Börnin á Gaza Elín Björk Jónasdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 27. ágúst 2024 11:31 Það hafa fleiri börn látist í árásum Ísraelsstjórnar á Palestínsku þjóðina en samanlagt í öllum stríðsátökum í heiminum síðastliðin fjögur ár. Þar er verið að ráðast á okkar minnstu máttar, þau sem alls ekki geta varið sig. Framtíð þeirra og lífsskilyrði að engu orðin vegna þess þau fæddust á landi sem önnur þjóð ásælist. Að mati Ísraelsstjórnar mega þessi börn missa sín, þau njóta ekki mannréttinda, eiga ekki skilið að fá grunnþörfum sínum fullnægt hvað varðar fæði, klæði og húsaskjól heldur eru þau dæmd til martraðakennds veruleika af mannanna völdum. Hjálparstarfsfólk lýsir þessum hörmungum sem útrýmingu æskunnar og minnir okkur á, að sönnu, að ekkert barn komi óskaddað úr þessum aðstæðum. Mörg barnanna vilji einfaldlega ekki lifa lengur. Raunveruleiki heilbrigðisstarfsfólks er að halda í hendur barna, vegna þess þau eiga enga að, þegar þau draga síðasta andardráttinn. Eða að hughreista þau sem eftir lifa og misst hafa alla fjölskyldu sína. Börn sem eru ekki aðeins sködduð andlega fyrir lífstíð heldur hafa orðið fyrir allskonar alvarlegum meiðslum og jafnvel örkumlun. Vegna bágra aðstæðna, heimilisleysi, hungurs og vannæringar, einmanaleika, vonleysis og ótta sjá þessi börn enga framtíð fyrir sér. Eins og eitt slasað barn sem sótt var í rústir eftir sprengju þar sem öll fjölskyldan lést orðaði það; „mig langar ekki að lifa lengur, öll fjölskyldan mín er dáin og ég á engan að”. Áætlað er að vel yfir 16 þúsund börn hafi látist í þjóðernishreinsunum Ísraelsstjórnar á Palestínufólki og ríflega sá fjöldi eða 17 þúsund börn séu á vergangi, oftast vegna þess að fjölskyldumeðlimir eru látnir. Þá er talið að um fjögur þúsund börn séu enn grafin undir rústum. Þessar aðstæður eru engum börnum bjóðandi, sama hverrar þjóðar eða trúar þau eru. Það er skylda okkar að halda áfram að beita þeim þrýstingi sem við getum, þrátt fyrir að vera ekki fjölmenn þjóð. Með því að samþykkja Palestínu sem sjálfstætt ríki árið 2011 tókum við skýra afstöðu og með henni verðum við að standa. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna skyldar okkur til að gæta hagsmuna allra barna og það er sorglegur tvískinnungur fólginn í því í hinu ríka vestri að gera allt of lítið í því að stöðva þjóðarmorð en um leið kvarta yfir auknum fjölda flóttafólks. Okkur ber að sýna mannúð og taka ábyrgð á því að vera hluti af alþjóðlegu samfélagi þar sem þau sterkari grípa þau veikari og hafa ætíð hagsmuni barna að leiðarljósi, ekki síst þeirra sem búa við fötlun eins og 10. og 25. grein útlendingalaga kveða á um. Það þýðir að veita börnum sem búa við fötlun og eru þannig enn frekar upp á náð og miskun annarra komin dvalarleyfi hér á landi. Annað er mannvonska af verstu sort. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að þrýsta á stjórnvöld í Ísrael til að láta af þjóðarmorði á Palestínsku þjóðinni, það felur líka í sér að þrýsta á þau ríki sem fara hvað harðast fram í stuðningi sínum við þær hörmungar sem þar geisa, má þar helst nefna Bandaríkin, Bretland og Þýskaland. Líkt og fram kom á flokksráðsfundi VG á dögunum þá ályktaði fundurinn um mikilvægi þess að Ísraear létu af hernaðinum á Gaza og færu af Vesturbakkanum og frá Austur-Jerúsalem. Varanlegur friður verði að komast á þar sem sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar er tryggt. Það er löngu kominn tími á varanlegt vopnahlé, ekki síst fyrir börnin. Elín Björk Jónasdóttir, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði.Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Það hafa fleiri börn látist í árásum Ísraelsstjórnar á Palestínsku þjóðina en samanlagt í öllum stríðsátökum í heiminum síðastliðin fjögur ár. Þar er verið að ráðast á okkar minnstu máttar, þau sem alls ekki geta varið sig. Framtíð þeirra og lífsskilyrði að engu orðin vegna þess þau fæddust á landi sem önnur þjóð ásælist. Að mati Ísraelsstjórnar mega þessi börn missa sín, þau njóta ekki mannréttinda, eiga ekki skilið að fá grunnþörfum sínum fullnægt hvað varðar fæði, klæði og húsaskjól heldur eru þau dæmd til martraðakennds veruleika af mannanna völdum. Hjálparstarfsfólk lýsir þessum hörmungum sem útrýmingu æskunnar og minnir okkur á, að sönnu, að ekkert barn komi óskaddað úr þessum aðstæðum. Mörg barnanna vilji einfaldlega ekki lifa lengur. Raunveruleiki heilbrigðisstarfsfólks er að halda í hendur barna, vegna þess þau eiga enga að, þegar þau draga síðasta andardráttinn. Eða að hughreista þau sem eftir lifa og misst hafa alla fjölskyldu sína. Börn sem eru ekki aðeins sködduð andlega fyrir lífstíð heldur hafa orðið fyrir allskonar alvarlegum meiðslum og jafnvel örkumlun. Vegna bágra aðstæðna, heimilisleysi, hungurs og vannæringar, einmanaleika, vonleysis og ótta sjá þessi börn enga framtíð fyrir sér. Eins og eitt slasað barn sem sótt var í rústir eftir sprengju þar sem öll fjölskyldan lést orðaði það; „mig langar ekki að lifa lengur, öll fjölskyldan mín er dáin og ég á engan að”. Áætlað er að vel yfir 16 þúsund börn hafi látist í þjóðernishreinsunum Ísraelsstjórnar á Palestínufólki og ríflega sá fjöldi eða 17 þúsund börn séu á vergangi, oftast vegna þess að fjölskyldumeðlimir eru látnir. Þá er talið að um fjögur þúsund börn séu enn grafin undir rústum. Þessar aðstæður eru engum börnum bjóðandi, sama hverrar þjóðar eða trúar þau eru. Það er skylda okkar að halda áfram að beita þeim þrýstingi sem við getum, þrátt fyrir að vera ekki fjölmenn þjóð. Með því að samþykkja Palestínu sem sjálfstætt ríki árið 2011 tókum við skýra afstöðu og með henni verðum við að standa. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna skyldar okkur til að gæta hagsmuna allra barna og það er sorglegur tvískinnungur fólginn í því í hinu ríka vestri að gera allt of lítið í því að stöðva þjóðarmorð en um leið kvarta yfir auknum fjölda flóttafólks. Okkur ber að sýna mannúð og taka ábyrgð á því að vera hluti af alþjóðlegu samfélagi þar sem þau sterkari grípa þau veikari og hafa ætíð hagsmuni barna að leiðarljósi, ekki síst þeirra sem búa við fötlun eins og 10. og 25. grein útlendingalaga kveða á um. Það þýðir að veita börnum sem búa við fötlun og eru þannig enn frekar upp á náð og miskun annarra komin dvalarleyfi hér á landi. Annað er mannvonska af verstu sort. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að þrýsta á stjórnvöld í Ísrael til að láta af þjóðarmorði á Palestínsku þjóðinni, það felur líka í sér að þrýsta á þau ríki sem fara hvað harðast fram í stuðningi sínum við þær hörmungar sem þar geisa, má þar helst nefna Bandaríkin, Bretland og Þýskaland. Líkt og fram kom á flokksráðsfundi VG á dögunum þá ályktaði fundurinn um mikilvægi þess að Ísraear létu af hernaðinum á Gaza og færu af Vesturbakkanum og frá Austur-Jerúsalem. Varanlegur friður verði að komast á þar sem sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar er tryggt. Það er löngu kominn tími á varanlegt vopnahlé, ekki síst fyrir börnin. Elín Björk Jónasdóttir, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði.Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar