyrir mótbyr. Mig langar ekki til þess að vera í hnefaleikabardaga við íslenska ríkið. Því íslenska ríkið er ég og þú, munum það. Munum einnig að ef það væri ekki fyrir fólk sem fer út fyrir boxið og tekur áhættu værum við enn í moldarkofanum. Thomas Edison þótti harður í horn að taka, var umdeildur og reynt að kveða hann niður. Nú á dögum væri lífið án hans nýsköpunar óhugandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar