Spilar fótbolta til að vera í landsliðinu Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2024 19:15 Gylfi Þór var ferskur eftir æfingu með Val á Hlíðarenda í dag. Vísir/Sigurjón „Á meðan ég get spilað fótbolta mun ég spila fyrir landsliðið,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson sem verður með A-landsliði karla í fótbolta í komandi leikjum í Þjóðadeildinni. Gylfi Þór var á meðal þeirra leikmanna sem Åge Hareide valdi í landsliðshóp Íslands í dag fyrir komandi leiki við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni. Gylfi er ánægður að snúa aftur. „Tilfinningin er mjög góð, ég er búinn að bíða eftir þessu í tæpt ár núna. Tíu mánuði sirka. Ég er mjög ánægður og hlakka mikið til næstu viku,“ segir Gylfi í Sportpakkanum á Stöð 2. Klippa: Gylfi mættur aftur í landsliðið Fyrir þessum tíu mánuðum bætti Gylfi markamet landsliðsins er hann skoraði tvö gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. Hann er markahæstur í sögu landsliðsins með 27 mörk. Í millitíðinni hefur hins vegar verið smá vesen á Gylfa. „Það voru bara meiðsli, að koma mér aftur í form og það var minnir mig í síðasta landsliðsglugga sem ég var byrjaður að fá í bakið, smá brjósklos. Þetta er búinn að vera smá tími og smá basl en ánægður núna að vera heill heilsu og kominn aftur í liðið,“ segir Gylfi. Það skemmtilegasta sem hann gerir Í fyrrakvöld tilkynnti Alfreð Finnbogason að landsliðsskór hans væru komnir upp í hillu. Gylfi og Jóhann Berg Guðmundsson eru þeir einu í núverandi hópi sem eftir standa af gamla bandinu sem fór á EM 2016 og HM 2018. „Af gömlu köllunum, held ég það. Aron er auðvitað byrjaður að spila aftur eftir löng og erfið meiðsli. Það eru ekki margir eftir, því miður. Ég held að við Jói reynum að vera í landsliðinu eins lengi og við getum spilað fótbolta,“ segir Gylfi. Hann segir því tíðindin frá félaga hans Alfreð ekki hafa gert að verkum að hann sé farin að huga að því að hætta með landsliðinu. „Ég veit alveg að það styttist því miður í það. En eins og ég segi, þá er það svo lengi sem ég get spilað fótbolta og landsliðsþjálfarinn vill fá mig, þá mun ég halda áfram að spila til að vera í landsliðinu. Það er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er mikill heiður í hvert skipti sem maður spilar fyrir Ísland, það er eitthvað sérstakt við það.“ Landsleikir Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland fara fram 6. og 9. september og verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem og allir aðrir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í vetur. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
Gylfi Þór var á meðal þeirra leikmanna sem Åge Hareide valdi í landsliðshóp Íslands í dag fyrir komandi leiki við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni. Gylfi er ánægður að snúa aftur. „Tilfinningin er mjög góð, ég er búinn að bíða eftir þessu í tæpt ár núna. Tíu mánuði sirka. Ég er mjög ánægður og hlakka mikið til næstu viku,“ segir Gylfi í Sportpakkanum á Stöð 2. Klippa: Gylfi mættur aftur í landsliðið Fyrir þessum tíu mánuðum bætti Gylfi markamet landsliðsins er hann skoraði tvö gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. Hann er markahæstur í sögu landsliðsins með 27 mörk. Í millitíðinni hefur hins vegar verið smá vesen á Gylfa. „Það voru bara meiðsli, að koma mér aftur í form og það var minnir mig í síðasta landsliðsglugga sem ég var byrjaður að fá í bakið, smá brjósklos. Þetta er búinn að vera smá tími og smá basl en ánægður núna að vera heill heilsu og kominn aftur í liðið,“ segir Gylfi. Það skemmtilegasta sem hann gerir Í fyrrakvöld tilkynnti Alfreð Finnbogason að landsliðsskór hans væru komnir upp í hillu. Gylfi og Jóhann Berg Guðmundsson eru þeir einu í núverandi hópi sem eftir standa af gamla bandinu sem fór á EM 2016 og HM 2018. „Af gömlu köllunum, held ég það. Aron er auðvitað byrjaður að spila aftur eftir löng og erfið meiðsli. Það eru ekki margir eftir, því miður. Ég held að við Jói reynum að vera í landsliðinu eins lengi og við getum spilað fótbolta,“ segir Gylfi. Hann segir því tíðindin frá félaga hans Alfreð ekki hafa gert að verkum að hann sé farin að huga að því að hætta með landsliðinu. „Ég veit alveg að það styttist því miður í það. En eins og ég segi, þá er það svo lengi sem ég get spilað fótbolta og landsliðsþjálfarinn vill fá mig, þá mun ég halda áfram að spila til að vera í landsliðinu. Það er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er mikill heiður í hvert skipti sem maður spilar fyrir Ísland, það er eitthvað sérstakt við það.“ Landsleikir Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland fara fram 6. og 9. september og verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem og allir aðrir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í vetur.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira