Hafa fundið fimm af sex sem er saknað úr sokknu snekkjunni Lovísa Arnardóttir skrifar 21. ágúst 2024 23:07 Enn á eftir að finna eitt lík. Efitt hefur verið fyrir kafara að leita í snekkjunni sem sökk á hafsbotn eða á fimmtíu metra dýpi. Vísir/EPA Kafarar sem hafa leitað að líkamsleifum þeirra sex sem fórust þegar snekkjan Bayesian sökk utan við Sikiley á mánudag hafa nú fundið fimm lík inni í snekkjunni. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að búið sé að flytja fjögur þeirra á land. Ítalska landhelgisgæslan hafa ekki borið formlega kennsl á líkin samkvæmt frétt BBC en kafararnir hafa síðustu daga verið við leit en talið var líklegast að líkin væru föst inni í snekkjunni. Bayesian, lystisnekkja breska auðkýfingsins Mike Lynch, hvolfdi og hún sökk á örfáum mínútum við Sikiley á mánudag. Kokkurinn af snekkjunni, Racaldo Tomas, fannst látinn sama dag og fimmtán var bjargað. Alls er sex saknað úr snekkjuni. Það eru Lynch, átján ára gömul dóttir hans, Jonathan Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley International, og eiginkona hans Judy Bloomer. Þá er einnig ameríska skarpgripahönnuðarins Neda Morvillo saknað og eiginmanns hennar. Erfiðlega hefur gengið að leita að líkum fólksins. Snekkjan liggur á stjórnborðahliðinni á um fimmtíu metra dýpi og húsgögn hindrað leið kafara að brúnni og káetum neðan þilja. Vegna dýpisins geta kafarar aðeins leitað í um tíu mínútur í senn. Snekkjan sökk í ofsaveðri á fimmtudag í um 700 metra fjarlægð frá landi. Í frétt BBC segir að talið sé að snekkjan hafi lent í hvirfilbyl eða skýstrokki sem hafi hvolft henni og hún í kjölfarið sokkið niður. Ítölsk yfirvöld hafa ekki gefið neitt út um það hverjir það eru sem er búið að finna en samkvæmt ítölskum lögum má ekki gera það opinberlega fyrr en búið er að tilkynna nánustu aðstandendum um fundinn. Yfirvöld á Ítalíu hafa gefið út að rannsókn muni fara fram á tildrögum slyssins en að það sé í forgangi að finna alla sem voru um borð. Alls voru 22 um borð í snekkjunni þegar hún sökk. Tíu áhafnarmeðlimir og tólf gestir. Eigandi hennar, Lynch, hafði boðið þeim að koma með sér í siglingu til að fagna því að hann hafi verið sýknaður af ásökunum um fjársvik. Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Segja snekkjuna hafa sokkið á örfáum mínútum Læknir sem tók á móti eftirlifendum af lystisnekkjunni sem sökk við Sikiley í gær segir þá hafa lýst því að snekkjunni hafi hvolft og hún sokkið á örfáum mínútum. Talið er að lík sex manna sem enn er saknað séu föst inni í snekkjunni á hafsbotni. 20. ágúst 2024 14:06 Stjórnarformanns Morgan Stanley saknað eftir snekkjuslysið Leit að sex manns sem er enn saknað eftir að lystisnekkja sökk rétt utan við Sikiley í gær hélt áfram í morgun. Á meðal þeirra sem er saknað er stjórnarformaður fjármálarisans Morgan Stanley International og eiginkona hans. 20. ágúst 2024 08:56 Hélt dauðahaldi í ársgamla dóttur til að forða henni frá að drukkna Kona sem komst lífs af þegar lystisnekkja sökk við Sikiley snemma í morgun segist hafa haldið dauðahaldi í eins árs gamla dóttur sína til þess að bjarga henni frá því að drukkna. Breskur tæknifrumkvöðull er á meðal sex sem er saknað eftir slysið. 19. ágúst 2024 13:57 Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Bayesian, lystisnekkja breska auðkýfingsins Mike Lynch, hvolfdi og hún sökk á örfáum mínútum við Sikiley á mánudag. Kokkurinn af snekkjunni, Racaldo Tomas, fannst látinn sama dag og fimmtán var bjargað. Alls er sex saknað úr snekkjuni. Það eru Lynch, átján ára gömul dóttir hans, Jonathan Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley International, og eiginkona hans Judy Bloomer. Þá er einnig ameríska skarpgripahönnuðarins Neda Morvillo saknað og eiginmanns hennar. Erfiðlega hefur gengið að leita að líkum fólksins. Snekkjan liggur á stjórnborðahliðinni á um fimmtíu metra dýpi og húsgögn hindrað leið kafara að brúnni og káetum neðan þilja. Vegna dýpisins geta kafarar aðeins leitað í um tíu mínútur í senn. Snekkjan sökk í ofsaveðri á fimmtudag í um 700 metra fjarlægð frá landi. Í frétt BBC segir að talið sé að snekkjan hafi lent í hvirfilbyl eða skýstrokki sem hafi hvolft henni og hún í kjölfarið sokkið niður. Ítölsk yfirvöld hafa ekki gefið neitt út um það hverjir það eru sem er búið að finna en samkvæmt ítölskum lögum má ekki gera það opinberlega fyrr en búið er að tilkynna nánustu aðstandendum um fundinn. Yfirvöld á Ítalíu hafa gefið út að rannsókn muni fara fram á tildrögum slyssins en að það sé í forgangi að finna alla sem voru um borð. Alls voru 22 um borð í snekkjunni þegar hún sökk. Tíu áhafnarmeðlimir og tólf gestir. Eigandi hennar, Lynch, hafði boðið þeim að koma með sér í siglingu til að fagna því að hann hafi verið sýknaður af ásökunum um fjársvik.
Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Segja snekkjuna hafa sokkið á örfáum mínútum Læknir sem tók á móti eftirlifendum af lystisnekkjunni sem sökk við Sikiley í gær segir þá hafa lýst því að snekkjunni hafi hvolft og hún sokkið á örfáum mínútum. Talið er að lík sex manna sem enn er saknað séu föst inni í snekkjunni á hafsbotni. 20. ágúst 2024 14:06 Stjórnarformanns Morgan Stanley saknað eftir snekkjuslysið Leit að sex manns sem er enn saknað eftir að lystisnekkja sökk rétt utan við Sikiley í gær hélt áfram í morgun. Á meðal þeirra sem er saknað er stjórnarformaður fjármálarisans Morgan Stanley International og eiginkona hans. 20. ágúst 2024 08:56 Hélt dauðahaldi í ársgamla dóttur til að forða henni frá að drukkna Kona sem komst lífs af þegar lystisnekkja sökk við Sikiley snemma í morgun segist hafa haldið dauðahaldi í eins árs gamla dóttur sína til þess að bjarga henni frá því að drukkna. Breskur tæknifrumkvöðull er á meðal sex sem er saknað eftir slysið. 19. ágúst 2024 13:57 Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Segja snekkjuna hafa sokkið á örfáum mínútum Læknir sem tók á móti eftirlifendum af lystisnekkjunni sem sökk við Sikiley í gær segir þá hafa lýst því að snekkjunni hafi hvolft og hún sokkið á örfáum mínútum. Talið er að lík sex manna sem enn er saknað séu föst inni í snekkjunni á hafsbotni. 20. ágúst 2024 14:06
Stjórnarformanns Morgan Stanley saknað eftir snekkjuslysið Leit að sex manns sem er enn saknað eftir að lystisnekkja sökk rétt utan við Sikiley í gær hélt áfram í morgun. Á meðal þeirra sem er saknað er stjórnarformaður fjármálarisans Morgan Stanley International og eiginkona hans. 20. ágúst 2024 08:56
Hélt dauðahaldi í ársgamla dóttur til að forða henni frá að drukkna Kona sem komst lífs af þegar lystisnekkja sökk við Sikiley snemma í morgun segist hafa haldið dauðahaldi í eins árs gamla dóttur sína til þess að bjarga henni frá því að drukkna. Breskur tæknifrumkvöðull er á meðal sex sem er saknað eftir slysið. 19. ágúst 2024 13:57
Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13