Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. ágúst 2024 19:10 Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Stefán Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. Í Ármúlanum innan um verslanir og malbik hefur gömlu skrifstofuhúsnæði verið breytt í leikskóla á um tveimur vikum. Borgaryfirvöld neyddust til að grípa til þessara ráðstafanna eftir að mistök við framkvæmdir á Brákarborg urðu til þess að sprungur mynduðust í veggjum og það metið sem svo að húsnæðið væri ekki öruggt undir starfsemina. Frétt Stöðvar 2 má sjá að neðan en þar er einnig rætt við Einar Þorsteinsson borgarstjóra. Bjart og opið húsnæði Halla H Hamar, teymisstjóri Reykjavíkurborgar í nýbyggingadeild og verkefnisstjóri, segir verkefnið í Ármúla hafa gengið vonum framar. „Húsnæðið í rauninni er mjög bjart og opið og við komum að þessu í svona frekar bagalegu ástandi en við erum búin að gera mjög margt á mjög stuttum tíma.“ Búið er að mála allt hátt og lágt, pússa og lakka gólfið, tryggja helstu öryggisatriði og reisa nýjan leikvöll. Að sögn Höllu verður allt tilbúið á mánudaginn þegar skólastarf hefst. „Þá voru setta ofnahlífar á alla ofna og klemmuhlífar á allar hurðar og svo var maður bara alltaf að horfa á rýmið með því tilliti að það væru litlir puttar. Ég er allavega mjög jákvæð. Þetta snýst um starfsfólkið að það upplifi þetta vel og að börnin fái góða lendingu.“ Ekki boðlegt fyrir börn Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að húsnæðið hæfi ekki börnum og hvetur meirihlutann til að leysa úr þessum vanda sem allra fyrst. „Brákarborg er ekki boðleg fyrir börn að vera í. Hver ber ábyrgðina? Á endanum er það náttúrulega stjórnsýslan og borgarstjórn. Það er að segja við getum farið í þessa athugun og skoðað hver gerði einhver ákveðin mistök en á endanum þá er það Borgarstjóri. Það er bara það eina sem við getum gert er að halda þeim við efnið, ýta á þau. Þannig að þau klári og börnin komist sem fyrst inn á alvöru leikskóla en séu ekki hérna í einhverju gettó-umhverfi.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Í Ármúlanum innan um verslanir og malbik hefur gömlu skrifstofuhúsnæði verið breytt í leikskóla á um tveimur vikum. Borgaryfirvöld neyddust til að grípa til þessara ráðstafanna eftir að mistök við framkvæmdir á Brákarborg urðu til þess að sprungur mynduðust í veggjum og það metið sem svo að húsnæðið væri ekki öruggt undir starfsemina. Frétt Stöðvar 2 má sjá að neðan en þar er einnig rætt við Einar Þorsteinsson borgarstjóra. Bjart og opið húsnæði Halla H Hamar, teymisstjóri Reykjavíkurborgar í nýbyggingadeild og verkefnisstjóri, segir verkefnið í Ármúla hafa gengið vonum framar. „Húsnæðið í rauninni er mjög bjart og opið og við komum að þessu í svona frekar bagalegu ástandi en við erum búin að gera mjög margt á mjög stuttum tíma.“ Búið er að mála allt hátt og lágt, pússa og lakka gólfið, tryggja helstu öryggisatriði og reisa nýjan leikvöll. Að sögn Höllu verður allt tilbúið á mánudaginn þegar skólastarf hefst. „Þá voru setta ofnahlífar á alla ofna og klemmuhlífar á allar hurðar og svo var maður bara alltaf að horfa á rýmið með því tilliti að það væru litlir puttar. Ég er allavega mjög jákvæð. Þetta snýst um starfsfólkið að það upplifi þetta vel og að börnin fái góða lendingu.“ Ekki boðlegt fyrir börn Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að húsnæðið hæfi ekki börnum og hvetur meirihlutann til að leysa úr þessum vanda sem allra fyrst. „Brákarborg er ekki boðleg fyrir börn að vera í. Hver ber ábyrgðina? Á endanum er það náttúrulega stjórnsýslan og borgarstjórn. Það er að segja við getum farið í þessa athugun og skoðað hver gerði einhver ákveðin mistök en á endanum þá er það Borgarstjóri. Það er bara það eina sem við getum gert er að halda þeim við efnið, ýta á þau. Þannig að þau klári og börnin komist sem fyrst inn á alvöru leikskóla en séu ekki hérna í einhverju gettó-umhverfi.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira