Þjálfun varnarviðbragða er dauðans alvara Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 30. ágúst 2024 10:00 Í breyttri heimsmynd verða skilin milli friðar og ófriðar, hefðbundinna hernaðarátaka, fjölþáttahernaðar og upplýsingastríðs, sífellt óljósari. Rússar ala á tortryggni og sundrung í lýðræðisríkjum. Þeir standa ekki aðeins fyrir svívirðilegri innrás í Úkraínu heldur ógna þeir öðrum ríkjum með tölvuárásum á mikilvæga innviði í Evrópu, siga hópum flóttamanna yfir landamæri ríkja Atlantshafsbandalagsins, hafa ráðið stjórnarandstæðinga af dögum á erlendri grund og valdið upplýsingaóreiðu með dreifingu falsfrétta. Við Íslendingar þurfum að bregðast við þessum breytta veruleika með því að efla vitund okkar um mikilvægi öryggis- og varnarmála, og standa sómasamlega undir þeim verkefnum sem okkur eru falin í sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins. Í þessari viku hófst varnaræfingin Norður-Víkingur þar sem um tólf hundruð manns, þar af tvö hundruð Íslendingar, æfa varnir Íslands á landi, hafi og í lofti. Æfingin er tvíhliða varnaræfing Bandaríkjanna og Íslands og hefur verið haldin reglulega frá árinu 1982 á grundvelli varnarsamnings ríkjanna. Hún er mikilvægur liður í varnarsamvinnu ríkjanna og með henni sýna bandamenn okkar í verki bæði vilja og getu til að bregðast við ef spennu- eða hættuástand myndast við Ísland. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiðanna umhverfis Ísland, fjarskiptakapla og lykilinnviða á landi, svo sem flugvalla, orkuinnviða, hafna og ratsjárstöðva. Af æfingum á landi má nefna sprengjuleit, samhæfingu land- og flughers, viðgerð mikilvægra varnarinnviða og eftirlitsaðgerðir. Á landinu er einnig pólsk hersveit sem hefur meðferðis eldflaugakerfi sem meðal annars geta grandað óvinaskipum á hafi úti. Sveitin er hér til að æfa skilvirkan flutning, uppsetningu og notkun kerfisins með óvirkum skotfærum. Reglubundnar varnaræfingar eru mikilvægar í sjálfum sér en framferði Rússa undanfarin ár hefur minnt okkur óþyrmilega á þörfina fyrir öflugar varnir og fælingu. Samhæfing og þjálfun varnarviðbragða, líkt og sú sem nú á sér stað hér á landi, er því dauðans alvara. Eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku minnir okkur einnig á náttúruöflin sem geta valdið tjóni og áföllum. Þegar slíkir viðburðir mæta okkur hefur oft reynst okkur gott að eiga góða vini og bandamenn. Á Norður-Víkingi æfa innlendir viðbragðsaðilar samvinnu við erlendan liðsafla til að tryggja að björgunarstarf við slíkar aðstæður gangi sem best, nú í skugga raunverulegs eldgoss. Fyrir okkur Íslendinga undirstrikar varnaræfing sem þessi að við erum hluti af bandalagi ríkja sem virða landamæri, fordæma landvinningastríð og sameinast hafa um lýðræðisleg gildi. Varnaræfingin Norður-Víkingur styrkir fælingarmátt, treystir varnir og eflir getu til að verjast árásum og um leið friðinn sem er því miður ekki sjálfgefinn. Höfundur er utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í breyttri heimsmynd verða skilin milli friðar og ófriðar, hefðbundinna hernaðarátaka, fjölþáttahernaðar og upplýsingastríðs, sífellt óljósari. Rússar ala á tortryggni og sundrung í lýðræðisríkjum. Þeir standa ekki aðeins fyrir svívirðilegri innrás í Úkraínu heldur ógna þeir öðrum ríkjum með tölvuárásum á mikilvæga innviði í Evrópu, siga hópum flóttamanna yfir landamæri ríkja Atlantshafsbandalagsins, hafa ráðið stjórnarandstæðinga af dögum á erlendri grund og valdið upplýsingaóreiðu með dreifingu falsfrétta. Við Íslendingar þurfum að bregðast við þessum breytta veruleika með því að efla vitund okkar um mikilvægi öryggis- og varnarmála, og standa sómasamlega undir þeim verkefnum sem okkur eru falin í sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins. Í þessari viku hófst varnaræfingin Norður-Víkingur þar sem um tólf hundruð manns, þar af tvö hundruð Íslendingar, æfa varnir Íslands á landi, hafi og í lofti. Æfingin er tvíhliða varnaræfing Bandaríkjanna og Íslands og hefur verið haldin reglulega frá árinu 1982 á grundvelli varnarsamnings ríkjanna. Hún er mikilvægur liður í varnarsamvinnu ríkjanna og með henni sýna bandamenn okkar í verki bæði vilja og getu til að bregðast við ef spennu- eða hættuástand myndast við Ísland. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiðanna umhverfis Ísland, fjarskiptakapla og lykilinnviða á landi, svo sem flugvalla, orkuinnviða, hafna og ratsjárstöðva. Af æfingum á landi má nefna sprengjuleit, samhæfingu land- og flughers, viðgerð mikilvægra varnarinnviða og eftirlitsaðgerðir. Á landinu er einnig pólsk hersveit sem hefur meðferðis eldflaugakerfi sem meðal annars geta grandað óvinaskipum á hafi úti. Sveitin er hér til að æfa skilvirkan flutning, uppsetningu og notkun kerfisins með óvirkum skotfærum. Reglubundnar varnaræfingar eru mikilvægar í sjálfum sér en framferði Rússa undanfarin ár hefur minnt okkur óþyrmilega á þörfina fyrir öflugar varnir og fælingu. Samhæfing og þjálfun varnarviðbragða, líkt og sú sem nú á sér stað hér á landi, er því dauðans alvara. Eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku minnir okkur einnig á náttúruöflin sem geta valdið tjóni og áföllum. Þegar slíkir viðburðir mæta okkur hefur oft reynst okkur gott að eiga góða vini og bandamenn. Á Norður-Víkingi æfa innlendir viðbragðsaðilar samvinnu við erlendan liðsafla til að tryggja að björgunarstarf við slíkar aðstæður gangi sem best, nú í skugga raunverulegs eldgoss. Fyrir okkur Íslendinga undirstrikar varnaræfing sem þessi að við erum hluti af bandalagi ríkja sem virða landamæri, fordæma landvinningastríð og sameinast hafa um lýðræðisleg gildi. Varnaræfingin Norður-Víkingur styrkir fælingarmátt, treystir varnir og eflir getu til að verjast árásum og um leið friðinn sem er því miður ekki sjálfgefinn. Höfundur er utanríkisráðherra.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun