„Svipað og þegar við tókum yfir liðið á sínum tíma“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2024 08:01 Gylfi mun leika með Íslandi gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli áður en haldið verður til Tyrklands. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson verður hluti af landsliðshópi Íslands sem mætir Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta byrjun næsta mánaðar. Hann er spenntur fyrir nýrri kynslóð leikmanna í landsliðinu. Gylfi Þór var utan landsliðsins um hríð á meðal dómsmál hans í Bretlandi var útkljáð en tókst að bæta markamet Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen þegar hann sneri aftur í liðið í október í fyrra. Klippa: Gylfi ánægður að snúa aftur Hann hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan vegna meiðsla og endurhæfingar sökum langs tíma utan fótboltavallarins. Eðlilega hafa miklar breytingar orðið á liðinu síðan og standa fáir eftir af þeim leikmönnum sem spiluðu með Gylfa þegar Ísland fór á EM 2016 og HM 2018. Honum líst vel á þá ungu menn sem hafa tekið við keflinu. „Mjög fínir, tæknilega mjög góðir. Þetta eru kannski svipuð skipti og þegar við gömlu kallarnir vorum að taka yfir liðið á sínum tíma. Leikmennirnir í dag eru mjög góðir tæknilega og margir skemmtilegir leikmenn, sem skemmtilegt er að horfa á fram á við,“ „Ég held að styrkurinn sé með boltann hjá þessum strákum en eins og er alltaf hjá Íslandi þá verðum við að geta varist vel og byggt ofan á það. Og svo þá með einstaklingsgæði geta skipt máli,“ segir Gylfi. Ekki rætt við Hareide um sitt hluverk Tíu mánuðir eru frá því að Gylfi var síðast í landsliðshópnum en hann kveðst hafa haldið góðu sambandi við landsliðs þjálfarann Åge Hareide. „Bara fín, við höfum spjallað saman í kringum landsliðsgluggana. Við vorum mikið í sambandi fyrir umspilsleikina þegar ég var meiddur og að koma mér aftur í gang á Spáni. En síðan þá hefur þetta verið í kringum gluggana sem hann hefur tjékkað á mér og látið mig vita að hann sé að fylgjast með mér og spyrja hvernig ég hefði það og svo framvegis,“ segir Gylfi. En hefur hann rætt við þjálfarann hvert hlutverk hans með liðinu verður? „Ekkert þannig séð. Við munum örugglega ræða það þegar við hittumst. Við gerum það líklega frekar uppi á hóteli heldur en í gegnum síma. Auðvitað vill maður alltaf spila, sama hversu gamall maður er. Þó maður sé kominn á seinni hluta ferilsins er metnaðurinn alltaf til staðar að spila alla leiki og allar mínútur,“ segir Gylfi. Gylfa hlakkar þá til að spila á Laugardalsvelli en er ekki síður spenntur fyrir því að spila fyrir fullum velli í brjálaðri stemningu í Tyrklandi, hvar íslenska liðinu hefur gengið vel í síðustu heimsóknum. „Mjög vel. Þetta eru geggjaðir leikir. Það er frábært að fara til Tyrklands að spila á troðfullum velli og örugglega mikil stemning. Það er eitthvað sem ég hlakka mikið til. En auðvitað er frábært líka að fá leik hérna heima á Laugardalsvellinum og undirbúninginn hérna heima líka,“ segir Gylfi. Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan. Landsleikir Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland fara fram 6. og 9. september og verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem og allir aðrir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í vetur. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sjá meira
Gylfi Þór var utan landsliðsins um hríð á meðal dómsmál hans í Bretlandi var útkljáð en tókst að bæta markamet Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen þegar hann sneri aftur í liðið í október í fyrra. Klippa: Gylfi ánægður að snúa aftur Hann hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan vegna meiðsla og endurhæfingar sökum langs tíma utan fótboltavallarins. Eðlilega hafa miklar breytingar orðið á liðinu síðan og standa fáir eftir af þeim leikmönnum sem spiluðu með Gylfa þegar Ísland fór á EM 2016 og HM 2018. Honum líst vel á þá ungu menn sem hafa tekið við keflinu. „Mjög fínir, tæknilega mjög góðir. Þetta eru kannski svipuð skipti og þegar við gömlu kallarnir vorum að taka yfir liðið á sínum tíma. Leikmennirnir í dag eru mjög góðir tæknilega og margir skemmtilegir leikmenn, sem skemmtilegt er að horfa á fram á við,“ „Ég held að styrkurinn sé með boltann hjá þessum strákum en eins og er alltaf hjá Íslandi þá verðum við að geta varist vel og byggt ofan á það. Og svo þá með einstaklingsgæði geta skipt máli,“ segir Gylfi. Ekki rætt við Hareide um sitt hluverk Tíu mánuðir eru frá því að Gylfi var síðast í landsliðshópnum en hann kveðst hafa haldið góðu sambandi við landsliðs þjálfarann Åge Hareide. „Bara fín, við höfum spjallað saman í kringum landsliðsgluggana. Við vorum mikið í sambandi fyrir umspilsleikina þegar ég var meiddur og að koma mér aftur í gang á Spáni. En síðan þá hefur þetta verið í kringum gluggana sem hann hefur tjékkað á mér og látið mig vita að hann sé að fylgjast með mér og spyrja hvernig ég hefði það og svo framvegis,“ segir Gylfi. En hefur hann rætt við þjálfarann hvert hlutverk hans með liðinu verður? „Ekkert þannig séð. Við munum örugglega ræða það þegar við hittumst. Við gerum það líklega frekar uppi á hóteli heldur en í gegnum síma. Auðvitað vill maður alltaf spila, sama hversu gamall maður er. Þó maður sé kominn á seinni hluta ferilsins er metnaðurinn alltaf til staðar að spila alla leiki og allar mínútur,“ segir Gylfi. Gylfa hlakkar þá til að spila á Laugardalsvelli en er ekki síður spenntur fyrir því að spila fyrir fullum velli í brjálaðri stemningu í Tyrklandi, hvar íslenska liðinu hefur gengið vel í síðustu heimsóknum. „Mjög vel. Þetta eru geggjaðir leikir. Það er frábært að fara til Tyrklands að spila á troðfullum velli og örugglega mikil stemning. Það er eitthvað sem ég hlakka mikið til. En auðvitað er frábært líka að fá leik hérna heima á Laugardalsvellinum og undirbúninginn hérna heima líka,“ segir Gylfi. Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan. Landsleikir Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland fara fram 6. og 9. september og verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem og allir aðrir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í vetur.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sjá meira