Hvað segir Biggi Óli Sigmundsson eftir 14 ár í Englandi? Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. ágúst 2024 17:00 Eins og allir vel vakandi og fróðleiksfúsir lesendur hér á Vísi vita, birti ég grein með fyrirsögninni „Brexit og ný aðför þjóðernissinna og hægri öfgamanna að velferð og öryggi landsins“ hér á Vísis-vefnum í gær. Mér óþekktur Íslendingur, sem býr í Englandi, sendi mér stuttu eftir birtingu greinarinnar þessi skilaboð á Facebook: „Sæll Ole. Ég hef lesið pistlana þína og fylgst með ritdeilu þinni við Hjört. Ég bý í Englandi og hef verið þar undanfarin 14 ár. Ég vildi bara láta þig vita að þú hittir naglann algjörlega á höfuðið með grein þinni um Brexit og hægri öfgamennina. Það er með ólíkindum að lesa svör Hjartar sem getur einungis flaggað háskólagráðu í Evrópufræðum en hefur aldrei búið í Evrópulandi utan Íslands. Þú sérð hvernig Íslandi er stjórnað þegar þú fylgist með úr fjarlægð, það sjónarhorn færðu ekki nema með samanburði og þann samanburð færðu ekki nema þú prófir að búa erlendis. Ég kem aldrei til með að flytja aftur heim!“ Feitt letur og undirstrikanir eru mínar. Mér datt í hug, að lesendur hér hefðu áhuga á að vita af skoðun Íslendings, sem búsettur hefur verið lengi í Englandi og þekkir af eigin reynslu - hefur upplifað á eigin skinni - þá þróun mála og það ófremdarástand, sem upp hefur komið í Bretlandi og við höfum verið að fjalla um. Sjálfur bjó ég í 27 ár erlendis, mest í Þýzkalandi, eins hryggjarstykkja ESB, og fylgdist gjörla með allri þróun ESB-ríkjasambandsins, líka Evrunnar, líka Brexit, og það allt innanfrá, eins og fram hefur komið. Það er auðvitað gott, að fá svona staðfestingu á sinni greiningu og málflutningi, frá manni, sem veit nákvæmlega, hvað er að gerast, og, hvað verið er að tala um. Tilgangurinn með þessum pistli er þó líka og ekki síður, að vekja athygli á seinni hluta orðsendingar Bigga Óla. Af hverju skyldi hann, í leiðinni, vera að fárast yfir stjórnarfari hér, uppi á Íslandi, sem ég hef reyndar gert þúsund sinnum í flestum fjölmiðlum landsins!? Af hverju skyldi hann segja: „Ég kem aldrei til með að flytja aftur heim!“ Minn skilningur er sá, að Biggi Óli skynjar, að þeir, sem stjórnað hafa Íslandi síðustu ár og áratugi - þar sem Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa haft tögl og hagldir - séu nákvæmlega sams konar fólk, í grunninn sama fólkið, og þeir Bretar - og reyndar nokkrir Íslendingar, með Hjört J. framarlega í hópi - sem stóðu að og studdu Brexit í Bretlandi. Boris Johnson, Nigel Farage og kompaní börðust fyrir útgöngu Breta úr ESB með hálfsannleika, rangfærslum og ósannindum, sem aðal vopn og verkfæri, á sama hátt og andstæðingar ESB, Evru og Evrópu hér á Íslandi berjast gegn inngöngu Íslands í ESB. Þetta eru í pólitískum skilningi sömu hóparnir, og aðferðafræði, bardagaðferðir, eru svipaðar. Hálfsannleikur, útúrsnúningar, rangfærslur, ósannindi, og, þetta allt nógu oft sagt, endurtekið og tuggið, þar til ýmsir trúa. Aðferðafræði nasjónalsósíalista í Þýskandi upp úr 1930. Þar fór þessi aðferðafræði vel í marga, til að byrja með, en endaði svo með ósköpum. Hér hafa margir líka trúað því lengi og vel, undarlegt nokk, að baráttan gegn ESB og Evru sé hagsmunabarátta fyrir þjóðina alla, án þess að skilja falsið og blekkinguna, það, að hér gengur baráttan mest út á það, að tryggja og viðhalda gömlum sérhagsmunahópum völd; tryggja völd, sérhagsmuni og auðæfi fárra útvaldra á kostnað hagnsmuna heildarinnar. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Bretland Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og allir vel vakandi og fróðleiksfúsir lesendur hér á Vísi vita, birti ég grein með fyrirsögninni „Brexit og ný aðför þjóðernissinna og hægri öfgamanna að velferð og öryggi landsins“ hér á Vísis-vefnum í gær. Mér óþekktur Íslendingur, sem býr í Englandi, sendi mér stuttu eftir birtingu greinarinnar þessi skilaboð á Facebook: „Sæll Ole. Ég hef lesið pistlana þína og fylgst með ritdeilu þinni við Hjört. Ég bý í Englandi og hef verið þar undanfarin 14 ár. Ég vildi bara láta þig vita að þú hittir naglann algjörlega á höfuðið með grein þinni um Brexit og hægri öfgamennina. Það er með ólíkindum að lesa svör Hjartar sem getur einungis flaggað háskólagráðu í Evrópufræðum en hefur aldrei búið í Evrópulandi utan Íslands. Þú sérð hvernig Íslandi er stjórnað þegar þú fylgist með úr fjarlægð, það sjónarhorn færðu ekki nema með samanburði og þann samanburð færðu ekki nema þú prófir að búa erlendis. Ég kem aldrei til með að flytja aftur heim!“ Feitt letur og undirstrikanir eru mínar. Mér datt í hug, að lesendur hér hefðu áhuga á að vita af skoðun Íslendings, sem búsettur hefur verið lengi í Englandi og þekkir af eigin reynslu - hefur upplifað á eigin skinni - þá þróun mála og það ófremdarástand, sem upp hefur komið í Bretlandi og við höfum verið að fjalla um. Sjálfur bjó ég í 27 ár erlendis, mest í Þýzkalandi, eins hryggjarstykkja ESB, og fylgdist gjörla með allri þróun ESB-ríkjasambandsins, líka Evrunnar, líka Brexit, og það allt innanfrá, eins og fram hefur komið. Það er auðvitað gott, að fá svona staðfestingu á sinni greiningu og málflutningi, frá manni, sem veit nákvæmlega, hvað er að gerast, og, hvað verið er að tala um. Tilgangurinn með þessum pistli er þó líka og ekki síður, að vekja athygli á seinni hluta orðsendingar Bigga Óla. Af hverju skyldi hann, í leiðinni, vera að fárast yfir stjórnarfari hér, uppi á Íslandi, sem ég hef reyndar gert þúsund sinnum í flestum fjölmiðlum landsins!? Af hverju skyldi hann segja: „Ég kem aldrei til með að flytja aftur heim!“ Minn skilningur er sá, að Biggi Óli skynjar, að þeir, sem stjórnað hafa Íslandi síðustu ár og áratugi - þar sem Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa haft tögl og hagldir - séu nákvæmlega sams konar fólk, í grunninn sama fólkið, og þeir Bretar - og reyndar nokkrir Íslendingar, með Hjört J. framarlega í hópi - sem stóðu að og studdu Brexit í Bretlandi. Boris Johnson, Nigel Farage og kompaní börðust fyrir útgöngu Breta úr ESB með hálfsannleika, rangfærslum og ósannindum, sem aðal vopn og verkfæri, á sama hátt og andstæðingar ESB, Evru og Evrópu hér á Íslandi berjast gegn inngöngu Íslands í ESB. Þetta eru í pólitískum skilningi sömu hóparnir, og aðferðafræði, bardagaðferðir, eru svipaðar. Hálfsannleikur, útúrsnúningar, rangfærslur, ósannindi, og, þetta allt nógu oft sagt, endurtekið og tuggið, þar til ýmsir trúa. Aðferðafræði nasjónalsósíalista í Þýskandi upp úr 1930. Þar fór þessi aðferðafræði vel í marga, til að byrja með, en endaði svo með ósköpum. Hér hafa margir líka trúað því lengi og vel, undarlegt nokk, að baráttan gegn ESB og Evru sé hagsmunabarátta fyrir þjóðina alla, án þess að skilja falsið og blekkinguna, það, að hér gengur baráttan mest út á það, að tryggja og viðhalda gömlum sérhagsmunahópum völd; tryggja völd, sérhagsmuni og auðæfi fárra útvaldra á kostnað hagnsmuna heildarinnar. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar