Arnar gefur engan slaka: „Það er bara ekki í boði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2024 12:01 Arnar Gunnlaugsson segir fara vel um menn í Andorra. vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hugsar ekkert um leik helgarinnar við Val þegar kemur að liðsvali fyrir Evrópuleik kvöldsins við Santa Coloma í Andorra. Víkingar leiða einvígið 5-0. Víkingar njóta sín vel í fjallaloftinu á Pýreneafjallskaganum. Þeir höfðu rými til að mæta fyrr út en venjulega og nýttu sér það, ekki síst til að venjast þynnra lofti en menn eru vanir í flatlendi Reykjavíkur. „Þetta er bara mjög gott. Við tókum aðeins öðruvísi ferð en áður. Við flugum til Barcelona á mánudeginum og gistum þar eina nótt og vorum komnir snemma til Andorra. Einmitt bara út af aðeins öðruvísi aðstæðum, að menn þyrftu að venjast því að vera svona hátt uppi,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við íþróttadeild Vísis. „Við höfum náð tveimur æfingum líka, við höfum venjulega bara náð einni æfingu fyrir þessa leiki erlendis. Við erum búnir að leggja aðeins meira í þessa ferð enda kannski aðeins meira undir,“ bætir hann við. Fríið kærkomið Það hafi komið sér vel að fá frí um helgina. Víkingur átti að mæta KR í Bestu deild karla en þeim leik frestað vegna mikilvægis Evrópueinvígisins. Víkingar eru nú aðeins leik kvöldsins frá sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. „Það var mjög gott. Við náðum fínni æfingu heima á sunnudeginum og gefur mönnum aðeins tækifæri til að hlaða batteríin fyrir þessa næstu lotu. Það núna náttúrulega Valsleikur á sunnudaginn en eftir það kemur fín hvíld í landsleikjahléinu. Við erum að hugsa þetta í ákveðnum lotum þessa stundina,“ segir Arnar. Ætlar ekki að hvíla menn Aðeins tvær umferðir eru eftir af Bestu deild karla fyrir skiptingu deildarkeppninnar í tvennt. Víkingur á að vísu þrjá leiki eftir vegna áðurnefndrar frestunar KR-leiksins, og baráttan er hörð við Breiðablik um efsta sæti deildarinnar. Víkingur á stórleik við Val á mánudaginn kemur en Arnar segir þann leik ekki vera í hans huga við liðsvalið í kvöld. „Nei. Þetta er alveg gríðarlega mikilvægur leikur í kvöld. Það eru auðvitað einhverjar 99,9 prósent líkur á að við séum komnir áfram. En þetta skiptir miklu máli upp á seeding, stigasöfnun og þess háttar í Evrópukeppninni til að tryggja okkur betri stað á næsta ári, vonandi,“ segir Arnar. „Líka bara til að halda skriðþunganum gangandi. Þú vilt ekki fara inn í Valsleikinn með súrt bragð í munni hafandi sýnt lélega frammistöðu og þess háttar. Það er líka bara mikilvægt hvernig leikmenn og starfslið koma fram fyrir hönd klúbbsins. Við höfum sett ákveðin staðal síðustu fimm ár sem við viljum halda í,“ bætir Arnar við. Hálfkák ekki í boði Menn mæta sem sagt ekki til leiks hugsandi um að halda fengnum hlut? Verandi 5-0 yfir í einvíginu. „Ég man ekki alveg hvort maður hefur verið í þessari stöðu áður sem leikmaður. En auðvitað ferðu kannski ekki af sama krafti í tæklingar og ferð mögulega í aðgerðir með einhverju hálfkáki. En það er bara ekki í boði í kvöld,“ „Við verðum að stíga á bensíngjöfina. Ég hef talað oft um það að útileikir eru bara allt annað dæmi. Þeir eru 5-0 undir og munu reyna að ná marki á fyrsta korterinu, vera aggressívir. Við þurfum að jafnast á við það og vera klókir í öllum okkar aðgerðum,“ segir Arnar. Leikur Santa Coloma og Víkings hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Kjartan Atli Kjartansson mun hita upp fyrir leikinn ásamt sérfræðingum frá klukkan 17:30. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira
Víkingar njóta sín vel í fjallaloftinu á Pýreneafjallskaganum. Þeir höfðu rými til að mæta fyrr út en venjulega og nýttu sér það, ekki síst til að venjast þynnra lofti en menn eru vanir í flatlendi Reykjavíkur. „Þetta er bara mjög gott. Við tókum aðeins öðruvísi ferð en áður. Við flugum til Barcelona á mánudeginum og gistum þar eina nótt og vorum komnir snemma til Andorra. Einmitt bara út af aðeins öðruvísi aðstæðum, að menn þyrftu að venjast því að vera svona hátt uppi,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við íþróttadeild Vísis. „Við höfum náð tveimur æfingum líka, við höfum venjulega bara náð einni æfingu fyrir þessa leiki erlendis. Við erum búnir að leggja aðeins meira í þessa ferð enda kannski aðeins meira undir,“ bætir hann við. Fríið kærkomið Það hafi komið sér vel að fá frí um helgina. Víkingur átti að mæta KR í Bestu deild karla en þeim leik frestað vegna mikilvægis Evrópueinvígisins. Víkingar eru nú aðeins leik kvöldsins frá sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. „Það var mjög gott. Við náðum fínni æfingu heima á sunnudeginum og gefur mönnum aðeins tækifæri til að hlaða batteríin fyrir þessa næstu lotu. Það núna náttúrulega Valsleikur á sunnudaginn en eftir það kemur fín hvíld í landsleikjahléinu. Við erum að hugsa þetta í ákveðnum lotum þessa stundina,“ segir Arnar. Ætlar ekki að hvíla menn Aðeins tvær umferðir eru eftir af Bestu deild karla fyrir skiptingu deildarkeppninnar í tvennt. Víkingur á að vísu þrjá leiki eftir vegna áðurnefndrar frestunar KR-leiksins, og baráttan er hörð við Breiðablik um efsta sæti deildarinnar. Víkingur á stórleik við Val á mánudaginn kemur en Arnar segir þann leik ekki vera í hans huga við liðsvalið í kvöld. „Nei. Þetta er alveg gríðarlega mikilvægur leikur í kvöld. Það eru auðvitað einhverjar 99,9 prósent líkur á að við séum komnir áfram. En þetta skiptir miklu máli upp á seeding, stigasöfnun og þess háttar í Evrópukeppninni til að tryggja okkur betri stað á næsta ári, vonandi,“ segir Arnar. „Líka bara til að halda skriðþunganum gangandi. Þú vilt ekki fara inn í Valsleikinn með súrt bragð í munni hafandi sýnt lélega frammistöðu og þess háttar. Það er líka bara mikilvægt hvernig leikmenn og starfslið koma fram fyrir hönd klúbbsins. Við höfum sett ákveðin staðal síðustu fimm ár sem við viljum halda í,“ bætir Arnar við. Hálfkák ekki í boði Menn mæta sem sagt ekki til leiks hugsandi um að halda fengnum hlut? Verandi 5-0 yfir í einvíginu. „Ég man ekki alveg hvort maður hefur verið í þessari stöðu áður sem leikmaður. En auðvitað ferðu kannski ekki af sama krafti í tæklingar og ferð mögulega í aðgerðir með einhverju hálfkáki. En það er bara ekki í boði í kvöld,“ „Við verðum að stíga á bensíngjöfina. Ég hef talað oft um það að útileikir eru bara allt annað dæmi. Þeir eru 5-0 undir og munu reyna að ná marki á fyrsta korterinu, vera aggressívir. Við þurfum að jafnast á við það og vera klókir í öllum okkar aðgerðum,“ segir Arnar. Leikur Santa Coloma og Víkings hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Kjartan Atli Kjartansson mun hita upp fyrir leikinn ásamt sérfræðingum frá klukkan 17:30.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira