Menntamál eru byggðajafnréttismál Álfhildur Leifsdóttir, Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og Sigríður Gísladóttir skrifa 13. ágúst 2024 19:01 Menntun er ekki einungis samfélagsmál heldur einnig forsenda þróunar og nýsköpunar hverrar þjóðar og þar skipta öll skólastig máli. Menntamál skipa stóran sess þegar kemur að hagsæld og velferð þjóðarinnar. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíð lagt áherslu á að vera með skýra menntastefnu sem er í stöðugri endurskoðun, enda þarf sífellt að aðlaga menntakerfið að ólíkum þörfum í fjölbreyttu samfélagi. Menntun á að vera aðgengileg öllum, óháð búsetu. Ef vilji er til þess að tryggja blómlega byggð á landinu öllu þarf að hlúa vel að hverjum einasta skóla landsins. Fjölbreytni og nýsköpun Áhersla á að vera á fjölbreytt námsframboð og nýsköpun þegar kemur að grunn- og framhaldsnámi. Iðnnám og sí- og endurmenntun skiptir fólk í hinum dreifðari byggðum miklu máli og er undirstaða byggðafestu og ekki síður mikilvæg þegar kemur að félagslegu réttlæti. Án fjölbreyttra menntunarmöguleika þrífst ungt fólk ekki í sinni heimabyggð og með tilheyrandi álagi og kostnaði fyrir fjölskyldur flykkist unga fólkið okkar á stóru þéttbýlisstaðina og ílengist jafnvel þar sem verður til þess að fámennari byggðir líða fyrir. Jákvæð upplifun úr barnæsku af skólagöngu er sem dæmi lykilforsenda þess að ungt fólk flytji aftur í heimabyggð og því mikilvægt að vel sé staðið að menntamálum um land allt. Það er að mörgu að hyggja hvað varðar nám að loknum grunnskóla og mikilvægt að tryggja fjölbreytta gæðamenntun í framhaldsskólum um land allt. Áherslan ætti að vera á menntun og skipulag sem heldur utan um einstaklinga og er styðjandi hvað varðar þroska og hæfileika hvers og eins. Það þarf að gera ungu fólki kleift að búa áfram heima ef svo ber undir eða tryggja aðgang að heimavist eða öðru búsetuúrræði kjósi þau nám sem krefst staðbundinnar viðveru í lengri eða skemmri tíma. Í framhaldsskólum þarf að vera fjölbreytt námsval hvort sem er í stað- eða fjarnámi, jafnvel í samvinnu við aðra skóla sem og í virku samstarfi við atvinnulífið ef um verknám er að ræða. Í stefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um menntamál segir meðal annars að tryggja þurfi jöfn tækifæri til menntunar óháð búsetu, þar sem sérstaklega þurfi að huga að aðgengi að iðn- og listnámi svo öll geti notið sín. Nám fyrir öll, óháð búsetu eða stöðu Gjörbreyta þarf viðhorfi og umhverfi háskólanáms og tryggja að mun fleiri námsleiðir séu í boði í fjarnámi enda mörg sem á landsbyggðunum búa sem þegar hafa stofnað heimili og jafnvel fjölskyldu og eiga því erfiðara um vik með að flytja til að stunda staðnám. Stefnan ætti að vera sú að allt nám sem er hægt að bjóða upp á í fjarnámi eigi að setja upp sem slíkt enda víða um land skortur á starfsfólki sem sinna grundvallarhlutverki í innviðum samfélagsins, svo sem leik- og grunnskólakennurum, lögregluþjónum, heilbrigðisstarfsfólki og félagsráðgjöfum. Efla þarf þekkingarsetur á minni stöðum, þar ætti að vera aðstaða fyrir fræðasetur og starfsfólk fyrirtækja sem fær að vinna í heimabyggð undir merkjum starfa án staðsetningar ásamt aðstöðu fyrir rannsóknir, lista- og menningarstarf. Á fræðasetrum ætti að vera hægt að halda utan um fjarnám nemenda á framhalds- og háskólastigi og í fullorðinsfræðslu. Þar getur myndast mikill þekkingarauður og kraftur sem skilar sér út í samfélagið á hverjum stað og eflir byggðir af öllum stærðum og gerðum. Fólk á að geta hafið nám hvenær sem er á lífsleiðinni óháð búsetu og yrði það stór liður í að hækka menntunarstig á landsbyggðunum en þá þarf að tryggja námsframboð, aðgengi að húsnæði og búnaði sem og nýsköpunar- og rannsóknarstyrkjum. Tæknin eykur tækifæri Lykilatriði er að tryggja fjölbreytt nám og fjölbreyttar leiðir til að stunda nám undir merkjum byggðajafnréttis og með hag alls samfélagsins að leiðarljósi. Með auknu aðgengi að námi fyrir öll stuðlum við að sjálfbæru samfélagi. Mikil tækifæri eru fólgin í notkun tækni í námi, því tækni ýtir bæði undir aukna möguleika við námsframboð og eflir kennsluhætti. Ásamt því er tæknin grundvöllur að fjar- og netnámi og er tímasparandi. Fjarnám gerir nefnilega þeim sem geta ekki mætt á staðinn kleift að stunda nám óháð staðsetningu og stuðlar þar meðal annars að félagslegu réttlæti fyrir íbúa í hinum dreifðari byggðum. Fjarnám dregur einnig úr ferðalögum, sóun á tíma og peningum og minnkar umhverfisáhrif og slysahættu. Ekki síst geta tæknilausnir og fjarnám mætt ólíkum þörfum nemenda, með tilliti til búsetu, veikinda, örorku eða fötlunar ásamt því að auka samskipti nemenda óháð búsetu. Þá eru háskólanemar á Íslandi gjarnan eldri en nemar í öðrum Evrópulöndum, oft búnir að koma sér fyrir og stofna fjölskyldu. Fjarnám getur þannig náð til breiðari nemendahóps og stuðlað að auknum tækifærum og möguleikum fólks til menntunar hvar og hvenær sem er um leið og það eykur menntunarstig landsins alls. Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur og grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og leikskólastjóri, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Sigríður Gísladóttir, dýralæknir og framhaldsskólakennari, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Vinstri græn Álfhildur Leifsdóttir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Menntun er ekki einungis samfélagsmál heldur einnig forsenda þróunar og nýsköpunar hverrar þjóðar og þar skipta öll skólastig máli. Menntamál skipa stóran sess þegar kemur að hagsæld og velferð þjóðarinnar. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíð lagt áherslu á að vera með skýra menntastefnu sem er í stöðugri endurskoðun, enda þarf sífellt að aðlaga menntakerfið að ólíkum þörfum í fjölbreyttu samfélagi. Menntun á að vera aðgengileg öllum, óháð búsetu. Ef vilji er til þess að tryggja blómlega byggð á landinu öllu þarf að hlúa vel að hverjum einasta skóla landsins. Fjölbreytni og nýsköpun Áhersla á að vera á fjölbreytt námsframboð og nýsköpun þegar kemur að grunn- og framhaldsnámi. Iðnnám og sí- og endurmenntun skiptir fólk í hinum dreifðari byggðum miklu máli og er undirstaða byggðafestu og ekki síður mikilvæg þegar kemur að félagslegu réttlæti. Án fjölbreyttra menntunarmöguleika þrífst ungt fólk ekki í sinni heimabyggð og með tilheyrandi álagi og kostnaði fyrir fjölskyldur flykkist unga fólkið okkar á stóru þéttbýlisstaðina og ílengist jafnvel þar sem verður til þess að fámennari byggðir líða fyrir. Jákvæð upplifun úr barnæsku af skólagöngu er sem dæmi lykilforsenda þess að ungt fólk flytji aftur í heimabyggð og því mikilvægt að vel sé staðið að menntamálum um land allt. Það er að mörgu að hyggja hvað varðar nám að loknum grunnskóla og mikilvægt að tryggja fjölbreytta gæðamenntun í framhaldsskólum um land allt. Áherslan ætti að vera á menntun og skipulag sem heldur utan um einstaklinga og er styðjandi hvað varðar þroska og hæfileika hvers og eins. Það þarf að gera ungu fólki kleift að búa áfram heima ef svo ber undir eða tryggja aðgang að heimavist eða öðru búsetuúrræði kjósi þau nám sem krefst staðbundinnar viðveru í lengri eða skemmri tíma. Í framhaldsskólum þarf að vera fjölbreytt námsval hvort sem er í stað- eða fjarnámi, jafnvel í samvinnu við aðra skóla sem og í virku samstarfi við atvinnulífið ef um verknám er að ræða. Í stefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um menntamál segir meðal annars að tryggja þurfi jöfn tækifæri til menntunar óháð búsetu, þar sem sérstaklega þurfi að huga að aðgengi að iðn- og listnámi svo öll geti notið sín. Nám fyrir öll, óháð búsetu eða stöðu Gjörbreyta þarf viðhorfi og umhverfi háskólanáms og tryggja að mun fleiri námsleiðir séu í boði í fjarnámi enda mörg sem á landsbyggðunum búa sem þegar hafa stofnað heimili og jafnvel fjölskyldu og eiga því erfiðara um vik með að flytja til að stunda staðnám. Stefnan ætti að vera sú að allt nám sem er hægt að bjóða upp á í fjarnámi eigi að setja upp sem slíkt enda víða um land skortur á starfsfólki sem sinna grundvallarhlutverki í innviðum samfélagsins, svo sem leik- og grunnskólakennurum, lögregluþjónum, heilbrigðisstarfsfólki og félagsráðgjöfum. Efla þarf þekkingarsetur á minni stöðum, þar ætti að vera aðstaða fyrir fræðasetur og starfsfólk fyrirtækja sem fær að vinna í heimabyggð undir merkjum starfa án staðsetningar ásamt aðstöðu fyrir rannsóknir, lista- og menningarstarf. Á fræðasetrum ætti að vera hægt að halda utan um fjarnám nemenda á framhalds- og háskólastigi og í fullorðinsfræðslu. Þar getur myndast mikill þekkingarauður og kraftur sem skilar sér út í samfélagið á hverjum stað og eflir byggðir af öllum stærðum og gerðum. Fólk á að geta hafið nám hvenær sem er á lífsleiðinni óháð búsetu og yrði það stór liður í að hækka menntunarstig á landsbyggðunum en þá þarf að tryggja námsframboð, aðgengi að húsnæði og búnaði sem og nýsköpunar- og rannsóknarstyrkjum. Tæknin eykur tækifæri Lykilatriði er að tryggja fjölbreytt nám og fjölbreyttar leiðir til að stunda nám undir merkjum byggðajafnréttis og með hag alls samfélagsins að leiðarljósi. Með auknu aðgengi að námi fyrir öll stuðlum við að sjálfbæru samfélagi. Mikil tækifæri eru fólgin í notkun tækni í námi, því tækni ýtir bæði undir aukna möguleika við námsframboð og eflir kennsluhætti. Ásamt því er tæknin grundvöllur að fjar- og netnámi og er tímasparandi. Fjarnám gerir nefnilega þeim sem geta ekki mætt á staðinn kleift að stunda nám óháð staðsetningu og stuðlar þar meðal annars að félagslegu réttlæti fyrir íbúa í hinum dreifðari byggðum. Fjarnám dregur einnig úr ferðalögum, sóun á tíma og peningum og minnkar umhverfisáhrif og slysahættu. Ekki síst geta tæknilausnir og fjarnám mætt ólíkum þörfum nemenda, með tilliti til búsetu, veikinda, örorku eða fötlunar ásamt því að auka samskipti nemenda óháð búsetu. Þá eru háskólanemar á Íslandi gjarnan eldri en nemar í öðrum Evrópulöndum, oft búnir að koma sér fyrir og stofna fjölskyldu. Fjarnám getur þannig náð til breiðari nemendahóps og stuðlað að auknum tækifærum og möguleikum fólks til menntunar hvar og hvenær sem er um leið og það eykur menntunarstig landsins alls. Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur og grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og leikskólastjóri, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Sigríður Gísladóttir, dýralæknir og framhaldsskólakennari, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun