Er krónan Ponzi-svikamylla? Guðmundur Ragnarsson skrifar 30. ágúst 2024 14:31 Trillan (krónan) og stórskipið (evran) Íslenska krónan hefur um árabil verið skaðvaldur fyrir heimili, atvinnulíf og opinbera aðila vegna mikils vaxtakostnaðar, gengissveiflna og áhættu, sem að stórum hluta má rekja til smæðar krónunnar. Hún er eins og trilla á úthafi, sem hoppar og skoppar við hverja öldu á meðan evran er eins og stórt farþegaskip sem hreyfist ekki þrátt fyrir óveður. Eðli máls samkvæmt, er ekki hægt að ná stöðugleika á trillu í ólgusjó á úthafi vegna smæðar trillunnar, alveg sama hvað vélstjórinn (Seðlabankinn) gerir, eins og við erum að kljást við krónuna núna. Hinsvegar ríkir á sama tíma stöðugleiki (og lágir vextir) inna evrunnar vegna stærðar hennar, sem er eins og stórt skemmtiferðaskip í samanburði við krónuna sem er eins og trilla. Þrátt fyrir þetta er endalaust haldið áfram að reyna að ná stöðugleika á trillunni í öldugangi og stórsjó og sumir halda því fram að með því að reka vélstjórann (seðlabankastjórann) hætti trillan að velta.Slíkir aðilar hafa sennileg aldrei komið á sjó í smábát. Það er hins vegar furðulegt eftir áratugi slíkra tilrauna sem allar hafa mistekist, að halda það að hægt sé að ná fram sama stöðugleika og hagkvæmni innan krónunnar (trillunnar) og evrunnar (stórskipið).Það sem er þó alvarlegast er að það eru enn í gangi tilraunir með gjaldmiðil heillar þjóðar (örgjaldmiðilinn krónuna) þar sem þolandinn er þjóðin öll, með öllum þeim gríðarlega kostnaði sem þessu fylgir. Öllum þeim sem annt er um ábyrgð, metnað, siðferði og velferð þjóðarinnar til framtíðar ættu að viðurkenna sig sigraða og hætta þessum dýru og glórulausu tilraunum. Það er komið nóg, hingað og ekki lengra, almenningur stendur ekki lengur undir þessum fórnarkostnaði. Loforð um efnahagslegt öryggi líkt og í Ponzi-svikamyllu Margir hafa horft á örgjaldmiðilinn krónuna sem táknmynd fyrir efnahagslega óvissu og óstöðugleika, og hugmyndin um að hún gæti verið Ponzi-svikamylla er kannski ekki eins langsótt og hún virðist við fyrstu sýn. Þó að samlíkingin virðist öfgakennd, þá er hægt að finna marga þætti í sögu og eðli krónunnar sem minna á Ponzi-svikamyllu. Svikamyllu þar sem loforð um mikinn stöðugleika og hagkvæmni, reynast á endanum algjör öfugmæli þar sem skaði krónunnar hefur verið í 5-8% hærri vöxtum umfram evru til langs tíma og síðan koma stórfelld hrunár með reglulegu millibili með gríðarlegum skaða fyrir alla. Ponzi-svikamyllur byggjast á loforðum um ótrúlega ávöxtun á skömmum tíma, og fjárfestar eru blekktir til að trúa því að fjárfestingin sé örugg og arðbær. Í tilviki krónunnar höfum við í áratugi hlustað á loforð um efnahagslegt öryggi, stöðugleika og aukinni kaupmátt með áframhaldandi notkun krónunnar. En eins og í Ponzi-svikamyllu hefur loforðunum fylgt stórkostlegur óstöðugleiki og verðrýrnun, sem hefur valdið almenningi stórfelldum skaða og mjög margir hafa tapað trú á eigin gjaldmiðli. Loforð um stöðugleika og auknu sjálfstæði hafa ítrekað reynst óraunhæf og mun hærri vextir, verðbólga og gengisfellingar en innan evrunnar hafa orðið reglulegur viðburður. Þessar gengisfellingar, sem yfirleitt eru framkvæmdar í því skyni að styrkja samkeppnishæfni útflutningsins, hafa grafið undan raunverulegum kaupmætti almennings og efnahagslegu sjálfstæði. Það sem byrjar sem efnahagsleg von snýst oft upp í stórkostlega efnahagslega óvissu, þar sem verðbólga og svimandi háir vextir og kostnaður umfram það sem er innan evru étur upp eigið fé heimila og atvinnulífs, m.a. bænda og grefur um leið undan efnahagslegu sjálfstæði þessara aðila og þjóðarinnar allrar. Verðbólga og stjórnlaus peningaútgáfa – sameiginlegur þáttur Í Ponzi-svikamyllu eru fjárfestar greiddir út með peningum sem koma frá nýjum fjárfestum, og kerfið hrynur þegar það er ekki lengur hægt að finna nýja fjárfesta. Á sama hátt hefur krónan verið viðkvæm fyrir stjórnlausri peningaútgáfu og verðbólgu, en um leið flutt stórfelldar upphæðir á milli aðila (skuldara) og stétta ekki síst láglaunastétta, til banka og lánveitenda og stuðlað að stórfelldum eignatilfærslum á milli hópa, eins og gerist í Ponzi-svikamyllu. Þessi óheillaþróun hefur leitt til sífelldrar rýrnunar á raunverulegu verðgildi krónunnar, og almenningur hefur þurft að horfa upp á sparnað sinn gufa upp í verðbólguárásum sem skaða hafa lífskjör verulega.Í þessu sambandi er einnig mikilvægt að læra af öðrum þjóðum, en upptaka evrunnar í Evrópu var einmitt til þess að ná fram miklu meiri hagkvæmni í fjármálakerfinu auka samkeppni á milli fjármálastofnana, lækka vexti og millifærslukostnað og útiloka gengissveiflur innan svæðisins. Þetta var gert til að auka samkeppnishæfni atvinnulífs í Evrópu gagnvart Bandaríkjunum og Asíu, til að hægt væri að ná fram aukinni verðmætasköpun, kaupmætti og bættum lífskjörum í Evrópu. Meira að segja Þýskaland með 80 milljón íbúa taldi þýska markið of lítið og tók þess vegna upp evru. Er þetta ekki eitthvað sem við ættum að horfa til og læra af. Hrunið í efnahagslífinu – krónan og Ponzi-svikamyllan Íslenska fjármálahrunið árið 2008 var dramatískur og sársaukafullur atburður sem margir Íslendingar bera ennþá sár eftir. Þetta hrun má líta á sem ákveðinn samanburð við augnablikin þegar Ponzi-svikamyllur hrynja, þegar traustið á kerfinu hverfur og fólk missir allt sitt. Þegar bankarnir hrundu og krónan tók stórt högg, sáum við hvernig verðmæti eigna rýrnuðu nánast á einni nóttu, líkt og fjárfestar sjá í Ponzi-svikamyllum þegar blekkingin kemur upp á yfirborðið. Hvergi í vestrænu landi var eins mikið hrun og á Íslandi 2008, sem rekja má að stærstum hluta til örgjaldmiðilsins krónunnar. Þetta má sjá af einföldum samanburði á Írlandi og Íslandi þar sem bankamenn í báðum löndum, gerðu stórfelld mistök, en á Írlandi hrundi ekki evran, eins og á Íslandi þar sem krónan hrundi um nær 100% miðað við verðgildi erlends gjaldmiðils og bjó til stórfellda flóðbylgju skulda sem gerði þúsundir heimila gjaldþrota og önnur eignalaus og 65% atvinnulífsins gjaldþrota, þurrkaði út hlutabréfamarkaðinn, olli miklu atvinnuleysi og fólksflótta. Ekkert slík stórfellt skuldaflóðbylgjutjón varð innan evrunnar, heldur varð tjónið þar aðallega í rýrnun eigna. Þrátt fyrir þetta en enn verið að gera tilraunir með krónuna. Hrunið var ekki bara efnahagslegt, heldur líka samfélagslegt og pólitískt. Traust almennings á krónunni og á íslensku stjórnkerfi hvarf. Í þessum skilningi má segja að krónan hafi hegðað sér eins og Ponzi-svikamylla sem sprakk, þar sem stórir hópar fólks sátu uppi með ógreiddar skuldir og verðlitlar eignir. Á meðan örgjaldmiðillinn krónan er á Íslandi er enn hætta á slíku stórfelldu hruni, ef stórir innlendir eða erlendi atburðir gerast. Slík áhætta er algerlega óverjandi fyrir heila þjóð. Núverandi efnahagsástand – krónan í enn einni krísunni Í dag, rúmum áratug eftir hrunið 2008, er íslenska hagkerfið enn einu sinni í djúpri krísu. Vextir á lánum til heimilanna hafa nú náð 11%, sem er 7-8% hærra en innan evrunnar, sem setur gríðarlega pressu á íslensk heimili sem mörg hver eru að komast í þrot enn og aftur.Þetta hækkandi vaxtastig er einnig sérstaklega erfitt fyrir bændur og smáfyrirtæki, sem hafa þegar þurft að þola miklar efnahagslegar þrengingar. Hærri vextir grafa hratt undan fjárhagslegu sjálfstæði þeirra og skapa mikið fjárhagslegt óöryggi. Það er einnig sláandi að vextir innan krónunnar eru nú 7-8% hærri en innan evrunnar. Þetta þýðir að hvert heimili og fyrirtæki á Íslandi getur auðveldlega reiknað út hversu miklu þau tapa á krónunni umfram evruna með því að margfalda eigin skuldir með 0,08. Tökum dæmi af 50 milljóna króna láni, þar sem vaxtamunur á milli krónu og evru er 8%: 50 milljónir x 0,08 = 4 milljónir á ári, eða 333 þúsund krónur á mánuði. Þetta er það sem heimilin á Íslandi borga umfram það sem þau myndu borga ef hér væri evra. Þessi gríðarlegi vaxtamunur, sem hefur verið viðvarandi í íslensku hagkerfi, veldur því að krónan grefur hratt undan efnahagslegu sjálfstæði heimilanna, fyrirtækjanna og þjóðarinnar allrar. Heimilin og fyrirtækin sjá sér ekki fært að vaxa og dafna við slíkar aðstæður og fjárhagslegt öryggi þeirra er stöðugt ógnað. Þetta er mjög líkt því sem gerist í Ponzi-svikamyllu, þar sem fólki er lofað háum ávöxtunum en á endanum tapar það öllu. Endurreisn – raunsæi eða ný Ponzi-svikamylla? Eftir hrunið var mikil áhersla lögð á að endurreisa traust á krónunni og byggja upp efnahagslegt öryggi á ný. Það var gert með öflugri stýringu Seðlabankans og nýjum reglum til að hemja bankakerfið, gjaldeyrishöftum og sérstökum kvöðum og sköttum á banka á Íslandi umfram það sem er t.d. innan evrunnar. Krónan kemur einnig í veg fyrir að erlendi bankar komi hingað, sem um leið myndar fákeppni á fjármálamarkaði hér á landi. Þrátt fyrir þessa viðleitni hefur krónan ekki endurheimt traust og íslenskt efnahagslíf stendur enn á brauðfótum þegar kemur að alþjóðlegum viðskiptum. Þegar traustið á krónunni er svona veikt, virðist endurreisn hennar minna á tilraun til að endurvekja Ponzi-svikamyllu sama hvort um sé að ræða ný fjárfestingarlán, nýja „fjárfesta“ (almenningur) eða ný loforð, þá virðist það einungis seinka hinu óumflýjanlega að krónan hrynji á ný. Traust á krónunni ekkert erlendis Þessi óvissa er í takt við það sem gerist í Ponzi-svikamyllum þegar blekkingin er opinberuð, kerfið getur aldrei staðið undir eigin loforðum og hrynur á endanum, þar sem enginn nýr „fjárfestir“ vill taka þátt. Traust á krónunni er heldur ekkert erlendis, þar sem hún er ekki skráð á fjármálamörkuðum, sem segir allt sem segja þarf um erlent traust á krónunni sem hvarvetna er rúinn trausti. Það er fráleitt að þjóðin láti bjóða sér slíkt „maðkað mjöl“ sem gjaldmiðil sem veldur gríðarlegum árlegum skaða, fyrir heimili, atvinnulíf, opinbera aðila og þjóðina alla. Spurningin sem brennur á mörgum Íslendingum í dag er hvort krónan sé á sömu braut sem Ponzi-svikamyllur fara, hvort hún sé dæmd til að valda íbúum landsins enn meiri skaða í framtíðinni. Hvað kostar krónan umfram evru?? Of lítið hefur verið fjallað um það hvað króna kostar samfélagið. Í grein minni Hvað kostar krónan heimilin? fjallaði ég um kostnað krónunnar. Þar segir m.a. „Fjórði stærsti liðurinn á fjárlögum eru afborganir og vextir af skuldum ríkissjóðs. Vaxtakostnaður A-hluta ríkisins af skuldum myndi lækka um 80 milljarða króna á ári með upptöku evru vegna langtíma vaxtamunar á milli krónu og evru. Til samanburðar kostar það um 80 milljarða króna að reka Landspítalann með 5000 starfsmönnum. Það er ekki hægt að réttlæta slíkt bruðl á fjármunum sem annars gætu verið notaðir til að bæta fjölmarga samfélagslega þjónustu og verkefni. Enda er staða okkar á öllum sviðum að verða mjög döpur. Hvort sem litið er á velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, vegakerfið, málefni barna og aldraðra svo eitthvað sé nefnt.“ Einnig fjallaði ég um kostnað krónunnar í greininni Skaðsemi krónunnar umfram evruna fyrir unga fólkið, miðaldra fólkið, eldra fólkið og þjóðina alla. Þar segir m.a. „Þannig eru vextir núna 7% hærri inna krónu en evru sem þýðir að af 50 milljóna kr. láni borgar ungt fólk 50 x 0,07 = 3,5 milljónir á ári (eftir skatta) hærri vexti á ári en væri innan evrunnar, sem er um 290 þúsund á mánuði!!!! Til viðbótar er verð á matvælum hærra en er innan ESB, vegna lægri tolla o.fl. sem skerðir kaupmátt um 30% samkvæmt mati ASÍ“. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar fjallaði einnig um kostnað krónunnar í greininni Framfarir eða fjármálablinda? Þar nefnir Hanna að heildarkostnaður krónunnar umfram evru á hverju ári sé um 500 milljarðar króna sem er um 12% af landsframleiðslu og um 1,4 milljarður á dag. Þess má geta að 500 milljarða kostnaður er jafngildi og launakostnaður á vinnustað með 30.000 starfsfólk!!! Þvílíkt bruðl og sjálfsblekking þjóðar vegna verulega hættulegs og kostnaðarmikils gjaldmiðils er algjörlega fráleitt ástand, sem verður að laga. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar og fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna og stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum Gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Íslenska krónan Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Sjá meira
Trillan (krónan) og stórskipið (evran) Íslenska krónan hefur um árabil verið skaðvaldur fyrir heimili, atvinnulíf og opinbera aðila vegna mikils vaxtakostnaðar, gengissveiflna og áhættu, sem að stórum hluta má rekja til smæðar krónunnar. Hún er eins og trilla á úthafi, sem hoppar og skoppar við hverja öldu á meðan evran er eins og stórt farþegaskip sem hreyfist ekki þrátt fyrir óveður. Eðli máls samkvæmt, er ekki hægt að ná stöðugleika á trillu í ólgusjó á úthafi vegna smæðar trillunnar, alveg sama hvað vélstjórinn (Seðlabankinn) gerir, eins og við erum að kljást við krónuna núna. Hinsvegar ríkir á sama tíma stöðugleiki (og lágir vextir) inna evrunnar vegna stærðar hennar, sem er eins og stórt skemmtiferðaskip í samanburði við krónuna sem er eins og trilla. Þrátt fyrir þetta er endalaust haldið áfram að reyna að ná stöðugleika á trillunni í öldugangi og stórsjó og sumir halda því fram að með því að reka vélstjórann (seðlabankastjórann) hætti trillan að velta.Slíkir aðilar hafa sennileg aldrei komið á sjó í smábát. Það er hins vegar furðulegt eftir áratugi slíkra tilrauna sem allar hafa mistekist, að halda það að hægt sé að ná fram sama stöðugleika og hagkvæmni innan krónunnar (trillunnar) og evrunnar (stórskipið).Það sem er þó alvarlegast er að það eru enn í gangi tilraunir með gjaldmiðil heillar þjóðar (örgjaldmiðilinn krónuna) þar sem þolandinn er þjóðin öll, með öllum þeim gríðarlega kostnaði sem þessu fylgir. Öllum þeim sem annt er um ábyrgð, metnað, siðferði og velferð þjóðarinnar til framtíðar ættu að viðurkenna sig sigraða og hætta þessum dýru og glórulausu tilraunum. Það er komið nóg, hingað og ekki lengra, almenningur stendur ekki lengur undir þessum fórnarkostnaði. Loforð um efnahagslegt öryggi líkt og í Ponzi-svikamyllu Margir hafa horft á örgjaldmiðilinn krónuna sem táknmynd fyrir efnahagslega óvissu og óstöðugleika, og hugmyndin um að hún gæti verið Ponzi-svikamylla er kannski ekki eins langsótt og hún virðist við fyrstu sýn. Þó að samlíkingin virðist öfgakennd, þá er hægt að finna marga þætti í sögu og eðli krónunnar sem minna á Ponzi-svikamyllu. Svikamyllu þar sem loforð um mikinn stöðugleika og hagkvæmni, reynast á endanum algjör öfugmæli þar sem skaði krónunnar hefur verið í 5-8% hærri vöxtum umfram evru til langs tíma og síðan koma stórfelld hrunár með reglulegu millibili með gríðarlegum skaða fyrir alla. Ponzi-svikamyllur byggjast á loforðum um ótrúlega ávöxtun á skömmum tíma, og fjárfestar eru blekktir til að trúa því að fjárfestingin sé örugg og arðbær. Í tilviki krónunnar höfum við í áratugi hlustað á loforð um efnahagslegt öryggi, stöðugleika og aukinni kaupmátt með áframhaldandi notkun krónunnar. En eins og í Ponzi-svikamyllu hefur loforðunum fylgt stórkostlegur óstöðugleiki og verðrýrnun, sem hefur valdið almenningi stórfelldum skaða og mjög margir hafa tapað trú á eigin gjaldmiðli. Loforð um stöðugleika og auknu sjálfstæði hafa ítrekað reynst óraunhæf og mun hærri vextir, verðbólga og gengisfellingar en innan evrunnar hafa orðið reglulegur viðburður. Þessar gengisfellingar, sem yfirleitt eru framkvæmdar í því skyni að styrkja samkeppnishæfni útflutningsins, hafa grafið undan raunverulegum kaupmætti almennings og efnahagslegu sjálfstæði. Það sem byrjar sem efnahagsleg von snýst oft upp í stórkostlega efnahagslega óvissu, þar sem verðbólga og svimandi háir vextir og kostnaður umfram það sem er innan evru étur upp eigið fé heimila og atvinnulífs, m.a. bænda og grefur um leið undan efnahagslegu sjálfstæði þessara aðila og þjóðarinnar allrar. Verðbólga og stjórnlaus peningaútgáfa – sameiginlegur þáttur Í Ponzi-svikamyllu eru fjárfestar greiddir út með peningum sem koma frá nýjum fjárfestum, og kerfið hrynur þegar það er ekki lengur hægt að finna nýja fjárfesta. Á sama hátt hefur krónan verið viðkvæm fyrir stjórnlausri peningaútgáfu og verðbólgu, en um leið flutt stórfelldar upphæðir á milli aðila (skuldara) og stétta ekki síst láglaunastétta, til banka og lánveitenda og stuðlað að stórfelldum eignatilfærslum á milli hópa, eins og gerist í Ponzi-svikamyllu. Þessi óheillaþróun hefur leitt til sífelldrar rýrnunar á raunverulegu verðgildi krónunnar, og almenningur hefur þurft að horfa upp á sparnað sinn gufa upp í verðbólguárásum sem skaða hafa lífskjör verulega.Í þessu sambandi er einnig mikilvægt að læra af öðrum þjóðum, en upptaka evrunnar í Evrópu var einmitt til þess að ná fram miklu meiri hagkvæmni í fjármálakerfinu auka samkeppni á milli fjármálastofnana, lækka vexti og millifærslukostnað og útiloka gengissveiflur innan svæðisins. Þetta var gert til að auka samkeppnishæfni atvinnulífs í Evrópu gagnvart Bandaríkjunum og Asíu, til að hægt væri að ná fram aukinni verðmætasköpun, kaupmætti og bættum lífskjörum í Evrópu. Meira að segja Þýskaland með 80 milljón íbúa taldi þýska markið of lítið og tók þess vegna upp evru. Er þetta ekki eitthvað sem við ættum að horfa til og læra af. Hrunið í efnahagslífinu – krónan og Ponzi-svikamyllan Íslenska fjármálahrunið árið 2008 var dramatískur og sársaukafullur atburður sem margir Íslendingar bera ennþá sár eftir. Þetta hrun má líta á sem ákveðinn samanburð við augnablikin þegar Ponzi-svikamyllur hrynja, þegar traustið á kerfinu hverfur og fólk missir allt sitt. Þegar bankarnir hrundu og krónan tók stórt högg, sáum við hvernig verðmæti eigna rýrnuðu nánast á einni nóttu, líkt og fjárfestar sjá í Ponzi-svikamyllum þegar blekkingin kemur upp á yfirborðið. Hvergi í vestrænu landi var eins mikið hrun og á Íslandi 2008, sem rekja má að stærstum hluta til örgjaldmiðilsins krónunnar. Þetta má sjá af einföldum samanburði á Írlandi og Íslandi þar sem bankamenn í báðum löndum, gerðu stórfelld mistök, en á Írlandi hrundi ekki evran, eins og á Íslandi þar sem krónan hrundi um nær 100% miðað við verðgildi erlends gjaldmiðils og bjó til stórfellda flóðbylgju skulda sem gerði þúsundir heimila gjaldþrota og önnur eignalaus og 65% atvinnulífsins gjaldþrota, þurrkaði út hlutabréfamarkaðinn, olli miklu atvinnuleysi og fólksflótta. Ekkert slík stórfellt skuldaflóðbylgjutjón varð innan evrunnar, heldur varð tjónið þar aðallega í rýrnun eigna. Þrátt fyrir þetta en enn verið að gera tilraunir með krónuna. Hrunið var ekki bara efnahagslegt, heldur líka samfélagslegt og pólitískt. Traust almennings á krónunni og á íslensku stjórnkerfi hvarf. Í þessum skilningi má segja að krónan hafi hegðað sér eins og Ponzi-svikamylla sem sprakk, þar sem stórir hópar fólks sátu uppi með ógreiddar skuldir og verðlitlar eignir. Á meðan örgjaldmiðillinn krónan er á Íslandi er enn hætta á slíku stórfelldu hruni, ef stórir innlendir eða erlendi atburðir gerast. Slík áhætta er algerlega óverjandi fyrir heila þjóð. Núverandi efnahagsástand – krónan í enn einni krísunni Í dag, rúmum áratug eftir hrunið 2008, er íslenska hagkerfið enn einu sinni í djúpri krísu. Vextir á lánum til heimilanna hafa nú náð 11%, sem er 7-8% hærra en innan evrunnar, sem setur gríðarlega pressu á íslensk heimili sem mörg hver eru að komast í þrot enn og aftur.Þetta hækkandi vaxtastig er einnig sérstaklega erfitt fyrir bændur og smáfyrirtæki, sem hafa þegar þurft að þola miklar efnahagslegar þrengingar. Hærri vextir grafa hratt undan fjárhagslegu sjálfstæði þeirra og skapa mikið fjárhagslegt óöryggi. Það er einnig sláandi að vextir innan krónunnar eru nú 7-8% hærri en innan evrunnar. Þetta þýðir að hvert heimili og fyrirtæki á Íslandi getur auðveldlega reiknað út hversu miklu þau tapa á krónunni umfram evruna með því að margfalda eigin skuldir með 0,08. Tökum dæmi af 50 milljóna króna láni, þar sem vaxtamunur á milli krónu og evru er 8%: 50 milljónir x 0,08 = 4 milljónir á ári, eða 333 þúsund krónur á mánuði. Þetta er það sem heimilin á Íslandi borga umfram það sem þau myndu borga ef hér væri evra. Þessi gríðarlegi vaxtamunur, sem hefur verið viðvarandi í íslensku hagkerfi, veldur því að krónan grefur hratt undan efnahagslegu sjálfstæði heimilanna, fyrirtækjanna og þjóðarinnar allrar. Heimilin og fyrirtækin sjá sér ekki fært að vaxa og dafna við slíkar aðstæður og fjárhagslegt öryggi þeirra er stöðugt ógnað. Þetta er mjög líkt því sem gerist í Ponzi-svikamyllu, þar sem fólki er lofað háum ávöxtunum en á endanum tapar það öllu. Endurreisn – raunsæi eða ný Ponzi-svikamylla? Eftir hrunið var mikil áhersla lögð á að endurreisa traust á krónunni og byggja upp efnahagslegt öryggi á ný. Það var gert með öflugri stýringu Seðlabankans og nýjum reglum til að hemja bankakerfið, gjaldeyrishöftum og sérstökum kvöðum og sköttum á banka á Íslandi umfram það sem er t.d. innan evrunnar. Krónan kemur einnig í veg fyrir að erlendi bankar komi hingað, sem um leið myndar fákeppni á fjármálamarkaði hér á landi. Þrátt fyrir þessa viðleitni hefur krónan ekki endurheimt traust og íslenskt efnahagslíf stendur enn á brauðfótum þegar kemur að alþjóðlegum viðskiptum. Þegar traustið á krónunni er svona veikt, virðist endurreisn hennar minna á tilraun til að endurvekja Ponzi-svikamyllu sama hvort um sé að ræða ný fjárfestingarlán, nýja „fjárfesta“ (almenningur) eða ný loforð, þá virðist það einungis seinka hinu óumflýjanlega að krónan hrynji á ný. Traust á krónunni ekkert erlendis Þessi óvissa er í takt við það sem gerist í Ponzi-svikamyllum þegar blekkingin er opinberuð, kerfið getur aldrei staðið undir eigin loforðum og hrynur á endanum, þar sem enginn nýr „fjárfestir“ vill taka þátt. Traust á krónunni er heldur ekkert erlendis, þar sem hún er ekki skráð á fjármálamörkuðum, sem segir allt sem segja þarf um erlent traust á krónunni sem hvarvetna er rúinn trausti. Það er fráleitt að þjóðin láti bjóða sér slíkt „maðkað mjöl“ sem gjaldmiðil sem veldur gríðarlegum árlegum skaða, fyrir heimili, atvinnulíf, opinbera aðila og þjóðina alla. Spurningin sem brennur á mörgum Íslendingum í dag er hvort krónan sé á sömu braut sem Ponzi-svikamyllur fara, hvort hún sé dæmd til að valda íbúum landsins enn meiri skaða í framtíðinni. Hvað kostar krónan umfram evru?? Of lítið hefur verið fjallað um það hvað króna kostar samfélagið. Í grein minni Hvað kostar krónan heimilin? fjallaði ég um kostnað krónunnar. Þar segir m.a. „Fjórði stærsti liðurinn á fjárlögum eru afborganir og vextir af skuldum ríkissjóðs. Vaxtakostnaður A-hluta ríkisins af skuldum myndi lækka um 80 milljarða króna á ári með upptöku evru vegna langtíma vaxtamunar á milli krónu og evru. Til samanburðar kostar það um 80 milljarða króna að reka Landspítalann með 5000 starfsmönnum. Það er ekki hægt að réttlæta slíkt bruðl á fjármunum sem annars gætu verið notaðir til að bæta fjölmarga samfélagslega þjónustu og verkefni. Enda er staða okkar á öllum sviðum að verða mjög döpur. Hvort sem litið er á velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, vegakerfið, málefni barna og aldraðra svo eitthvað sé nefnt.“ Einnig fjallaði ég um kostnað krónunnar í greininni Skaðsemi krónunnar umfram evruna fyrir unga fólkið, miðaldra fólkið, eldra fólkið og þjóðina alla. Þar segir m.a. „Þannig eru vextir núna 7% hærri inna krónu en evru sem þýðir að af 50 milljóna kr. láni borgar ungt fólk 50 x 0,07 = 3,5 milljónir á ári (eftir skatta) hærri vexti á ári en væri innan evrunnar, sem er um 290 þúsund á mánuði!!!! Til viðbótar er verð á matvælum hærra en er innan ESB, vegna lægri tolla o.fl. sem skerðir kaupmátt um 30% samkvæmt mati ASÍ“. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar fjallaði einnig um kostnað krónunnar í greininni Framfarir eða fjármálablinda? Þar nefnir Hanna að heildarkostnaður krónunnar umfram evru á hverju ári sé um 500 milljarðar króna sem er um 12% af landsframleiðslu og um 1,4 milljarður á dag. Þess má geta að 500 milljarða kostnaður er jafngildi og launakostnaður á vinnustað með 30.000 starfsfólk!!! Þvílíkt bruðl og sjálfsblekking þjóðar vegna verulega hættulegs og kostnaðarmikils gjaldmiðils er algjörlega fráleitt ástand, sem verður að laga. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar og fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna og stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum Gildi.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun