Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. september 2024 19:53 Silja sagði utanríkismálin hafa meiri vigt en oft áður og að afstaða manna hvað þau varðaði gæti raunar skipta sköpum. „Við sem erum í alþjóðastjórnmálum erum yfirleitt mjög sár yfir því að fólk kýs ekki út á utanríkismál,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í umræðum um forsetakosningarnar vestanhafs í nýjum þætti af Baráttan um Bandaríkin. Til umræðu í þættinum í dag voru meðal annars baráttumál Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, og Donald Trump, fyrrverandi forseta og forsetaefnis Repúblikanaflokksins. Hvað utanríkismálin varðar benti Silja á að innan Demókrataflokksins væri helst óeining varðandi átökin á Gasa og að afdráttarlaus stuðningur Bandaríkjastjórnar við Ísrael gæti kostað Harris sigur í barátturíkinu Michigan, þar sem er að finna stóran hóp af Bandaríkjamönnum af miðausturlenskum uppruna. Demókratar væru hins vegar sammála hvað varðaði Úkraínu en þessu væri þveröfugt farið í Repúblikanaflokknum; hann væri einróma í stuðningi sínum við Ísrael en klofinn varðandi fjárframlög og hernaðaraðstoð til handa Úkraínumönnum. „Þau eru samt ofar á borði margra kjósenda í Bandaríkjunum núna en oft áður,“ sagði Silja um utanríkismálin. Um væri að ræða tiltölulega litla hópa kjósenda, sem gætu engu að síður haft mikil áhrif vegna kjörmannakerfisins. Umræddir hópar, þeir sem tækju afstöðu hvað varðar utanríkismálin, væru ef til vill ekki að fara að kjósa hinn kandídatinn en gætu ráðið úrslitum með því að sitja heima í stað þess að mæta á kjörstað. Afar tvísýnt um úrslit Nýjustu skoðananannir voru einnig til umræðu en afar mjótt er á munum, bæði á landsvísu og í hinum svokölluð barátturíkjum. Harris mælist með þriggja prósenta forskot á Trump samkvæmt New York Times en það dugir henni ekki til. „Þarna er, eins og þú segir, mjög mjótt á munum í mörgum ríkjum og ef við gefum okkur að útkoman sé í takt við kannanirnar eins og þær eru í dag, þá í raun og veru snýst allt um Pennsylvaníu,“ sagði Silja en hnífjafnt er á milli forsetaefnanna þar. Staðan í skoðanakönnunum vestanhafs samkvæmt New York Times. „Það sem við höfum séð núna í vikunni er að Demókratarnir, Harris og Walz, eru til dæmis að fara til Georgíu þar sem er gríðarlega tæpt í mælingum og bara með því að ná að snúa örfáum atkvæðum þar þá gætu þau aukið forskot sitt. Þannig að þetta er kannski það sem mér hefur þótt mest spennandi núna í vikunni alla vega, það eru Georgía og svo held ég að Pennsylvanía sé það sem maður hefur augun á alveg fram að kjördegi,“ sagði Silja. Fyrirkomulag forsetakosninganna og kjörmannakerfið, þar sem menn þurfa að tryggja sér 270 kjörmenn hið minnsta af 528 til að hljóta útnefninguna, gerir það að verkum að Demókratar þurfa að vinna með að minnsta kosti þriggja til fimm prósenta mun á landsvísu til að hljóta nógu marga kjörmenn. Silju benti í þessu samhengi á að skoðanakannanir á vegum Demókrata sýndu að enn mjórra væri á munum en aðrar gæfu vísbendingar um. Baráttan um Bandaríkin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Sjá meira
Til umræðu í þættinum í dag voru meðal annars baráttumál Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, og Donald Trump, fyrrverandi forseta og forsetaefnis Repúblikanaflokksins. Hvað utanríkismálin varðar benti Silja á að innan Demókrataflokksins væri helst óeining varðandi átökin á Gasa og að afdráttarlaus stuðningur Bandaríkjastjórnar við Ísrael gæti kostað Harris sigur í barátturíkinu Michigan, þar sem er að finna stóran hóp af Bandaríkjamönnum af miðausturlenskum uppruna. Demókratar væru hins vegar sammála hvað varðaði Úkraínu en þessu væri þveröfugt farið í Repúblikanaflokknum; hann væri einróma í stuðningi sínum við Ísrael en klofinn varðandi fjárframlög og hernaðaraðstoð til handa Úkraínumönnum. „Þau eru samt ofar á borði margra kjósenda í Bandaríkjunum núna en oft áður,“ sagði Silja um utanríkismálin. Um væri að ræða tiltölulega litla hópa kjósenda, sem gætu engu að síður haft mikil áhrif vegna kjörmannakerfisins. Umræddir hópar, þeir sem tækju afstöðu hvað varðar utanríkismálin, væru ef til vill ekki að fara að kjósa hinn kandídatinn en gætu ráðið úrslitum með því að sitja heima í stað þess að mæta á kjörstað. Afar tvísýnt um úrslit Nýjustu skoðananannir voru einnig til umræðu en afar mjótt er á munum, bæði á landsvísu og í hinum svokölluð barátturíkjum. Harris mælist með þriggja prósenta forskot á Trump samkvæmt New York Times en það dugir henni ekki til. „Þarna er, eins og þú segir, mjög mjótt á munum í mörgum ríkjum og ef við gefum okkur að útkoman sé í takt við kannanirnar eins og þær eru í dag, þá í raun og veru snýst allt um Pennsylvaníu,“ sagði Silja en hnífjafnt er á milli forsetaefnanna þar. Staðan í skoðanakönnunum vestanhafs samkvæmt New York Times. „Það sem við höfum séð núna í vikunni er að Demókratarnir, Harris og Walz, eru til dæmis að fara til Georgíu þar sem er gríðarlega tæpt í mælingum og bara með því að ná að snúa örfáum atkvæðum þar þá gætu þau aukið forskot sitt. Þannig að þetta er kannski það sem mér hefur þótt mest spennandi núna í vikunni alla vega, það eru Georgía og svo held ég að Pennsylvanía sé það sem maður hefur augun á alveg fram að kjördegi,“ sagði Silja. Fyrirkomulag forsetakosninganna og kjörmannakerfið, þar sem menn þurfa að tryggja sér 270 kjörmenn hið minnsta af 528 til að hljóta útnefninguna, gerir það að verkum að Demókratar þurfa að vinna með að minnsta kosti þriggja til fimm prósenta mun á landsvísu til að hljóta nógu marga kjörmenn. Silju benti í þessu samhengi á að skoðanakannanir á vegum Demókrata sýndu að enn mjórra væri á munum en aðrar gæfu vísbendingar um.
Baráttan um Bandaríkin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Sjá meira