Trump gerði lítið úr æðstu heiðursorðu bandarískra hermanna Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2024 11:51 Trump þegar hann sæmdi Miriam Adelson frelsisorðu forseta árið 2018. Adelson var eiginkona milljarðamæringings Sheldon Adelson sem styrkti framboð Trump. Vísir/EPA Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, lýsti heiðursorðu sem hann sæmdi fjárhagslegan bakhjarl sinn sem betri en æðstu heiðursorðu sem bandarískir hermenn geta hlotið. Hermenn fá orðuna fyrir að hætta lífi sínu við hetjudáðir í stríði. Ummælin lét Trump falla á viðburði í golfklúbbi sínum í New Jersey í gær eftir að Miriam Adelson kynnti hann. Adelson er ekkja Sheldons Adelson, milljarðamærings sem styrkti framboð Trump til forseta. Trump sæmdi Miriam Adelson frelsisorðu Bandaríkjaforseta (e. Presidential Medal of Freedom), æðstu borgaralegu heiðursorðu Bandaríkjanna, árið 2018. „Þetta eru æðstu verðlaun sem þú getur fengið sem óbreyttur borgari. Þetta jafnast á við heiðursorði þingsins. En borgaralega útgáfun er í rauninni miklu betri því allir sem fá heiðursorðu þingsins eru hermenn. Þeir eru annað hvort mjög illa haldnir vegna þess að þeir hafa orðið fyrir svo mörgum byssukúlum eða þeir eru dauðir,“ sagði Trump. „Hún fékk hana og hún er heilbrigð, falleg kona, og þær eru lagðar að jöfnu,“ hélt Trump áfram um samanburðinn á milli borgaralegu heiðursorðunnar og þeirrar sem er veitt hermönnum fyrir þrekvirki á vígvellinum. Trump: When we gave her the Presidential Medal of Freedom… It’s the equivalent of the Congressional Medal of Honor— it’s actually much better because everyone who gets the Congressional Medal, they’re soldiers. They’re either in very bad shape because they’ve been hit so many… pic.twitter.com/a766KxAC2e— Acyn (@Acyn) August 16, 2024 Veitt fyrir að hætta lífi og limum til að bjarga öðrum Heiðursorðan (e. Medal of Honor) sem Trump vísaði til sem heiðursorðu þingsins eru veitt hermönnum fyrir hugumprýði og óttaleysi sem stefnir lífi þeirra sjálfra í hættu og er umfram það sem skyldan býður þeim. NBC-fréttastofan segir að þeir sem hljóta orðuna verði að hafa barist á vígvellinum fyrir hönd Bandaríkjanna gegn erlendum óvini en engar kröfur séu um að orðuhafar særist í stríði. Alls hafa 3.519 hermenn hlotið heiðursorðuna frá árinu 1861, þar á meðal 472 í síðari heimsstyrjöldinni. Sextíu heiðursorðuhafar eru enn á lífi. Á meðal þeirra hetjudáða sem orðuhafar hafa verið heiðraðir fyrir er að hætta lífi sínu til þess að bjarga félögum eða óbeyttum borgurum. Miriam Adelson hlaut frelsisorðu forseta fyrir störf sín sem læknir og fjáröflun fyrir meðferðarstöðvar við fíknivanda. Kallaði fallna hermenn „flón“ og „minnipokamenn“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump gerir lítið úr bandarískum hermönnum. Þegar hann heimsótti Frakkland til þess að minnast þess að öld væri liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar er hann sagður hafa lýst föllnum bandarískum hermönnum sem „flónum“ og „minnipokamönnum“. Hann neitaði að vitja grafreits bandarískra hermanna í heimsókninni. John Kelly, skrifstofustjóri Hvíta hússins á seinni hluta kjörtímabils Trump sem forseta, staðfesti síðar að Trump hefði látið slík ummæli falla. Forsetinn hefði heldur ekki viljað láta sjást með hermönnum sem höfð misst útlimi vegna þess að það liti illa út fyrir hann. Trump komst sjálfur ítrekað hjá herkvaðningu í Víetnamstríðinu, meðal annars með læknisvottorði vegna hælbeinsspora. Sjálfur lýsti hann því síðar að hans „Víetnam“ hefði verið að komast hjá kynsjúkdómum þegar hann var einhleypur í New York á 10. áratugnum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hernaður Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Ummælin lét Trump falla á viðburði í golfklúbbi sínum í New Jersey í gær eftir að Miriam Adelson kynnti hann. Adelson er ekkja Sheldons Adelson, milljarðamærings sem styrkti framboð Trump til forseta. Trump sæmdi Miriam Adelson frelsisorðu Bandaríkjaforseta (e. Presidential Medal of Freedom), æðstu borgaralegu heiðursorðu Bandaríkjanna, árið 2018. „Þetta eru æðstu verðlaun sem þú getur fengið sem óbreyttur borgari. Þetta jafnast á við heiðursorði þingsins. En borgaralega útgáfun er í rauninni miklu betri því allir sem fá heiðursorðu þingsins eru hermenn. Þeir eru annað hvort mjög illa haldnir vegna þess að þeir hafa orðið fyrir svo mörgum byssukúlum eða þeir eru dauðir,“ sagði Trump. „Hún fékk hana og hún er heilbrigð, falleg kona, og þær eru lagðar að jöfnu,“ hélt Trump áfram um samanburðinn á milli borgaralegu heiðursorðunnar og þeirrar sem er veitt hermönnum fyrir þrekvirki á vígvellinum. Trump: When we gave her the Presidential Medal of Freedom… It’s the equivalent of the Congressional Medal of Honor— it’s actually much better because everyone who gets the Congressional Medal, they’re soldiers. They’re either in very bad shape because they’ve been hit so many… pic.twitter.com/a766KxAC2e— Acyn (@Acyn) August 16, 2024 Veitt fyrir að hætta lífi og limum til að bjarga öðrum Heiðursorðan (e. Medal of Honor) sem Trump vísaði til sem heiðursorðu þingsins eru veitt hermönnum fyrir hugumprýði og óttaleysi sem stefnir lífi þeirra sjálfra í hættu og er umfram það sem skyldan býður þeim. NBC-fréttastofan segir að þeir sem hljóta orðuna verði að hafa barist á vígvellinum fyrir hönd Bandaríkjanna gegn erlendum óvini en engar kröfur séu um að orðuhafar særist í stríði. Alls hafa 3.519 hermenn hlotið heiðursorðuna frá árinu 1861, þar á meðal 472 í síðari heimsstyrjöldinni. Sextíu heiðursorðuhafar eru enn á lífi. Á meðal þeirra hetjudáða sem orðuhafar hafa verið heiðraðir fyrir er að hætta lífi sínu til þess að bjarga félögum eða óbeyttum borgurum. Miriam Adelson hlaut frelsisorðu forseta fyrir störf sín sem læknir og fjáröflun fyrir meðferðarstöðvar við fíknivanda. Kallaði fallna hermenn „flón“ og „minnipokamenn“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump gerir lítið úr bandarískum hermönnum. Þegar hann heimsótti Frakkland til þess að minnast þess að öld væri liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar er hann sagður hafa lýst föllnum bandarískum hermönnum sem „flónum“ og „minnipokamönnum“. Hann neitaði að vitja grafreits bandarískra hermanna í heimsókninni. John Kelly, skrifstofustjóri Hvíta hússins á seinni hluta kjörtímabils Trump sem forseta, staðfesti síðar að Trump hefði látið slík ummæli falla. Forsetinn hefði heldur ekki viljað láta sjást með hermönnum sem höfð misst útlimi vegna þess að það liti illa út fyrir hann. Trump komst sjálfur ítrekað hjá herkvaðningu í Víetnamstríðinu, meðal annars með læknisvottorði vegna hælbeinsspora. Sjálfur lýsti hann því síðar að hans „Víetnam“ hefði verið að komast hjá kynsjúkdómum þegar hann var einhleypur í New York á 10. áratugnum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hernaður Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira