Stjórnarformanns Morgan Stanley saknað eftir snekkjuslysið Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 08:56 Björgunarbátar aðstoða við leitina að snekkjunni Bayesian undan ströndum Sikileyjar í morgun. Leitin hófst aftur um klukkan hálf sjö að staðartíma. AP/Salvatore Cavalli Leit að sex manns sem er enn saknað eftir að lystisnekkja sökk rétt utan við Sikiley í gær hélt áfram í morgun. Á meðal þeirra sem er saknað er stjórnarformaður fjármálarisans Morgan Stanley International og eiginkona hans. Talið er að lík þeirra sem er saknað séu föst í flaki snekkjunnar Bayesian á um fimmtíu metra dýpi á hafsbotninum. Eitt lík fannst við flakið í gær. Fimmtán manns af 22 sem voru um borð var bjargað, þar á meðal ársgamalli stúlku og móður hennar. Nú hefur verið greint frá því að Jonathan Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley International, og Judy eiginkona hans séu á meðal þeirra sex sem eru talin af. Talsmaður bankans segir stjórnendur hans í áfalli yfir harmleiknum og að hugur þeirra sé hjá fjölskyldu Bloomer. Áður hafði verið greint frá því að Mike Lynch, bresks milljarðamærings, væri saknað en átján ára gömul dóttir hans er nú einnig sögð á meðal þeirra sem hafa ekki fundist. Eiginkona Lynch, sem eru skráður eigandi félagsins sem á snekkjuna, komst lífs af. Maðurinn sem fannst látinn í gær hefur ekki verið nafngreindur en ítalska strandgæslan segir að hann hafi verið skipskokkurinn. Tólf farþegar og tíu manna áhöfn var um borð í snekkjunni. Fögnuðu sýknu bresks milljarðamærings í fjársvikamáli Svo virðist sem fólkið um borð í snekkjunni hafi verið að fagna því að Lynch var sýknaðir af ákæru um fjársvik í tengslum við yfirtöku tæknirisans Hewlett Packard á fyrirtæki hans í Bandaríkjunum í júní. AP-fréttastofan segir að í hópnum hafi verið fólk sem stóð með Lynch í gegnum lagaflækjurnar sem stóðu í fjölda ára. Á meðal þeirra sem er saknað er Christopher Morvillo, einn lögmanna Lynch, og eiginkona hans. Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley, bar vitni við réttarhöldin yfir Lynch. Stephen Chamberlain, fyrrverandi varaforseti fyrirtækis Lynch sem var ákærður með honum, lést þegar bíl var ekið á hann þar sem hann var að hlaupa í Cambridge-skíri á Englandi á laugardag. Mike Lynch við dómshús í San Francisco í mars. Hann var ákærður fyrir að ýkja verðmæti hugbúnaðarfyrirtækisins Autonomy sem hann seldi Hewlett Packard.AP/Michael Liedtke Erfitt að leita á svo miklu dýpi Enn er nokkuð óljóst hvað grandaði snekkjunni sem er 56 metra löng og með rúmlega sjötíu metra hátt mastur, eitt það hæsta í heimi fyrir fley af þessari gerð. Sjónarvottar og almanavarnayfirvöld hafa sagt að snekkjan kunni að hafa orðið fyrir skýstrók en stormur geisaði við Sikiley þegar hún sökk, aðeins um sjö hundruð metrum fyrir utan hafnarbæinn Porticello snemma morguns í gær. Leitin í flakinu hefur reynst erfið á slíku dýpi sem takmarkar hversu lengi kafarar geta leitað. Þá hefur þeim ekki tekist að leita í brú snekkjunnar vegna húsgagna sem loka leiðinni að henni. Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Talið er að lík þeirra sem er saknað séu föst í flaki snekkjunnar Bayesian á um fimmtíu metra dýpi á hafsbotninum. Eitt lík fannst við flakið í gær. Fimmtán manns af 22 sem voru um borð var bjargað, þar á meðal ársgamalli stúlku og móður hennar. Nú hefur verið greint frá því að Jonathan Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley International, og Judy eiginkona hans séu á meðal þeirra sex sem eru talin af. Talsmaður bankans segir stjórnendur hans í áfalli yfir harmleiknum og að hugur þeirra sé hjá fjölskyldu Bloomer. Áður hafði verið greint frá því að Mike Lynch, bresks milljarðamærings, væri saknað en átján ára gömul dóttir hans er nú einnig sögð á meðal þeirra sem hafa ekki fundist. Eiginkona Lynch, sem eru skráður eigandi félagsins sem á snekkjuna, komst lífs af. Maðurinn sem fannst látinn í gær hefur ekki verið nafngreindur en ítalska strandgæslan segir að hann hafi verið skipskokkurinn. Tólf farþegar og tíu manna áhöfn var um borð í snekkjunni. Fögnuðu sýknu bresks milljarðamærings í fjársvikamáli Svo virðist sem fólkið um borð í snekkjunni hafi verið að fagna því að Lynch var sýknaðir af ákæru um fjársvik í tengslum við yfirtöku tæknirisans Hewlett Packard á fyrirtæki hans í Bandaríkjunum í júní. AP-fréttastofan segir að í hópnum hafi verið fólk sem stóð með Lynch í gegnum lagaflækjurnar sem stóðu í fjölda ára. Á meðal þeirra sem er saknað er Christopher Morvillo, einn lögmanna Lynch, og eiginkona hans. Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley, bar vitni við réttarhöldin yfir Lynch. Stephen Chamberlain, fyrrverandi varaforseti fyrirtækis Lynch sem var ákærður með honum, lést þegar bíl var ekið á hann þar sem hann var að hlaupa í Cambridge-skíri á Englandi á laugardag. Mike Lynch við dómshús í San Francisco í mars. Hann var ákærður fyrir að ýkja verðmæti hugbúnaðarfyrirtækisins Autonomy sem hann seldi Hewlett Packard.AP/Michael Liedtke Erfitt að leita á svo miklu dýpi Enn er nokkuð óljóst hvað grandaði snekkjunni sem er 56 metra löng og með rúmlega sjötíu metra hátt mastur, eitt það hæsta í heimi fyrir fley af þessari gerð. Sjónarvottar og almanavarnayfirvöld hafa sagt að snekkjan kunni að hafa orðið fyrir skýstrók en stormur geisaði við Sikiley þegar hún sökk, aðeins um sjö hundruð metrum fyrir utan hafnarbæinn Porticello snemma morguns í gær. Leitin í flakinu hefur reynst erfið á slíku dýpi sem takmarkar hversu lengi kafarar geta leitað. Þá hefur þeim ekki tekist að leita í brú snekkjunnar vegna húsgagna sem loka leiðinni að henni.
Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13