Fulltrúar Trump hrintu starfsmanni hermannagrafreits Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2024 19:29 Trump stillir upp blómsveig við minnisvarða um óþekkta hermenn í Arlington-grafreitnum í Virginíu á mánudag. Heimsóknin dróg dilk á eftir sér. AP/Alex Brandon Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump hrinti fulltrúa Bandaríkjahers þegar sá síðarnefndi brýndi fyrir honum reglur sem banna stjórnmálastarf í grafreit fallinna hermanna í vikunni. Framboðið sakaði starfsmann grafreitsins um að vera veikan á geði. Talsmaður Bandaríkjahers staðfesti í dag að starfsmanni Arlington-grafreitsins utan við Washington-borg hafi verið „hranalega ýtt til hliðar“ þegar hann brýndi fyrir starfsmönnum framboðs Trump að fylgja reglum. Uppákoman hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Hún átti sér stað þegar Trump heimsótti grafreitinn í boði fjölskyldna hermanna sem féllu í Afganistan sem styðja hann. Eftir að minningarathöfn lauk lét Trump meðal annars mynda sig brosandi og með þumalfingur á lofti með fjölskyldu eins fallins hermanns. President @realDonaldTrump visiting @ArlingtonNatl Cemetery this morning to lay wreaths with Gold Star families at the graves of our brave men & women who lost their lives 3 years ago today during the disastrous Afghanistan withdraw in 2021.Pictured with the family of Sgt.… pic.twitter.com/VKsbShGWWC— Corey R. Lewandowski (@CLewandowski_) August 26, 2024 Fljótlega greindi NPR frá því að tveir starfsmenn framboðs Trump hefðu hellt sér yfir og ýtt starfsmanni grafreitsins sem reyndi að banna þeim að taka myndir og taka upp myndefni í hluta grafreitsins þar sem hermenn sem féllu í Afganistan og Írak hvíla. Samkvæmt reglum grafreitsins verður að fá leyfi fyrir myndatökum. Alríkislög banna allt stjórnmálastarf í grafreitnum, þar á meðal framleiðsla á framboðsefni. Trump birti síðar myndefni úr grafreitnum á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýndi harðlega ákvörðun Joes Biden forseta um að draga herlið frá Afganistan. Þrettán bandarískir hermenn féllu og fleiri en 170 Afganir í sjálfsmorðssprengjuárás á Kabúlflugvelli við brottflutninginn fyrir þremur árum. Kölluðu starfsmanninn fyrirlitlegan og í geðrofi Framboð Trump þrætti fyrir að nokkur hefði stuggað við starfsmanni grafreitsins. Í yfirlýsingu sem framboðið sendi fyrst frá sér fullyrti það að starfsmaður grafreitsins hefði „augljóslega verið í geðrofi“. Leyfi fyrir myndatökunni hefði legið fyrir. Chris LaCivita, ráðgjafi framboðs Trump, bætti um betur og lýsti starfsmanni grafreitsins sem „fyrirlitlegum“ í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Hver sem þessi einstaklingur er, þá vanvirðir það karla og konur í hernum okar að dreifa þessum lygum,“ sagði hann. Talsmaður hersins rengir þetta í yfirlýsingu sem var gefin út í dag. Þar sagði að starfsmaður grafreitsins hefði komið fram af fagmennsku og forðast frekari átök. Starfsmaðurinn hefði síðan sætt ósanngjörnum árásum fulltrúa fyrrverandi foretans. Uppákoman hefði verið óheppileg en þar sem starfsmaðurinn hefði kosið að leggja ekki fram kæru vegna þess teldi herinn málinu lokið. Heimildarmaður AP-fréttastofunnar innan varnarmálaráðuneytisins fullyrti að starfsmenn Trump hefði verið varaðir við því að taka myndir í grafreitnum fyrir heimsóknina þangað. Washington Post segir að ráðuneytið hafi ekki viljað koma í veg fyrir að Trump heimsækti grafreitinn á mánudag en framboðið hefði fengið afdráttarlaus skilaboð um að lögunum um bann við að hann yrði nýttur í flokkspólitískri baráttu yrði framfylgt. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að konan sem lenti í starfsmönnum Trump hafi veigrað sér við að leggja fram kæru af ótta við að vera ofsótt af stuðningsmönnum forsetans. Annað eins hefur ítrekað gerst á undanförnum árum. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Talsmaður Bandaríkjahers staðfesti í dag að starfsmanni Arlington-grafreitsins utan við Washington-borg hafi verið „hranalega ýtt til hliðar“ þegar hann brýndi fyrir starfsmönnum framboðs Trump að fylgja reglum. Uppákoman hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Hún átti sér stað þegar Trump heimsótti grafreitinn í boði fjölskyldna hermanna sem féllu í Afganistan sem styðja hann. Eftir að minningarathöfn lauk lét Trump meðal annars mynda sig brosandi og með þumalfingur á lofti með fjölskyldu eins fallins hermanns. President @realDonaldTrump visiting @ArlingtonNatl Cemetery this morning to lay wreaths with Gold Star families at the graves of our brave men & women who lost their lives 3 years ago today during the disastrous Afghanistan withdraw in 2021.Pictured with the family of Sgt.… pic.twitter.com/VKsbShGWWC— Corey R. Lewandowski (@CLewandowski_) August 26, 2024 Fljótlega greindi NPR frá því að tveir starfsmenn framboðs Trump hefðu hellt sér yfir og ýtt starfsmanni grafreitsins sem reyndi að banna þeim að taka myndir og taka upp myndefni í hluta grafreitsins þar sem hermenn sem féllu í Afganistan og Írak hvíla. Samkvæmt reglum grafreitsins verður að fá leyfi fyrir myndatökum. Alríkislög banna allt stjórnmálastarf í grafreitnum, þar á meðal framleiðsla á framboðsefni. Trump birti síðar myndefni úr grafreitnum á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýndi harðlega ákvörðun Joes Biden forseta um að draga herlið frá Afganistan. Þrettán bandarískir hermenn féllu og fleiri en 170 Afganir í sjálfsmorðssprengjuárás á Kabúlflugvelli við brottflutninginn fyrir þremur árum. Kölluðu starfsmanninn fyrirlitlegan og í geðrofi Framboð Trump þrætti fyrir að nokkur hefði stuggað við starfsmanni grafreitsins. Í yfirlýsingu sem framboðið sendi fyrst frá sér fullyrti það að starfsmaður grafreitsins hefði „augljóslega verið í geðrofi“. Leyfi fyrir myndatökunni hefði legið fyrir. Chris LaCivita, ráðgjafi framboðs Trump, bætti um betur og lýsti starfsmanni grafreitsins sem „fyrirlitlegum“ í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Hver sem þessi einstaklingur er, þá vanvirðir það karla og konur í hernum okar að dreifa þessum lygum,“ sagði hann. Talsmaður hersins rengir þetta í yfirlýsingu sem var gefin út í dag. Þar sagði að starfsmaður grafreitsins hefði komið fram af fagmennsku og forðast frekari átök. Starfsmaðurinn hefði síðan sætt ósanngjörnum árásum fulltrúa fyrrverandi foretans. Uppákoman hefði verið óheppileg en þar sem starfsmaðurinn hefði kosið að leggja ekki fram kæru vegna þess teldi herinn málinu lokið. Heimildarmaður AP-fréttastofunnar innan varnarmálaráðuneytisins fullyrti að starfsmenn Trump hefði verið varaðir við því að taka myndir í grafreitnum fyrir heimsóknina þangað. Washington Post segir að ráðuneytið hafi ekki viljað koma í veg fyrir að Trump heimsækti grafreitinn á mánudag en framboðið hefði fengið afdráttarlaus skilaboð um að lögunum um bann við að hann yrði nýttur í flokkspólitískri baráttu yrði framfylgt. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að konan sem lenti í starfsmönnum Trump hafi veigrað sér við að leggja fram kæru af ótta við að vera ofsótt af stuðningsmönnum forsetans. Annað eins hefur ítrekað gerst á undanförnum árum.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira