Ledecky nú orðin gulldrottning Ólympíusögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 14:31 Katie Ledecky með níunda Ólympíugullið sem hún vann á ferlinum. Hún vann bæði 800 og 1500 metra skriðsund á þessum leikum. Getty/Adam Pretty Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann sín níundu gullverðlaun á Ólympíuleikum í gær þegar hún kom fyrst í mark í 800 metra skriðsundi. Þetta voru önnur gullverðlaun Ledecky á leikunum en hún vann einnig 1500 metra skriðsundið. Hún hefur alls unnið fern verðlaun á þessum leikum því við bætast eitt silfur og eitt brons. Ledecky vann eftir hörkukeppni við hina áströlsku Ariarne Titmus. Titmus vann einmitt 400 metra skriðsundið þar sem Ledecky varð þriðja en þetta voru fjórðu verðlaun Titmus á leikunum (2 gull og 2 silfur). Þessi sigur hennar Ledecky í gær var samt sögulegur á svo margan hátt. Aðeins fimm aðrir íþróttamenn í sögunni hafa náð því að vinna níu gull á Ólympíuleikum og aðeins einn þeirra fleiri en níu. Í efsta sæti með Latyninu Ledecky er líka orðin gulldrottning ÓLympíusögunnar því hún deilir nú efsta sætinu með sovésku fimleikakonunni Larisa Latynina yfir flest gullverðlaun konu frá upphafi. Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps er langefstur með 23 gull en hinir karlarnir með níu gull eru sundmaðurinn Mark Spitz, bandaríski frjálsíþróttamaðurinn Carl Lewis og finnski langhlauparinn Paavo Nurmi. Jafnaði afrek Phelps Ledecky jafnaði þó annað afrek hjá Phelps því hún var að vinna 800 metra skriðsundið á fjórðu Ólympíuleikunum í röð. Hún var aðeins fimmtán ára gömul þegar hún vann það fyrst á leikunum í London árið 2012. Phelps náði að vinna 200 metra fjórsund á fjórum leikjum í röð eða í Aþenu 2004, Peking 2008, London 2012 og Ríó 2016. Þau tvö eru einu sundmenn sögunnar til að ná þessu ótrúlega afreki að vera best í sinni grein í heiminum í tólf ár samfellt. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Þetta voru önnur gullverðlaun Ledecky á leikunum en hún vann einnig 1500 metra skriðsundið. Hún hefur alls unnið fern verðlaun á þessum leikum því við bætast eitt silfur og eitt brons. Ledecky vann eftir hörkukeppni við hina áströlsku Ariarne Titmus. Titmus vann einmitt 400 metra skriðsundið þar sem Ledecky varð þriðja en þetta voru fjórðu verðlaun Titmus á leikunum (2 gull og 2 silfur). Þessi sigur hennar Ledecky í gær var samt sögulegur á svo margan hátt. Aðeins fimm aðrir íþróttamenn í sögunni hafa náð því að vinna níu gull á Ólympíuleikum og aðeins einn þeirra fleiri en níu. Í efsta sæti með Latyninu Ledecky er líka orðin gulldrottning ÓLympíusögunnar því hún deilir nú efsta sætinu með sovésku fimleikakonunni Larisa Latynina yfir flest gullverðlaun konu frá upphafi. Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps er langefstur með 23 gull en hinir karlarnir með níu gull eru sundmaðurinn Mark Spitz, bandaríski frjálsíþróttamaðurinn Carl Lewis og finnski langhlauparinn Paavo Nurmi. Jafnaði afrek Phelps Ledecky jafnaði þó annað afrek hjá Phelps því hún var að vinna 800 metra skriðsundið á fjórðu Ólympíuleikunum í röð. Hún var aðeins fimmtán ára gömul þegar hún vann það fyrst á leikunum í London árið 2012. Phelps náði að vinna 200 metra fjórsund á fjórum leikjum í röð eða í Aþenu 2004, Peking 2008, London 2012 og Ríó 2016. Þau tvö eru einu sundmenn sögunnar til að ná þessu ótrúlega afreki að vera best í sinni grein í heiminum í tólf ár samfellt. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira