Segja snekkjuna hafa sokkið á örfáum mínútum Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 14:06 Kafarar skoða teikningar af snekkjunni Bayesian við höfnina í Porticello á Sikiley. Þeir geta aðeins verið í tólf mínútur að hámarki þar sem snekkjan hvílir á fimmtíu metra dýpi. AP/ítalska slökkviliðið Læknir sem tók á móti eftirlifendum af lystisnekkjunni sem sökk við Sikiley í gær segir þá hafa lýst því að snekkjunni hafi hvolft og hún sokkið á örfáum mínútum. Talið er að lík sex manna sem enn er saknað séu föst inni í snekkjunni á hafsbotni. Einn fannst látinn en fimmtán var bjargað eftir að lystisnekkjan Bayesian sökk rétt utan við höfnina í Porticello á Sikiley í gærmorgun. Sex er enn saknað, þar á meðal stjórnarformanns Morgan Stanley International, og Mike Lynch, bresks auðkýfings, og átján ára gamallar dóttur hans. Erfiðlega hefur gengið að leita að líkum fólksins. Snekkjan liggur á stjórnborðahliðinni á um fimmtíu metra dýpi og húsgögn hindra leið kafara að brúnni og káetum neðan þilja. Vegna dýpisins geta kafarar aðeins leitað í um tíu mínútur í senn. Einn kafaranna segir ítölskum fjölmiðlum að snekkjan sé svo gott sem heil á hafsbotninum. Engin ummerki sjáist um árekstur eða gat á skrokknum. Domenico Cipolla, læknir á Di Cristina-barnaspítalanum í Palermo á Sikiley, segir að fólk sem lifði slysið af hafi sagt honum að snekkjunni hafi hvolft á örfáum mínútum. Hann tók meðal annars á móti breskri konu sem bjargaði eins árs gamalli dóttur sinni frá drukknun með því að halda höfði hennar upp úr sjónum þar til hjálp barst. Vangaveltur hafa verið uppi um að snekkja hafi orðið fyrir skýstrók en vonskuveður var við Sikiley á aðfararnótt mánudags. Hitabylgja hefur verið í Miðjarðarhafinu við Sikiley og Sardiníu undanfarið og er sjórinn þar um þremur gráðum hlýrri en vanalega á þessum árstíma. Luca Mercalli, forseti ítalska veðurfræðisambandsins, segir Reuters-fréttastofunni að hitabylgjan nú sé afbrigðileg. Um það leyti sem snekkjan sökk hafi vindhraði mælst yfir fjörutíu metrum á sekúndu. Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Einn fannst látinn en fimmtán var bjargað eftir að lystisnekkjan Bayesian sökk rétt utan við höfnina í Porticello á Sikiley í gærmorgun. Sex er enn saknað, þar á meðal stjórnarformanns Morgan Stanley International, og Mike Lynch, bresks auðkýfings, og átján ára gamallar dóttur hans. Erfiðlega hefur gengið að leita að líkum fólksins. Snekkjan liggur á stjórnborðahliðinni á um fimmtíu metra dýpi og húsgögn hindra leið kafara að brúnni og káetum neðan þilja. Vegna dýpisins geta kafarar aðeins leitað í um tíu mínútur í senn. Einn kafaranna segir ítölskum fjölmiðlum að snekkjan sé svo gott sem heil á hafsbotninum. Engin ummerki sjáist um árekstur eða gat á skrokknum. Domenico Cipolla, læknir á Di Cristina-barnaspítalanum í Palermo á Sikiley, segir að fólk sem lifði slysið af hafi sagt honum að snekkjunni hafi hvolft á örfáum mínútum. Hann tók meðal annars á móti breskri konu sem bjargaði eins árs gamalli dóttur sinni frá drukknun með því að halda höfði hennar upp úr sjónum þar til hjálp barst. Vangaveltur hafa verið uppi um að snekkja hafi orðið fyrir skýstrók en vonskuveður var við Sikiley á aðfararnótt mánudags. Hitabylgja hefur verið í Miðjarðarhafinu við Sikiley og Sardiníu undanfarið og er sjórinn þar um þremur gráðum hlýrri en vanalega á þessum árstíma. Luca Mercalli, forseti ítalska veðurfræðisambandsins, segir Reuters-fréttastofunni að hitabylgjan nú sé afbrigðileg. Um það leyti sem snekkjan sökk hafi vindhraði mælst yfir fjörutíu metrum á sekúndu.
Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira