Strandveiðar - stórlega styrktur atvinnuvegur Ingvar Þóroddsson skrifar 14. ágúst 2024 13:01 Höfundur hefur í sumar ekki orðið varhluta af umfjöllun um hinar svokölluðu strandveiðar og háværar kröfur um að aukið sé verulega við aflaheimildir sem úthlutað er til strandveiða, að þær skuli jafnvel bara gefnar alveg frjálsar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, brást við með því að bæta tvö þúsund tonnum af þorski við strandveiðipottinn, en þó er ekki við öðru að búast en að áfram verði krafist þess að sífellt stærri hluti heildaraflans verði úthlutað til strandveiða. Sjálfum hefur mér þótt umræðan vera nokkuð einhliða og þegar ýmsum fullyrðingum um að strandveiðar séu þjóðhagslega hagkvæmar er fleygt fram og ekki svarað, verður auðvelt fyrir stjórnmálamenn að slá sig upp til riddara með því að verða við þessum kröfum. Sjálfur er ég langt í frá sannfærður um ágæti þess og lít svo á að verið sé að fórna verðmætum í þágu styrkts atvinnuvegar sem strandveiðarnar svo sannarlega eru. Ríkisstyrkurinn Allar fiskveiðar innan íslensku lögsögunnar fara fram samkvæmt aflamarkskerfinu sem í daglegu máli er kallað kvótakerfið. Kjarni þess kerfis er að til að vernda fiskistofna frá ofveiði er settur leyfilegur hámarksafli fyrir allar helstu fisktegundir og þeir sem vilja veiða í atvinnuskyni verða að hafa til þess aflamark (kvóta). Þar sem fiskveiðar í þessu kerfi eru afar arðbærar er markaðsvirði þessa aflamarks hátt og hafa flestar útgerðir í kvótakerfinu keypt varanlegar aflaheimildir sem gefa þeim rétt á aflamarki á hverju fiskveiðiári. Strandveiðarnar aftur á móti eru utan kvótakerfisins og sjávarútvegsráðherra tekur áætlaðan strandveiðiafla út úr leyfilegum heildarafla hvers árs. Þetta aflamagn geta strandveiðibátar síðan veitt án þess að greiða sama kostnað við kvóta og aðilar í kvótakerfinu verða að gera. Þessi afsláttur frá venjulegum útgerðarkostnaði er því ekkert annað en styrkur til strandveiðiútgerðanna. Hversu hár er styrkurinn? Á yfirstandandi ári hefur sjávarútvegsráðherra ákveðið að taka 12 þúsund tonn af leyfilegum hámarksafla þorsks til handa strandveiðiflotans. Markaðsverð þorskaflamarks, einnig kallað leiguverð, hefur á yfirstandandi ári gjarnan verið á bilinu 400-500 krónur á kg, sem með öðrum orðum er sú upphæð sem hinn hluti flotans, sá sem veiðir innan aflamarkskerfisins, myndi vilja greiða fyrir eitt kg af þorskkvóta til viðbótar. Heimild til strandveiðiflotans að veiða 12 þúsund tonn af þorski án þess að hafa til þess aflamark samsvarar því rekstrarstyrk til þessa útgerðarforms upp á 4,8 til 6 milljarða króna. Hver borgar styrkinn? Þó um sé að ræða tvö kerfi þá höfum við bara einn hámarksafla til skiptanna sem ákvarðaður er með hliðsjón af ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Það segir sig því sjálft að ef aukið er við aflan sem ráðstafað er til strandveiða þá minnkar hlutdeild annarra útgerða á móti. Útgerða sem eru reiðubúnar að kaupa veiðiheimildir dýrum dómi einmitt vegna þess að þeim hefur tekist að byggja upp arðbærar einingar sem búa til mikil verðmæti úr þeim fisk sem veiddur er og með minni kostnaði en þeir aðilar sem á styrknum þurfa að halda. Samfélagið allt verður af verðmætum þegar aflaheimildir eru teknar út úr arðbæra hluta kerfisins og færðar annað, en það eru fyrst og fremst áhafnirnar á aflamarksskipunum og starfsmenn útgerðanna sem borga þorrann af styrknum til strandveiðanna. Sé miðað við að hlutur áhafnar í aflaverðmæti aflamarksskipanna sé um þriðjungur, er ekki fjarri lagi að tekjutap þeirra vegna strandveiðanna nemi a.m.k. tveimur milljörðum króna. Freistnivandi stjórnmálamannanna Þar sem þorrinn af styrknum til strandveiðanna er greiddur af öðrum útgerðarformum en ekki beint úr ríkissjóði fá stjórnmálamenn þetta prýðisfína tækifæri til að skora ódýr stig með því að hygla háværum sérhagsmunahópum á kostnað annarra skattgreiðenda, í þessu tilfelli útgerða í aflmarkskerfinu og þeirra starfsmanna. Okkur Íslendingum hefur lukkast til að byggja upp háþróaðan og tæknivæddan sjávarútveg sem skilar umtalsverðum verðmætum í þjóðarbúið í stað þess að vera ríkisstyrktur atvinnuvegur. Við megum ekki taka því sem sjálfsögðum hlut og í blindni taka skref til baka í átt að þeirri stöðu sem gerði það nauðsynlegt að koma á aflamarkskerfi til að byrja með. Ef umræðan fær áfram að einskorðast við nostalgískt lof um ágæti smábáta og handfæraveiða er ekki annars að vænta en að hlutdeild strandveiðanna í leyfilegum þorskafla einfaldlega haldi áfram að vaxa, sérhagsmunahópnum til mikillar ánægju en landi og þjóð til óheilla. Höfundur kennir í framhaldsskóla og er áhugamaður um ýmislegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Ingvar Þóroddsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Höfundur hefur í sumar ekki orðið varhluta af umfjöllun um hinar svokölluðu strandveiðar og háværar kröfur um að aukið sé verulega við aflaheimildir sem úthlutað er til strandveiða, að þær skuli jafnvel bara gefnar alveg frjálsar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, brást við með því að bæta tvö þúsund tonnum af þorski við strandveiðipottinn, en þó er ekki við öðru að búast en að áfram verði krafist þess að sífellt stærri hluti heildaraflans verði úthlutað til strandveiða. Sjálfum hefur mér þótt umræðan vera nokkuð einhliða og þegar ýmsum fullyrðingum um að strandveiðar séu þjóðhagslega hagkvæmar er fleygt fram og ekki svarað, verður auðvelt fyrir stjórnmálamenn að slá sig upp til riddara með því að verða við þessum kröfum. Sjálfur er ég langt í frá sannfærður um ágæti þess og lít svo á að verið sé að fórna verðmætum í þágu styrkts atvinnuvegar sem strandveiðarnar svo sannarlega eru. Ríkisstyrkurinn Allar fiskveiðar innan íslensku lögsögunnar fara fram samkvæmt aflamarkskerfinu sem í daglegu máli er kallað kvótakerfið. Kjarni þess kerfis er að til að vernda fiskistofna frá ofveiði er settur leyfilegur hámarksafli fyrir allar helstu fisktegundir og þeir sem vilja veiða í atvinnuskyni verða að hafa til þess aflamark (kvóta). Þar sem fiskveiðar í þessu kerfi eru afar arðbærar er markaðsvirði þessa aflamarks hátt og hafa flestar útgerðir í kvótakerfinu keypt varanlegar aflaheimildir sem gefa þeim rétt á aflamarki á hverju fiskveiðiári. Strandveiðarnar aftur á móti eru utan kvótakerfisins og sjávarútvegsráðherra tekur áætlaðan strandveiðiafla út úr leyfilegum heildarafla hvers árs. Þetta aflamagn geta strandveiðibátar síðan veitt án þess að greiða sama kostnað við kvóta og aðilar í kvótakerfinu verða að gera. Þessi afsláttur frá venjulegum útgerðarkostnaði er því ekkert annað en styrkur til strandveiðiútgerðanna. Hversu hár er styrkurinn? Á yfirstandandi ári hefur sjávarútvegsráðherra ákveðið að taka 12 þúsund tonn af leyfilegum hámarksafla þorsks til handa strandveiðiflotans. Markaðsverð þorskaflamarks, einnig kallað leiguverð, hefur á yfirstandandi ári gjarnan verið á bilinu 400-500 krónur á kg, sem með öðrum orðum er sú upphæð sem hinn hluti flotans, sá sem veiðir innan aflamarkskerfisins, myndi vilja greiða fyrir eitt kg af þorskkvóta til viðbótar. Heimild til strandveiðiflotans að veiða 12 þúsund tonn af þorski án þess að hafa til þess aflamark samsvarar því rekstrarstyrk til þessa útgerðarforms upp á 4,8 til 6 milljarða króna. Hver borgar styrkinn? Þó um sé að ræða tvö kerfi þá höfum við bara einn hámarksafla til skiptanna sem ákvarðaður er með hliðsjón af ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Það segir sig því sjálft að ef aukið er við aflan sem ráðstafað er til strandveiða þá minnkar hlutdeild annarra útgerða á móti. Útgerða sem eru reiðubúnar að kaupa veiðiheimildir dýrum dómi einmitt vegna þess að þeim hefur tekist að byggja upp arðbærar einingar sem búa til mikil verðmæti úr þeim fisk sem veiddur er og með minni kostnaði en þeir aðilar sem á styrknum þurfa að halda. Samfélagið allt verður af verðmætum þegar aflaheimildir eru teknar út úr arðbæra hluta kerfisins og færðar annað, en það eru fyrst og fremst áhafnirnar á aflamarksskipunum og starfsmenn útgerðanna sem borga þorrann af styrknum til strandveiðanna. Sé miðað við að hlutur áhafnar í aflaverðmæti aflamarksskipanna sé um þriðjungur, er ekki fjarri lagi að tekjutap þeirra vegna strandveiðanna nemi a.m.k. tveimur milljörðum króna. Freistnivandi stjórnmálamannanna Þar sem þorrinn af styrknum til strandveiðanna er greiddur af öðrum útgerðarformum en ekki beint úr ríkissjóði fá stjórnmálamenn þetta prýðisfína tækifæri til að skora ódýr stig með því að hygla háværum sérhagsmunahópum á kostnað annarra skattgreiðenda, í þessu tilfelli útgerða í aflmarkskerfinu og þeirra starfsmanna. Okkur Íslendingum hefur lukkast til að byggja upp háþróaðan og tæknivæddan sjávarútveg sem skilar umtalsverðum verðmætum í þjóðarbúið í stað þess að vera ríkisstyrktur atvinnuvegur. Við megum ekki taka því sem sjálfsögðum hlut og í blindni taka skref til baka í átt að þeirri stöðu sem gerði það nauðsynlegt að koma á aflamarkskerfi til að byrja með. Ef umræðan fær áfram að einskorðast við nostalgískt lof um ágæti smábáta og handfæraveiða er ekki annars að vænta en að hlutdeild strandveiðanna í leyfilegum þorskafla einfaldlega haldi áfram að vaxa, sérhagsmunahópnum til mikillar ánægju en landi og þjóð til óheilla. Höfundur kennir í framhaldsskóla og er áhugamaður um ýmislegt.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun