Er allt í gulu í þínum skóla? Snæfríður Jóhannesdóttir skrifar 1. september 2024 08:02 Sjálfsvíg eru alþjóðlegt geðheilbrigðisvandamál. Á hverju ári deyja um 700.000 einstaklingar af völdum sjálfsvíga á heimsvísu samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Á Íslandi missum við árlega að meðaltali 39 einstaklinga vegna sjálfsvíga. Hvert sjálfsvíg er mikill harmleikur sem hefur gífurleg áhrif á fjölskyldur og samfélög – ekki síst vegna sorgarinnar sem situr eftir. Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að því að auka meðvitund samfélagsins um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna. Forvarnir gegn sjálfsvígum er viðvarandi forgangsverkefni í lýðheilsu sem mikilvægt er að allt samfélagið vinni saman að. Árið 2023 var eitt helsta markmið samvinnunnar að vekja fólk til umhugsunar um andlega líðan samstarfsmanna á vinnustöðum og hvetja fólk til þess að huga að samstarfsfólki sínu. Lögð var áhersla á slagorðið: ,,Er allt í gulu á þínum vinnustað?“ Þetta árið leggur samvinnuverkefnið Gulur september áherslu á ungmenni. Slagorðið í ár er: ,,Er allt í gulu í þínum skóla?“ Sjálfsvíg er fjórða algengasta dánarorsök ungs fólks á aldrinum 15-29 ára á heimsvísu. Hlutfallið er hærra meðal drengja en stúlkna. Samfélagsmiðlar spila sífellt stærra hlutverki í daglegu lífi ungmenna sem er í réttu hlutfalli við aukna netnotkun þess hóps síðasta áratuginn. Veraldarvefnum fylgja vandamál sem hafa mikil áhrif á andlega heilsu ungmenna. Eitt þeirra vandamála er neteinelti sem veldur mikilli vanlíðan hjá ungmennum og getur leitt til sjálfsvígshugsana. Netfíkn getur einnig leitt til kvíða, þunglyndis, einangrunar og að endingu sjálfsvígshugsana. Dæmi um aðra þætti sem stuðla að sjálfsvígum ungmenna eru áföll, notkun hugbreytandi efna, geðræn veikindi, forsaga tengd sjálfsvígum, skyndilegur missir ástvinar, félagsleg höfnun, félagsleg einangrun og jaðarsetning. Mikilvægt er að vekja fólk til vitundar um það að hve upphaf ævi fólks ræður miklu um andlega heilsu þess út lífið. Rannsóknir í taugavísindum sýna að fyrstu 1000 dagarnir í lífi barna hafa varanleg áhrif á framtíðarheilbrigði barna. Þess vegna er það svo aðkallandi að sinna andlegri heilsu og um leið sjálfsvígsforvörnum, allt frá frá meðgöngu einstaklinga og ævi þeirra á enda. Vanræksla og ofbeldi hafa áhrif á efnaskipti og mótun heila barna og getur leitt til skertrar sjálfsmyndar, tengslavanda og hegðunar- og námserfiðleika sem getur leitt til vanlíðunar, þunglyndis og geðraskana. Börn og unglingar þurfa viðunandi stuðning, ekki síst þau sem ganga í gegnum erfiða lífsreynslu. Verndandi þættir gegn sjálfsvígum eru meðal annars jákvæð sjálfsmynd, félagsleg tengsl, umhyggja og stuðningur. Enda þótt uppeldi eitt og sér geti ekki tryggt andlega heilsu ungmenna, þá sýna rannsóknir að ástríki og umhyggja við uppeldi barna stuðlar að bættu andlegu heilbrigði barnsins og skapar mikilvæg langvarandi tilfinningatengsl. Rannsóknir sýna einnig að góð mæting og þátttaka í skóla dragi úr sjálfsvígshugsunum hjá börnum. Sjálfsvígsforvarnaráætlanir sem fylgt er sýna að slík vinna hefur jákvæð áhrif á geðheilbrigði, félagslega aðlögun og viðhorf fólks sem um leið dregur úr hættu á sjálfsvígum. Mikilvægt er að efla enn frekar heilsueflingu og sjálfsvígsforvarnir með víðtækum og fjölþættum sjálfsvígsforvarnaáætlunum. Sjálfsvígsforvarnir krefjast samhæfingar og samvinnu mismunandi aðila og stofnana svo sem skóla, heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og viðbragðsaðila. Á Íslandi vinnum við eftir Aðgerðaráætlun um sjálfsvígsforvarnir. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september; dagur sem við köllum gula daginn því gulur er litur sjálfsvígsforvarna. Markmið dagsins er að stuðla að forvörnum gegn sjálfsvígum og um leið minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Við skulum sýna hug í verki þann 10. september með því klæðast gulum klæðum og bjóða upp á gular veitingar. Við skulum svo taka myndir af gulu stemmningunni og deila myndunum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #gulurseptember Höfundur er hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá geðþjónustu Landspítala. Hvert er hægt að leita? Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á u pplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is eða112.is og á Píeta símann s.552-2218. Hægt er að leita til heilsugæslu um land allt á opnunartíma og til bráðamóttöku geðþjónustu eða bráðamóttöku Landspítala. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sjálfsvíg eru alþjóðlegt geðheilbrigðisvandamál. Á hverju ári deyja um 700.000 einstaklingar af völdum sjálfsvíga á heimsvísu samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Á Íslandi missum við árlega að meðaltali 39 einstaklinga vegna sjálfsvíga. Hvert sjálfsvíg er mikill harmleikur sem hefur gífurleg áhrif á fjölskyldur og samfélög – ekki síst vegna sorgarinnar sem situr eftir. Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að því að auka meðvitund samfélagsins um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna. Forvarnir gegn sjálfsvígum er viðvarandi forgangsverkefni í lýðheilsu sem mikilvægt er að allt samfélagið vinni saman að. Árið 2023 var eitt helsta markmið samvinnunnar að vekja fólk til umhugsunar um andlega líðan samstarfsmanna á vinnustöðum og hvetja fólk til þess að huga að samstarfsfólki sínu. Lögð var áhersla á slagorðið: ,,Er allt í gulu á þínum vinnustað?“ Þetta árið leggur samvinnuverkefnið Gulur september áherslu á ungmenni. Slagorðið í ár er: ,,Er allt í gulu í þínum skóla?“ Sjálfsvíg er fjórða algengasta dánarorsök ungs fólks á aldrinum 15-29 ára á heimsvísu. Hlutfallið er hærra meðal drengja en stúlkna. Samfélagsmiðlar spila sífellt stærra hlutverki í daglegu lífi ungmenna sem er í réttu hlutfalli við aukna netnotkun þess hóps síðasta áratuginn. Veraldarvefnum fylgja vandamál sem hafa mikil áhrif á andlega heilsu ungmenna. Eitt þeirra vandamála er neteinelti sem veldur mikilli vanlíðan hjá ungmennum og getur leitt til sjálfsvígshugsana. Netfíkn getur einnig leitt til kvíða, þunglyndis, einangrunar og að endingu sjálfsvígshugsana. Dæmi um aðra þætti sem stuðla að sjálfsvígum ungmenna eru áföll, notkun hugbreytandi efna, geðræn veikindi, forsaga tengd sjálfsvígum, skyndilegur missir ástvinar, félagsleg höfnun, félagsleg einangrun og jaðarsetning. Mikilvægt er að vekja fólk til vitundar um það að hve upphaf ævi fólks ræður miklu um andlega heilsu þess út lífið. Rannsóknir í taugavísindum sýna að fyrstu 1000 dagarnir í lífi barna hafa varanleg áhrif á framtíðarheilbrigði barna. Þess vegna er það svo aðkallandi að sinna andlegri heilsu og um leið sjálfsvígsforvörnum, allt frá frá meðgöngu einstaklinga og ævi þeirra á enda. Vanræksla og ofbeldi hafa áhrif á efnaskipti og mótun heila barna og getur leitt til skertrar sjálfsmyndar, tengslavanda og hegðunar- og námserfiðleika sem getur leitt til vanlíðunar, þunglyndis og geðraskana. Börn og unglingar þurfa viðunandi stuðning, ekki síst þau sem ganga í gegnum erfiða lífsreynslu. Verndandi þættir gegn sjálfsvígum eru meðal annars jákvæð sjálfsmynd, félagsleg tengsl, umhyggja og stuðningur. Enda þótt uppeldi eitt og sér geti ekki tryggt andlega heilsu ungmenna, þá sýna rannsóknir að ástríki og umhyggja við uppeldi barna stuðlar að bættu andlegu heilbrigði barnsins og skapar mikilvæg langvarandi tilfinningatengsl. Rannsóknir sýna einnig að góð mæting og þátttaka í skóla dragi úr sjálfsvígshugsunum hjá börnum. Sjálfsvígsforvarnaráætlanir sem fylgt er sýna að slík vinna hefur jákvæð áhrif á geðheilbrigði, félagslega aðlögun og viðhorf fólks sem um leið dregur úr hættu á sjálfsvígum. Mikilvægt er að efla enn frekar heilsueflingu og sjálfsvígsforvarnir með víðtækum og fjölþættum sjálfsvígsforvarnaáætlunum. Sjálfsvígsforvarnir krefjast samhæfingar og samvinnu mismunandi aðila og stofnana svo sem skóla, heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og viðbragðsaðila. Á Íslandi vinnum við eftir Aðgerðaráætlun um sjálfsvígsforvarnir. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september; dagur sem við köllum gula daginn því gulur er litur sjálfsvígsforvarna. Markmið dagsins er að stuðla að forvörnum gegn sjálfsvígum og um leið minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Við skulum sýna hug í verki þann 10. september með því klæðast gulum klæðum og bjóða upp á gular veitingar. Við skulum svo taka myndir af gulu stemmningunni og deila myndunum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #gulurseptember Höfundur er hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá geðþjónustu Landspítala. Hvert er hægt að leita? Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á u pplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is eða112.is og á Píeta símann s.552-2218. Hægt er að leita til heilsugæslu um land allt á opnunartíma og til bráðamóttöku geðþjónustu eða bráðamóttöku Landspítala. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun