Má búa í húsum? Baldur Karl Magnússon skrifar 30. ágúst 2024 16:31 Reykjavík er iðandi og fjölbreytt borg með mörg skemmtileg einkenni sem finnast hvergi annars staðar. Allt frá hinum þrönga miðbæjarreit í Kvosinni og upp á Skólavörðuholtið, fjölskyldustemningunni í Hlíðunum og Laugardalnum og upp í úthverfin með fjallasýnina í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal. Meira að segja á Kjalarnesi er að þroskast snotur byggðakjarni sem er þó alveg jafn mikill hluti af Reykjavík og Laugavegurinn og Hverfisgatan. Fólkið sem býr í Reykjavík skapar mannlífið og menninguna í borginni. En í Reykjavík er líka fullt af fólki sem ekki býr í borginni. Þar koma gestir sem við bjóðum velkomna, alveg sama hvort þau eru frá Kópavogi, Kirkjubæjarklaustri eða Kína. Það er líka hluti af menningunni og því sem gerir borgina spennandi. Að labba niður Laugaveginn og telja tungumálin er skemmtilegur leikur og ég veit ekki en að flestum þeim sem þar búa (mér a.m.k.) finnist túristaflóran ágætis viðbót við hinn sístækkandi miðbæ. Nýi nágranninn En breytingum fylgja áskoranir. Það þarf ekki að vera slæmt út af fyrir sig en engu að síður skapast ýmis verkefni sem þarf að leysa. Meðal þeirra er stærsti nýi nágranninn í hverfinu, AirBnb. Hann er um margt ólíkur hinum íbúunum í miðbænum og hefur tilvist hans á undanförnum árum breytt verulega ákveðnum undirstöðum fasteignamarkaðarins miðsvæðis í Reykjavík. Ráðandi verðþáttur í verði eigna hefur færst frá því hverju hefðbundin fjölskylda hefur efni á og yfir í það hversu fljótt er hægt að borga upp arðbæra fjárfestingu í skammtímaleigu. Lítið hús með þremur svefnherbergjum er nú verðmætara sem tvær útleigueiningar fyrir ferðamenn í skammtímaleigu heldur en fyrir fjögurra manna fjölskyldu í leit að heimili. Fjárhagslegt virði hússins til útleigu fyrir leigusalann verður alltaf meira en fjölskyldan hefur efni á að greiða. Afleiðingin af þessu er að þessi nýi nágranni býr í sífellt fleiri húsum miðsvæðis í Reykjavík. Fyrir utan þessa verðsamkeppni þá býr eftirspurn nýja nágrannans til þrýsting á húsnæðismarkaði sem ýtir upp fasteignaverði og leiguverði, ekki bara í miðbænum heldur á höfuðborgarsvæðinu öllu. Hvað þá? Spurningin sem eftir stendur er kannski þessi: Ætlum við að hafa áfram fólk með fasta búsetu í miðbænum, eða eftirláta hann alveg nýja nágrannanum? Í Reykjavík ferðamannsins gætu þeir spókað sig á göngu, keypt sér ískápasegla í gjafabúð, pantað mat af matseðli á ensku og hitt hvor aðra á göngu í Þingholtunum. En ég velti fyrir mér hvort að það væri eitthvað sérstaklega skemmtilegt fyrir ferðamenn að heimsækja miðbæ Reykjavíkur ef allir íbúarnir væru fluttir úr honum. Hvert væri þá raunverulega gildið í menningunni og mannlífinu þar? Ég held að það hafi sýnt sig að fjármagnseigendur muni elta tekjumöguleikana hvar sem þeir gefast. Það hvernig bregðast á við stöðunni hlýtur því að vera borgarinnar sjálfrar að ákveða. Það er auðvitað fleira sem spilar inn í þá ákvörðun. Fordæmalaus uppbygging á hótelplássum þýðir að það hefur aldrei verið jafn lítil þörf fyrir íbúðareignir í skammtímaleigu, mikil aukin eftirspurn eftir húsnæði þeirra sem flúðu Reykjanesið vegna jarðeldanna býr til aukna eftirspurn á húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins og þrálát verðbólga hægir á allri uppbyggingu húsnæðis þannig að eftirspurn heldur áfram að vaxa umfram framboð. Reykjavíkurborg hefur það því í hendi sér að slá margar flugur í einu höggi með því að innleiða frekari takmarkanir á skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Menningin, mannlífið og markaðurinn kalla á það. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Karl Magnússon Leigumarkaður Reykjavík Húsnæðismál Airbnb Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er iðandi og fjölbreytt borg með mörg skemmtileg einkenni sem finnast hvergi annars staðar. Allt frá hinum þrönga miðbæjarreit í Kvosinni og upp á Skólavörðuholtið, fjölskyldustemningunni í Hlíðunum og Laugardalnum og upp í úthverfin með fjallasýnina í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal. Meira að segja á Kjalarnesi er að þroskast snotur byggðakjarni sem er þó alveg jafn mikill hluti af Reykjavík og Laugavegurinn og Hverfisgatan. Fólkið sem býr í Reykjavík skapar mannlífið og menninguna í borginni. En í Reykjavík er líka fullt af fólki sem ekki býr í borginni. Þar koma gestir sem við bjóðum velkomna, alveg sama hvort þau eru frá Kópavogi, Kirkjubæjarklaustri eða Kína. Það er líka hluti af menningunni og því sem gerir borgina spennandi. Að labba niður Laugaveginn og telja tungumálin er skemmtilegur leikur og ég veit ekki en að flestum þeim sem þar búa (mér a.m.k.) finnist túristaflóran ágætis viðbót við hinn sístækkandi miðbæ. Nýi nágranninn En breytingum fylgja áskoranir. Það þarf ekki að vera slæmt út af fyrir sig en engu að síður skapast ýmis verkefni sem þarf að leysa. Meðal þeirra er stærsti nýi nágranninn í hverfinu, AirBnb. Hann er um margt ólíkur hinum íbúunum í miðbænum og hefur tilvist hans á undanförnum árum breytt verulega ákveðnum undirstöðum fasteignamarkaðarins miðsvæðis í Reykjavík. Ráðandi verðþáttur í verði eigna hefur færst frá því hverju hefðbundin fjölskylda hefur efni á og yfir í það hversu fljótt er hægt að borga upp arðbæra fjárfestingu í skammtímaleigu. Lítið hús með þremur svefnherbergjum er nú verðmætara sem tvær útleigueiningar fyrir ferðamenn í skammtímaleigu heldur en fyrir fjögurra manna fjölskyldu í leit að heimili. Fjárhagslegt virði hússins til útleigu fyrir leigusalann verður alltaf meira en fjölskyldan hefur efni á að greiða. Afleiðingin af þessu er að þessi nýi nágranni býr í sífellt fleiri húsum miðsvæðis í Reykjavík. Fyrir utan þessa verðsamkeppni þá býr eftirspurn nýja nágrannans til þrýsting á húsnæðismarkaði sem ýtir upp fasteignaverði og leiguverði, ekki bara í miðbænum heldur á höfuðborgarsvæðinu öllu. Hvað þá? Spurningin sem eftir stendur er kannski þessi: Ætlum við að hafa áfram fólk með fasta búsetu í miðbænum, eða eftirláta hann alveg nýja nágrannanum? Í Reykjavík ferðamannsins gætu þeir spókað sig á göngu, keypt sér ískápasegla í gjafabúð, pantað mat af matseðli á ensku og hitt hvor aðra á göngu í Þingholtunum. En ég velti fyrir mér hvort að það væri eitthvað sérstaklega skemmtilegt fyrir ferðamenn að heimsækja miðbæ Reykjavíkur ef allir íbúarnir væru fluttir úr honum. Hvert væri þá raunverulega gildið í menningunni og mannlífinu þar? Ég held að það hafi sýnt sig að fjármagnseigendur muni elta tekjumöguleikana hvar sem þeir gefast. Það hvernig bregðast á við stöðunni hlýtur því að vera borgarinnar sjálfrar að ákveða. Það er auðvitað fleira sem spilar inn í þá ákvörðun. Fordæmalaus uppbygging á hótelplássum þýðir að það hefur aldrei verið jafn lítil þörf fyrir íbúðareignir í skammtímaleigu, mikil aukin eftirspurn eftir húsnæði þeirra sem flúðu Reykjanesið vegna jarðeldanna býr til aukna eftirspurn á húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins og þrálát verðbólga hægir á allri uppbyggingu húsnæðis þannig að eftirspurn heldur áfram að vaxa umfram framboð. Reykjavíkurborg hefur það því í hendi sér að slá margar flugur í einu höggi með því að innleiða frekari takmarkanir á skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Menningin, mannlífið og markaðurinn kalla á það. Höfundur er lögfræðingur.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun