Bjartsýnt og betra samfélag Svandís Svavarsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 16:00 Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í dag samkomulag um uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Samkomulagið felur í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum og eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Þetta er stór dagur og mikilvægur. Framtíðarsýn um uppbyggingu samgöngumannvirkja var undirrituð 2019 en nú, fimm árum síðar, höfum við enn betri áætlanir, nákvæmari fjárfestingarplön og raunhæfari tímaramma. Eflum þjónustu á meðan við bíðum Við erum þegar byrjuð og á næstu tveimur árum munu íbúar höfuðborgarsvæðisins og landsins alls sjá stór verkefni fara af stað, stórar innviðaframkvæmdir sem koma til með að binda höfuðborgarsvæðið betur saman. Til að mynda er Fossvogsbrú á leið á framkvæmdastig og mun nýtast almenningssamgöngukerfinu á stóru svæði ásamt því að bylta samgöngum fyrir gangandi og hjólandi. Á meðan við bíðum eftir að þessi stóru verkefni verða tekin í notkun verður þjónusta strætisvagna efld og tíðni aukin. Þetta eru bæði fjárfestingar í stofnvegum og í fyrsta áfanga borgarlínu. Með því að byggja upp hágæða almenningssamgöngur, líkt og svo mörg okkar þekkja frá heimsóknum til annarra borga, austanhafs og vestan, þá munum við tengja saman kjarna allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og búa til skemmtilegra, grænna og betra samfélag fyrir okkur öll. Þjónusta mun byggjast upp í kringum borgarlínuna og öll hverfi höfuðborgarinnar munu styrkjast. Betri almenningssamgöngur auka jöfnuð - þær eru félagslegt réttlætismál. Með því að byggja upp innviði sem gera öllum kleift að ferðast um höfuðborgarsvæðið hratt og örugglega aukum við nefnilega lífsgæði og tækifæri allra íbúa, óháð efnahag eða stöðu. Sparnaður fyrir fjölskyldur Auk þess skiptir máli að með eflingu almenningssamgangna og fjölgun valkosta munu mörg heimili geta sleppt því að reka bíl númer tvö en skv. Félagi íslenskra bifreiðaeigenda er kostnaður við það að reka bíl á síðasta ári um 120-240 þúsund krónur á mánuði. Það er kostnaður sem munar um fyrir fjölskyldur og eflaust margir sem vildu geta ráðstafað þeim í annað. Framtíðarsýnin er sú að við lok næsta áratugar geti sjö af hverjum tíu íbúum gengið út og hoppað um borð í strætó eða í borgarlínuvagn sem kemur innan tíu mínútna. Það verður ekki lengur þörf á að hlaupa í strætó því ef þú missir af vagninum kemur alltaf annar á næstu tíu mínútum. Leiðakerfið verður öflugra og mun ná betur til allra hverfa borgarinnar. Undirritunin markar líka stór skref í loftslagsmálum - því ríkið mun koma að því að greiða fyrir orkuskiptum í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Strætisvagnar eru keyrðir mjög mikið og brenna mikilli olíu, en með hverjum vagni sem skipt er út fyrir hreinorkuvagn drögum við úr losun um 100 tonn. Og við ætlum að skipta þeim öllum út á næstu árum. Þetta er framtíðarsýnin sem birtist í þessum uppfærða sáttmála. Samgöngusáttmáli markar tímamót fyrir höfuðborgarsvæðið og er til marks um bjartsýnt og betra samfélag á höfuðborgarsvæðinu og fyrir landið allt. Höfundur er innviðaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Svandís Svavarsdóttir Samgöngur Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í dag samkomulag um uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Samkomulagið felur í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum og eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Þetta er stór dagur og mikilvægur. Framtíðarsýn um uppbyggingu samgöngumannvirkja var undirrituð 2019 en nú, fimm árum síðar, höfum við enn betri áætlanir, nákvæmari fjárfestingarplön og raunhæfari tímaramma. Eflum þjónustu á meðan við bíðum Við erum þegar byrjuð og á næstu tveimur árum munu íbúar höfuðborgarsvæðisins og landsins alls sjá stór verkefni fara af stað, stórar innviðaframkvæmdir sem koma til með að binda höfuðborgarsvæðið betur saman. Til að mynda er Fossvogsbrú á leið á framkvæmdastig og mun nýtast almenningssamgöngukerfinu á stóru svæði ásamt því að bylta samgöngum fyrir gangandi og hjólandi. Á meðan við bíðum eftir að þessi stóru verkefni verða tekin í notkun verður þjónusta strætisvagna efld og tíðni aukin. Þetta eru bæði fjárfestingar í stofnvegum og í fyrsta áfanga borgarlínu. Með því að byggja upp hágæða almenningssamgöngur, líkt og svo mörg okkar þekkja frá heimsóknum til annarra borga, austanhafs og vestan, þá munum við tengja saman kjarna allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og búa til skemmtilegra, grænna og betra samfélag fyrir okkur öll. Þjónusta mun byggjast upp í kringum borgarlínuna og öll hverfi höfuðborgarinnar munu styrkjast. Betri almenningssamgöngur auka jöfnuð - þær eru félagslegt réttlætismál. Með því að byggja upp innviði sem gera öllum kleift að ferðast um höfuðborgarsvæðið hratt og örugglega aukum við nefnilega lífsgæði og tækifæri allra íbúa, óháð efnahag eða stöðu. Sparnaður fyrir fjölskyldur Auk þess skiptir máli að með eflingu almenningssamgangna og fjölgun valkosta munu mörg heimili geta sleppt því að reka bíl númer tvö en skv. Félagi íslenskra bifreiðaeigenda er kostnaður við það að reka bíl á síðasta ári um 120-240 þúsund krónur á mánuði. Það er kostnaður sem munar um fyrir fjölskyldur og eflaust margir sem vildu geta ráðstafað þeim í annað. Framtíðarsýnin er sú að við lok næsta áratugar geti sjö af hverjum tíu íbúum gengið út og hoppað um borð í strætó eða í borgarlínuvagn sem kemur innan tíu mínútna. Það verður ekki lengur þörf á að hlaupa í strætó því ef þú missir af vagninum kemur alltaf annar á næstu tíu mínútum. Leiðakerfið verður öflugra og mun ná betur til allra hverfa borgarinnar. Undirritunin markar líka stór skref í loftslagsmálum - því ríkið mun koma að því að greiða fyrir orkuskiptum í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Strætisvagnar eru keyrðir mjög mikið og brenna mikilli olíu, en með hverjum vagni sem skipt er út fyrir hreinorkuvagn drögum við úr losun um 100 tonn. Og við ætlum að skipta þeim öllum út á næstu árum. Þetta er framtíðarsýnin sem birtist í þessum uppfærða sáttmála. Samgöngusáttmáli markar tímamót fyrir höfuðborgarsvæðið og er til marks um bjartsýnt og betra samfélag á höfuðborgarsvæðinu og fyrir landið allt. Höfundur er innviðaráðherra.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun