Þetta reddast eða hvað? Marinó G. Njálsson skrifar 15. ágúst 2024 23:30 Frasinn í yfirskrift greinarinnar er ákaflega mikið notaður, meðvitað og ómeðvitað, í íslensku þjóðfélagi og hafa nokkrar greinar birst með sömu eða svipaðri yfirskrift síðustu vikur og mánuði. Ekki er hlustað á varnaðarorð eða ábendingar, vegna þess að þetta kemur ekki frá réttum aðila, telst vera óþarf kvabb, fyrir hendi er skortur á framsýni og víðsýni eða að einhver annar á að borga. Þegar kemur að ógnum og áhættum í umhverfinu, þá hefur mikið verið gert undanfarna áratugi.Snjóflóðavarnir eru loksins fyrir hendi á mörgum stöðum og hafa án vafa bjargað mannslífum. Það var hins vegar ekki fyrr en fjölmargir létust í mjög mannskæðum snjóflóðum á Vestfjörðum. Rúmlega tveimur áratugum fyrr höfðu mannskæð snjóflóð fallið á Neskaupstað, en þau urðu ekki til þess að gripið yrði til aðgerða. Margt hefur breyst frá því þessi snjóflóð féllu, en hve mörg sveitarfélög, þéttbýlisstaðir, mikilvægar stofnanir eða mikilvægir innviðir hafa framkvæmt hjá sér áhættumat til að greina hvað gæti farið úrskeiðis og skilja áfallaþol sitt? Slík vinna fór af stað fyrir nokkrum árum, en miðað við það sem ég hef hlerað, þá vantar mikið upp á að verkinu sé lokið. Í á annan áratug, hef ég dundað mér við að skoða ógnir og áhættur á Íslandi. Bæði af þráhyggju og einskærum áhuga. Byggt á því mat ég t.d. vissa hættu á, að hraun gæti runnið yfir heitavatnslögn milli Svartsengis og Njarðvíkur kæmi til eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni. Birti ég þá aðvörun í grein haustið 2020, þ.e. tæplega þremur og hálfu ári áður en hraunstraumur tók lögnina í sundur, en haustið 2020 leit jafnvel út fyrir að eldgos myndi hefjast þar. Engum ber svo sem skylda til að lesa mín skrif og því virtist þessi aðvörun hafa farið fyrir ofan garð og neðan. Þekking mín á svæðinu byggir hins vegar á áhættumati sem ég gerði fyrir um 20 árum vegna Schengen-upplýsingakerfisins. Þetta dundur mitt hefur skilað sér í nokkuð stóru skjali, þar sem ég hef reynt að meta helstu ógnir og áhættuþætti hjá öllum sveitarfélögum landsins. Skipti ég hverju sveitarfélagi upp í þéttbýliskjarna (geta verið margir innan hvers), dreifbýli og þar sem við á óbyggðir, eitthvað um 130 svæði. Hef ég auk þess skilgreint vel yfir 100 ógnir eða áhættuþætti og loks reynt að meta á skalanum 0 til 5 áhrif sem það hefði á hvert svæði fyrir sig, raungerðust þessar ógnir eða áhættuþættir. Ég þekki hvert svæði misjafnlega vel, eða eigum við frekar að segja, misjafnlega illa, en svo vill til að ég hef unnið einfalt áhættumat fyrir nánast alla grunnskóla og leikskóla á landinu í tengslum við persónuvernd og það er með ólíkindum hve mikið af ógnum og áhættuþáttum sem tengdust því, eiga við sveitarfélögin almennt. En að fyrirsögninni.Það getur vel verið að hlutirnir reddist, en þegar kemur að lífi, limum, velferð og lífsgæðum íbúanna, þá er það ekki nóg. Vegalengd sem íbúar þurfa að ferðast til að komast í lyfjabúð, heilsugæslu eða sjúkrahús skiptir máli. Það getur verið að þetta gangi allt upp yfir sumartímann, en getur verið lífshættulegt yfir vetrartímann. Hvernig bregst sveitarfélag við, ef loka þarf leikskóla eða grunnskóla til lengri tíma?Er húsnæðisskortur að hamla framþróun atvinnulífsins og hefur það verið metið? Hve háð eru sveitarfélögin grunninnviðum? Hver er staða þeirra? Hvert er lengsta þolanlega þjónusturof mikilvægra innviða áður en neyðarástand skapast? Hafi einhverjir sveitastjórnarmenn áhuga á þessum vangaveltum mínum, þá er ég til í að eiga við þá samtal. Höfundur er sérfræðingur í áhættustjórnun, öryggisstjórnun og persónuvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos og jarðhræringar Snjóflóð á Íslandi Marinó G. Njálsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Frasinn í yfirskrift greinarinnar er ákaflega mikið notaður, meðvitað og ómeðvitað, í íslensku þjóðfélagi og hafa nokkrar greinar birst með sömu eða svipaðri yfirskrift síðustu vikur og mánuði. Ekki er hlustað á varnaðarorð eða ábendingar, vegna þess að þetta kemur ekki frá réttum aðila, telst vera óþarf kvabb, fyrir hendi er skortur á framsýni og víðsýni eða að einhver annar á að borga. Þegar kemur að ógnum og áhættum í umhverfinu, þá hefur mikið verið gert undanfarna áratugi.Snjóflóðavarnir eru loksins fyrir hendi á mörgum stöðum og hafa án vafa bjargað mannslífum. Það var hins vegar ekki fyrr en fjölmargir létust í mjög mannskæðum snjóflóðum á Vestfjörðum. Rúmlega tveimur áratugum fyrr höfðu mannskæð snjóflóð fallið á Neskaupstað, en þau urðu ekki til þess að gripið yrði til aðgerða. Margt hefur breyst frá því þessi snjóflóð féllu, en hve mörg sveitarfélög, þéttbýlisstaðir, mikilvægar stofnanir eða mikilvægir innviðir hafa framkvæmt hjá sér áhættumat til að greina hvað gæti farið úrskeiðis og skilja áfallaþol sitt? Slík vinna fór af stað fyrir nokkrum árum, en miðað við það sem ég hef hlerað, þá vantar mikið upp á að verkinu sé lokið. Í á annan áratug, hef ég dundað mér við að skoða ógnir og áhættur á Íslandi. Bæði af þráhyggju og einskærum áhuga. Byggt á því mat ég t.d. vissa hættu á, að hraun gæti runnið yfir heitavatnslögn milli Svartsengis og Njarðvíkur kæmi til eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni. Birti ég þá aðvörun í grein haustið 2020, þ.e. tæplega þremur og hálfu ári áður en hraunstraumur tók lögnina í sundur, en haustið 2020 leit jafnvel út fyrir að eldgos myndi hefjast þar. Engum ber svo sem skylda til að lesa mín skrif og því virtist þessi aðvörun hafa farið fyrir ofan garð og neðan. Þekking mín á svæðinu byggir hins vegar á áhættumati sem ég gerði fyrir um 20 árum vegna Schengen-upplýsingakerfisins. Þetta dundur mitt hefur skilað sér í nokkuð stóru skjali, þar sem ég hef reynt að meta helstu ógnir og áhættuþætti hjá öllum sveitarfélögum landsins. Skipti ég hverju sveitarfélagi upp í þéttbýliskjarna (geta verið margir innan hvers), dreifbýli og þar sem við á óbyggðir, eitthvað um 130 svæði. Hef ég auk þess skilgreint vel yfir 100 ógnir eða áhættuþætti og loks reynt að meta á skalanum 0 til 5 áhrif sem það hefði á hvert svæði fyrir sig, raungerðust þessar ógnir eða áhættuþættir. Ég þekki hvert svæði misjafnlega vel, eða eigum við frekar að segja, misjafnlega illa, en svo vill til að ég hef unnið einfalt áhættumat fyrir nánast alla grunnskóla og leikskóla á landinu í tengslum við persónuvernd og það er með ólíkindum hve mikið af ógnum og áhættuþáttum sem tengdust því, eiga við sveitarfélögin almennt. En að fyrirsögninni.Það getur vel verið að hlutirnir reddist, en þegar kemur að lífi, limum, velferð og lífsgæðum íbúanna, þá er það ekki nóg. Vegalengd sem íbúar þurfa að ferðast til að komast í lyfjabúð, heilsugæslu eða sjúkrahús skiptir máli. Það getur verið að þetta gangi allt upp yfir sumartímann, en getur verið lífshættulegt yfir vetrartímann. Hvernig bregst sveitarfélag við, ef loka þarf leikskóla eða grunnskóla til lengri tíma?Er húsnæðisskortur að hamla framþróun atvinnulífsins og hefur það verið metið? Hve háð eru sveitarfélögin grunninnviðum? Hver er staða þeirra? Hvert er lengsta þolanlega þjónusturof mikilvægra innviða áður en neyðarástand skapast? Hafi einhverjir sveitastjórnarmenn áhuga á þessum vangaveltum mínum, þá er ég til í að eiga við þá samtal. Höfundur er sérfræðingur í áhættustjórnun, öryggisstjórnun og persónuvernd.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun