Walz sniðugur veiðimaður sem höfði til karla á miðjum aldri Jón Þór Stefánsson skrifar 6. ágúst 2024 23:42 „Hann er veiðimaður og skemmtilegur í viðtölum. Hann er svolítið sniðugur,“ segir Friðjón um Walz. EPA/Vísir/Vilhelm Það á eftir að koma í ljós hvort Tim Walz, ríkisstjóri Minnesotaríkis og varaforsetaefni Kamölu Harris forsetaframbjóðanda Demókrata í Bandaríkjunum sé betra val en Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníuríkis, en þeir tveir höfðu komið helst til greina. Þetta sagði Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hann er frá miðvesturríkjunum og hann höfðar til karla á miðjum aldri. Hann er veiðimaður og skemmtilegur í viðtölum. Hann er svolítið sniðugur,“ sagði Friðjón um Walz. Hann er þó ekki viss um að val Kamölu muni skipta sköpum í kosningabaráttu hennar gegn Donald Trump, þar sem að varaforsetar hafi almennt ekki mikil áhrif. „Valið sýnir samt dómgreind forsetaefnisins, og hvert hún er að stefna. Hún er augljóslega að horfa til þess að Demókratar þurfa Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Og Walz getur höfðað til kjósenda í þeim ríkjum.“ Undanfarið hafa Demókratar tekið upp á því að kalla Donald Trump og meðlimi Repúblikanaflokksins „skrýtna“. Walz er sagður upphafsmaður þess. Er þetta góð taktík að þínu mati? „Já, hún hefur allavega virkað fyrir hann. Hann er orðinn varaforsetaefni. Hann vakti athygli með þessu. Þetta er pínu fyndið. Ég meina, þeir eru skrýtnir, allavegana skoðanir þeirra, finnst mér,“ segir Friðjón. „Þetta er ekki bein árás. Leiðin til að draga fram eitthvað sem fólki líkar ekki við hjá andstæðingnum er oft að gera grín að þeim frekar en að fara í beina árás.“ Friðjón segir erfitt að spá fyrir um úrslit kosninganna vestanhafs að svo stöddu. Skoðanakannanir séu hnífjafnar. „En Kamala Harris og Demókratar eru í sókn og Trump er í vörn.“ Sjálfur segist hann alls ekki vilja sjá að Donald Trump verði aftur forseti Bandaríkjanna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Þetta sagði Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hann er frá miðvesturríkjunum og hann höfðar til karla á miðjum aldri. Hann er veiðimaður og skemmtilegur í viðtölum. Hann er svolítið sniðugur,“ sagði Friðjón um Walz. Hann er þó ekki viss um að val Kamölu muni skipta sköpum í kosningabaráttu hennar gegn Donald Trump, þar sem að varaforsetar hafi almennt ekki mikil áhrif. „Valið sýnir samt dómgreind forsetaefnisins, og hvert hún er að stefna. Hún er augljóslega að horfa til þess að Demókratar þurfa Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Og Walz getur höfðað til kjósenda í þeim ríkjum.“ Undanfarið hafa Demókratar tekið upp á því að kalla Donald Trump og meðlimi Repúblikanaflokksins „skrýtna“. Walz er sagður upphafsmaður þess. Er þetta góð taktík að þínu mati? „Já, hún hefur allavega virkað fyrir hann. Hann er orðinn varaforsetaefni. Hann vakti athygli með þessu. Þetta er pínu fyndið. Ég meina, þeir eru skrýtnir, allavegana skoðanir þeirra, finnst mér,“ segir Friðjón. „Þetta er ekki bein árás. Leiðin til að draga fram eitthvað sem fólki líkar ekki við hjá andstæðingnum er oft að gera grín að þeim frekar en að fara í beina árás.“ Friðjón segir erfitt að spá fyrir um úrslit kosninganna vestanhafs að svo stöddu. Skoðanakannanir séu hnífjafnar. „En Kamala Harris og Demókratar eru í sókn og Trump er í vörn.“ Sjálfur segist hann alls ekki vilja sjá að Donald Trump verði aftur forseti Bandaríkjanna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira