Stjórnarformanns Morgan Stanley saknað eftir snekkjuslysið Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 08:56 Björgunarbátar aðstoða við leitina að snekkjunni Bayesian undan ströndum Sikileyjar í morgun. Leitin hófst aftur um klukkan hálf sjö að staðartíma. AP/Salvatore Cavalli Leit að sex manns sem er enn saknað eftir að lystisnekkja sökk rétt utan við Sikiley í gær hélt áfram í morgun. Á meðal þeirra sem er saknað er stjórnarformaður fjármálarisans Morgan Stanley International og eiginkona hans. Talið er að lík þeirra sem er saknað séu föst í flaki snekkjunnar Bayesian á um fimmtíu metra dýpi á hafsbotninum. Eitt lík fannst við flakið í gær. Fimmtán manns af 22 sem voru um borð var bjargað, þar á meðal ársgamalli stúlku og móður hennar. Nú hefur verið greint frá því að Jonathan Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley International, og Judy eiginkona hans séu á meðal þeirra sex sem eru talin af. Talsmaður bankans segir stjórnendur hans í áfalli yfir harmleiknum og að hugur þeirra sé hjá fjölskyldu Bloomer. Áður hafði verið greint frá því að Mike Lynch, bresks milljarðamærings, væri saknað en átján ára gömul dóttir hans er nú einnig sögð á meðal þeirra sem hafa ekki fundist. Eiginkona Lynch, sem eru skráður eigandi félagsins sem á snekkjuna, komst lífs af. Maðurinn sem fannst látinn í gær hefur ekki verið nafngreindur en ítalska strandgæslan segir að hann hafi verið skipskokkurinn. Tólf farþegar og tíu manna áhöfn var um borð í snekkjunni. Fögnuðu sýknu bresks milljarðamærings í fjársvikamáli Svo virðist sem fólkið um borð í snekkjunni hafi verið að fagna því að Lynch var sýknaðir af ákæru um fjársvik í tengslum við yfirtöku tæknirisans Hewlett Packard á fyrirtæki hans í Bandaríkjunum í júní. AP-fréttastofan segir að í hópnum hafi verið fólk sem stóð með Lynch í gegnum lagaflækjurnar sem stóðu í fjölda ára. Á meðal þeirra sem er saknað er Christopher Morvillo, einn lögmanna Lynch, og eiginkona hans. Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley, bar vitni við réttarhöldin yfir Lynch. Stephen Chamberlain, fyrrverandi varaforseti fyrirtækis Lynch sem var ákærður með honum, lést þegar bíl var ekið á hann þar sem hann var að hlaupa í Cambridge-skíri á Englandi á laugardag. Mike Lynch við dómshús í San Francisco í mars. Hann var ákærður fyrir að ýkja verðmæti hugbúnaðarfyrirtækisins Autonomy sem hann seldi Hewlett Packard.AP/Michael Liedtke Erfitt að leita á svo miklu dýpi Enn er nokkuð óljóst hvað grandaði snekkjunni sem er 56 metra löng og með rúmlega sjötíu metra hátt mastur, eitt það hæsta í heimi fyrir fley af þessari gerð. Sjónarvottar og almanavarnayfirvöld hafa sagt að snekkjan kunni að hafa orðið fyrir skýstrók en stormur geisaði við Sikiley þegar hún sökk, aðeins um sjö hundruð metrum fyrir utan hafnarbæinn Porticello snemma morguns í gær. Leitin í flakinu hefur reynst erfið á slíku dýpi sem takmarkar hversu lengi kafarar geta leitað. Þá hefur þeim ekki tekist að leita í brú snekkjunnar vegna húsgagna sem loka leiðinni að henni. Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Talið er að lík þeirra sem er saknað séu föst í flaki snekkjunnar Bayesian á um fimmtíu metra dýpi á hafsbotninum. Eitt lík fannst við flakið í gær. Fimmtán manns af 22 sem voru um borð var bjargað, þar á meðal ársgamalli stúlku og móður hennar. Nú hefur verið greint frá því að Jonathan Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley International, og Judy eiginkona hans séu á meðal þeirra sex sem eru talin af. Talsmaður bankans segir stjórnendur hans í áfalli yfir harmleiknum og að hugur þeirra sé hjá fjölskyldu Bloomer. Áður hafði verið greint frá því að Mike Lynch, bresks milljarðamærings, væri saknað en átján ára gömul dóttir hans er nú einnig sögð á meðal þeirra sem hafa ekki fundist. Eiginkona Lynch, sem eru skráður eigandi félagsins sem á snekkjuna, komst lífs af. Maðurinn sem fannst látinn í gær hefur ekki verið nafngreindur en ítalska strandgæslan segir að hann hafi verið skipskokkurinn. Tólf farþegar og tíu manna áhöfn var um borð í snekkjunni. Fögnuðu sýknu bresks milljarðamærings í fjársvikamáli Svo virðist sem fólkið um borð í snekkjunni hafi verið að fagna því að Lynch var sýknaðir af ákæru um fjársvik í tengslum við yfirtöku tæknirisans Hewlett Packard á fyrirtæki hans í Bandaríkjunum í júní. AP-fréttastofan segir að í hópnum hafi verið fólk sem stóð með Lynch í gegnum lagaflækjurnar sem stóðu í fjölda ára. Á meðal þeirra sem er saknað er Christopher Morvillo, einn lögmanna Lynch, og eiginkona hans. Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley, bar vitni við réttarhöldin yfir Lynch. Stephen Chamberlain, fyrrverandi varaforseti fyrirtækis Lynch sem var ákærður með honum, lést þegar bíl var ekið á hann þar sem hann var að hlaupa í Cambridge-skíri á Englandi á laugardag. Mike Lynch við dómshús í San Francisco í mars. Hann var ákærður fyrir að ýkja verðmæti hugbúnaðarfyrirtækisins Autonomy sem hann seldi Hewlett Packard.AP/Michael Liedtke Erfitt að leita á svo miklu dýpi Enn er nokkuð óljóst hvað grandaði snekkjunni sem er 56 metra löng og með rúmlega sjötíu metra hátt mastur, eitt það hæsta í heimi fyrir fley af þessari gerð. Sjónarvottar og almanavarnayfirvöld hafa sagt að snekkjan kunni að hafa orðið fyrir skýstrók en stormur geisaði við Sikiley þegar hún sökk, aðeins um sjö hundruð metrum fyrir utan hafnarbæinn Porticello snemma morguns í gær. Leitin í flakinu hefur reynst erfið á slíku dýpi sem takmarkar hversu lengi kafarar geta leitað. Þá hefur þeim ekki tekist að leita í brú snekkjunnar vegna húsgagna sem loka leiðinni að henni.
Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent