Nýir þættir á Vísi í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. ágúst 2024 13:48 Baráttan um Bandaríkin verða sýndir á Vísi fram að forsetakosningunum 5. nóvember næstkomandi. Vísir/Vilhelm Á morgun fer í loftið Baráttan um Bandaríkin, nýr þáttur á Vísi um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, sem fara fram 5. nóvember næstkomandi. Það er óhætt að segja að fólk fylgist vel með þróun mála vestanhafs, enda afar tvísýnt um úrslit, ekki síst eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti ákvað að stíga til hliðar og styðja Kamölu Harris sem forsetaefni Demókrataflokksins. Samkvæmt spá New York Times, þar sem teknar eru saman niðurstöður nýjustu skoðanakannana, nýtur Harris nú stuðnings 49 prósent kjósenda en Donald Trump 47 prósent. Ef horft er til barátturíkjanna sex myndi Harris bera sigur úr býtum í Wisconsin og Michigan en Trump í Nevada og Georgíu. Harris og Trump eru hnífjöfn í Pennsylvaníu og Arizona en Harris þarf að taka Pennsylvaníu og að minnsta kosti tvö önnur ríki til að vinna á meðan það myndi duga Trump að taka Pennsylvaníu og Georgíu. Þetta er að því gefnu að úrslitin í öðrum ríkjum falli eins og líkur standa til. Margt getur gerst á 74 dögum Landsþing Demókrataflokksins stendur nú yfir og lýkur í kvöld, þar sem Harris mun stíga á svið og biðla til kjósenda. Hún og varaforsetaefnið hennar, ríkisstjórinn Tim Walz, hafa notið mikils meðbyrs síðustu vikur en Barack Obama, Bill Clinton og ýmsir sérfræðingar hafa varað við því að enn sé langt í land. Trump og varaforsetaefni hans, öldungadeildarþingmaðurinn J.D. Vance, njóta enda gríðarlegs stuðnings meðal stórra hópa kjósenda, sem þykja þeir hafa verið hunsaðir og vanræktir. Kandídatarnir, staðan og framhaldið verða til umræðu í Baráttan um Bandaríkin, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13 á morgun. Umsjón hefur Hólmfríður Gísladóttir blaðamaður en gestur verður Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og almannatengill. Bandaríkin Baráttan um Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Þjálfari Walz“ hvatti Demókrata til dáða Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. 22. ágúst 2024 08:30 Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35 „78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín“ Barack og Michelle Obama, Bernie Sanders og nokkrir háttsettir Repúblikanar voru meðal þeirra sem komu fram á landsþingi Demókrataflokksins í gær. 21. ágúst 2024 07:28 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Það er óhætt að segja að fólk fylgist vel með þróun mála vestanhafs, enda afar tvísýnt um úrslit, ekki síst eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti ákvað að stíga til hliðar og styðja Kamölu Harris sem forsetaefni Demókrataflokksins. Samkvæmt spá New York Times, þar sem teknar eru saman niðurstöður nýjustu skoðanakannana, nýtur Harris nú stuðnings 49 prósent kjósenda en Donald Trump 47 prósent. Ef horft er til barátturíkjanna sex myndi Harris bera sigur úr býtum í Wisconsin og Michigan en Trump í Nevada og Georgíu. Harris og Trump eru hnífjöfn í Pennsylvaníu og Arizona en Harris þarf að taka Pennsylvaníu og að minnsta kosti tvö önnur ríki til að vinna á meðan það myndi duga Trump að taka Pennsylvaníu og Georgíu. Þetta er að því gefnu að úrslitin í öðrum ríkjum falli eins og líkur standa til. Margt getur gerst á 74 dögum Landsþing Demókrataflokksins stendur nú yfir og lýkur í kvöld, þar sem Harris mun stíga á svið og biðla til kjósenda. Hún og varaforsetaefnið hennar, ríkisstjórinn Tim Walz, hafa notið mikils meðbyrs síðustu vikur en Barack Obama, Bill Clinton og ýmsir sérfræðingar hafa varað við því að enn sé langt í land. Trump og varaforsetaefni hans, öldungadeildarþingmaðurinn J.D. Vance, njóta enda gríðarlegs stuðnings meðal stórra hópa kjósenda, sem þykja þeir hafa verið hunsaðir og vanræktir. Kandídatarnir, staðan og framhaldið verða til umræðu í Baráttan um Bandaríkin, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13 á morgun. Umsjón hefur Hólmfríður Gísladóttir blaðamaður en gestur verður Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og almannatengill.
Bandaríkin Baráttan um Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Þjálfari Walz“ hvatti Demókrata til dáða Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. 22. ágúst 2024 08:30 Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35 „78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín“ Barack og Michelle Obama, Bernie Sanders og nokkrir háttsettir Repúblikanar voru meðal þeirra sem komu fram á landsþingi Demókrataflokksins í gær. 21. ágúst 2024 07:28 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
„Þjálfari Walz“ hvatti Demókrata til dáða Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. 22. ágúst 2024 08:30
Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35
„78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín“ Barack og Michelle Obama, Bernie Sanders og nokkrir háttsettir Repúblikanar voru meðal þeirra sem komu fram á landsþingi Demókrataflokksins í gær. 21. ágúst 2024 07:28