„Áhrifavaldar“ og „Sauðirnir“ sem fylgja þeim Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 21:00 Hver er áhrifavaldurinn í þínu lífi? er oft spurt, hér áður voru þetta oftast nánustu ættingjar, kennarar og baráttu fólk þá oftast fyrir mannréttindum bæði hér heima og erlendis. Ef ungt fólk er spurt sömu spurningar í dag fengust allt önnur svör nefnd væru nöfn sem við jafnvel könnuðust ekkert við, því þau höfða til yngra fólks og er ekki beint að okkur hinum eldri, svo kallaðar Samfélagsmiðlastjörnur á Facebook, X, LinkedIn, Instagram, Snapchat, Reddit, TikTok, YouTube eða hvað þetta heitir nú allt saman. Samfélagsmiðlastjarna er oftast ungt fólk, þó með nokkrum skemmtilegum undantekningum, sem ef þeim tekst vel til eru fengin til að mæla með hinum og þessum vörum og fá greitt fyrir í réttu hlutfalli við fjölda áhangenda og læka. En þetta er harður heimur Samfélagsmiðlastjarnan hlítur að örmagna sig, að reyna sífellt að vera betri en þau voru í gær, betri en hinir, koma með nýtt, gera eitthvað sniðugar, koma af stað nýju æði, fyrir sísvanga fylgjendur sína sem stöðugt krefjast meira og meira, stærri bita af Samfélagsmiðlastjörnunni sinni, hún er jú æðislegust og veit best. Það hafa alltaf verið til áhrifavaldar, þjóðþekkt fólk sem hefur leynt og ljóst auglýst vörur og þjónustu, muniði Jón Páll í Svala auglýsingunum eða Frú Vigdísi Finnbogadóttur í fallegu ullarkjólnum sem hún bar svo glæsilega, eða kannski ég, er ég orðin áhrifavaldur? ég hef jú skrifað nokkrar greinar á visi og margar ratað í þeirra fréttir eða DV gert umfjöllun um þær, en nei ég hef ekki fengið neitt greitt frá neinum og er ekki spurð hvort megi nota greinarnar mínar hvað þá annað. Og þá víkur sögunni að Sauðunum já okkur fylgjendunum, án okkar væru engar samfélagsmiðlastjörnur til því þær þrífast á okkur og trúgirni okkar og hollustu og þær gera næstum allt til að halda í okkur því annars hverfa þær í gleymsku og hætta að græða. Þetta er hart og miskunnarlaust samband og erfitt að sjá hvor hefur völdin yfir hverjum eða hvar vitsmunirnir liggja ef þeir eru til staðar yfirleitt, því engin getur vitað allt en allir vita eitthvað, og efast má um gáfnafar báða hópana. Eru Samfélagsmiðlastjörnur okkar sköpunarverk, bjuggum við þessi ósköp til? eða voru það þær sem öfluðu fylgjanda og urðu stjörnur? Þetta með Eggið og Hænuna, hvort kom á undan?. Kannski getum við kennt samfélagsmiðlunum um Facebook, X, LinkedIn, Instagram, Snapchat, Reddit, TikTok, YouTube eða hvað þetta heitir nú allt saman, án þeirra væru vissulega engar Samfélagsmiðlastjörnur og engir fylgjendur heldur. Hættum að nota þetta allt og förum að skrifast á og rífast í gegnum blöðin og skoðanir á þeirra síðum, svona eins og gert var í gamla daga, oft þurfti að bíða í viku eftir svara og stundum gaf fólk út smá blöð til að koma sínu á framfæri, og já það voru auglýsingar í þeim líka. Við losnum víst ekki við þær, þær fjármagna alla hluti og án þeirra væri fátt gert í íþróttum, tónlist eða hverslags viðburði til gagns eða gamans, svo fátt er svo með öllu íllt að ekki boði nokkuð gott. Byggt lauslega á skoðanagreinar á visi.is sem birtist og hvarf, skrifuð af manni undir fölsku flaggi sem þóttist vera annar en hann er, en neitaði að greinin birtist undir hans rétta nafni þegar upp um hann komst. Þessi grein var frekar gróf árás á áhrifavalda og fylgjendur þeirra, en samt svo margt rétt og átti fyllilega erindi í umræðuna, en það getur skipt máli hvernig hlutirnir eru orðaðir. Takk fyrir að skrifa greinina, leitt að þú gangist ekki við henni, greinin gengur ljósum logum á Facebook, enda fátt eins spennandi og eitthvað sem hefur verið bannað eða tekið úr birtingu. Hafa má þetta vísnabrot eftir Pál Ólafsson í huga. Satt og logið sitt er hvað sönnu er best að trúa. En hvernig á að þekkja það þegar flestir ljúga? Höfundur fylgir engum og engin fylgir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Samfélagsmiðlar Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Hver er áhrifavaldurinn í þínu lífi? er oft spurt, hér áður voru þetta oftast nánustu ættingjar, kennarar og baráttu fólk þá oftast fyrir mannréttindum bæði hér heima og erlendis. Ef ungt fólk er spurt sömu spurningar í dag fengust allt önnur svör nefnd væru nöfn sem við jafnvel könnuðust ekkert við, því þau höfða til yngra fólks og er ekki beint að okkur hinum eldri, svo kallaðar Samfélagsmiðlastjörnur á Facebook, X, LinkedIn, Instagram, Snapchat, Reddit, TikTok, YouTube eða hvað þetta heitir nú allt saman. Samfélagsmiðlastjarna er oftast ungt fólk, þó með nokkrum skemmtilegum undantekningum, sem ef þeim tekst vel til eru fengin til að mæla með hinum og þessum vörum og fá greitt fyrir í réttu hlutfalli við fjölda áhangenda og læka. En þetta er harður heimur Samfélagsmiðlastjarnan hlítur að örmagna sig, að reyna sífellt að vera betri en þau voru í gær, betri en hinir, koma með nýtt, gera eitthvað sniðugar, koma af stað nýju æði, fyrir sísvanga fylgjendur sína sem stöðugt krefjast meira og meira, stærri bita af Samfélagsmiðlastjörnunni sinni, hún er jú æðislegust og veit best. Það hafa alltaf verið til áhrifavaldar, þjóðþekkt fólk sem hefur leynt og ljóst auglýst vörur og þjónustu, muniði Jón Páll í Svala auglýsingunum eða Frú Vigdísi Finnbogadóttur í fallegu ullarkjólnum sem hún bar svo glæsilega, eða kannski ég, er ég orðin áhrifavaldur? ég hef jú skrifað nokkrar greinar á visi og margar ratað í þeirra fréttir eða DV gert umfjöllun um þær, en nei ég hef ekki fengið neitt greitt frá neinum og er ekki spurð hvort megi nota greinarnar mínar hvað þá annað. Og þá víkur sögunni að Sauðunum já okkur fylgjendunum, án okkar væru engar samfélagsmiðlastjörnur til því þær þrífast á okkur og trúgirni okkar og hollustu og þær gera næstum allt til að halda í okkur því annars hverfa þær í gleymsku og hætta að græða. Þetta er hart og miskunnarlaust samband og erfitt að sjá hvor hefur völdin yfir hverjum eða hvar vitsmunirnir liggja ef þeir eru til staðar yfirleitt, því engin getur vitað allt en allir vita eitthvað, og efast má um gáfnafar báða hópana. Eru Samfélagsmiðlastjörnur okkar sköpunarverk, bjuggum við þessi ósköp til? eða voru það þær sem öfluðu fylgjanda og urðu stjörnur? Þetta með Eggið og Hænuna, hvort kom á undan?. Kannski getum við kennt samfélagsmiðlunum um Facebook, X, LinkedIn, Instagram, Snapchat, Reddit, TikTok, YouTube eða hvað þetta heitir nú allt saman, án þeirra væru vissulega engar Samfélagsmiðlastjörnur og engir fylgjendur heldur. Hættum að nota þetta allt og förum að skrifast á og rífast í gegnum blöðin og skoðanir á þeirra síðum, svona eins og gert var í gamla daga, oft þurfti að bíða í viku eftir svara og stundum gaf fólk út smá blöð til að koma sínu á framfæri, og já það voru auglýsingar í þeim líka. Við losnum víst ekki við þær, þær fjármagna alla hluti og án þeirra væri fátt gert í íþróttum, tónlist eða hverslags viðburði til gagns eða gamans, svo fátt er svo með öllu íllt að ekki boði nokkuð gott. Byggt lauslega á skoðanagreinar á visi.is sem birtist og hvarf, skrifuð af manni undir fölsku flaggi sem þóttist vera annar en hann er, en neitaði að greinin birtist undir hans rétta nafni þegar upp um hann komst. Þessi grein var frekar gróf árás á áhrifavalda og fylgjendur þeirra, en samt svo margt rétt og átti fyllilega erindi í umræðuna, en það getur skipt máli hvernig hlutirnir eru orðaðir. Takk fyrir að skrifa greinina, leitt að þú gangist ekki við henni, greinin gengur ljósum logum á Facebook, enda fátt eins spennandi og eitthvað sem hefur verið bannað eða tekið úr birtingu. Hafa má þetta vísnabrot eftir Pál Ólafsson í huga. Satt og logið sitt er hvað sönnu er best að trúa. En hvernig á að þekkja það þegar flestir ljúga? Höfundur fylgir engum og engin fylgir henni.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun