Varist eftirlíkingar Hildur Björnsdóttir skrifar 8. september 2024 15:31 Í gærdag steig borgarstjóri fram á ritvöllinn með sína fyrstu yfirlýsingu um breytingar í borginni, rúmum tveimur árum eftir kjör hans í borgarstjórn. Breytingarnar sagði hann felast í stórbættum fjárhag Reykjavíkur í kjölfar aðhaldsaðgerða. Þetta kallar á nánari skoðun. Viðsnúningur sóttur í vasa skattgreiðenda Þó borgin skili sannarlega jákvæðri rekstrarniðurstöðu á fyrstu sex mánuðum ársins, reynist hún þó 1,7 milljörðum lakari en áætlun gerði ráð fyrir. Þessi jákvæða rekstrarniðurstaða væri sannarlega fagnaðarefni hefði hún náðst með hagræðingum og aðhaldi. Raunin er hins vegar sú að skatttekjur borgarinnar aukast um 5,1 milljarð milli ára og fara 1,1 milljarð umfram áætlun fyrstu sex mánuði ársins. Þessi svokallaði viðsnúningur borgarstjóra er sóttur beint í vasa borgarbúa. Má þar aðallega vísa til þess hvernig meirihlutinn sætti færis þegar gríðarlegar hækkanir fasteignamats leiddu til samsvarandi hækkana á krónutölu fasteignaskatta síðustu ár. Nágrannasveitarfélög brugðust við hækkunum fasteignamats með lækkun álagningarhlutfalla á sína íbúa. Meirihlutinn í Reykjavík felldi hins vegar tillögur okkar sjálfstæðismanna um samsvarandi skattalækkanir. Með því að halda sköttum í Reykjavík hærri en í Kópavogi sækir borgin um 2,4 milljarða árlega í auknar skatttekjur – beint úr vösum fólks og fyrirtækja í Reykjavík. Reksturinn sífellt dýrari Borgarstjóri lét jafnframt hjá líða að nefna stöðugan útgjaldavöxt borgarinnar undir hans stjórn. Hafa rekstrargjöld aukist um ríflega sex milljarða milli ára og farið nærri 2,5 milljarða umfram áætlun fyrstu sex mánuði ársins. Hann fullyrðir boðaðar aðhaldsaðgerðir meirihlutans hafa skilað árangri enda hafi fjöldi stöðugilda haldist óbreyttur milli ára. Það er í hrópandi ósamræmi við boðaðar fækkanir stöðugilda og er raunar dæmigert metnaðarleysi meirihlutans – að ráðast í aðhald sem skilur engan eftir léttari – aðeins áfram í sömu þyngd. Vöndum til verka Þrátt fyrir hóflega skattheimtu skilaði Kópavogur nýverið jákvæðu árshlutauppgjöri. Kópavogur kemur jafnframt ítrekað mun betur út úr ánægjumælingum en höfuðborgin Reykjavík. Það fer nefnilega vel saman að tryggja hóflega skattheimtu og öfluga þjónustu í kröftugu sveitarfélagi. Það þarf einfaldlega að vanda til verka. Því miður reynist eina yfirlýsta breyting borgarstjórans vera sjónhverfing. Ekki tekst borgarstjóranum betur en forvera hans að halda sig innan áætlana. Honum hefur hvorki tekist að bæta rekstur borgarinnar með aðhaldsaðgerðum, né heldur að tryggja borgarbúum bætta þjónustu. Það getur hver sem er skrökvað árangri og framförum að borgarbúum – en færri geta skilað borgarbúum raunverulegum árangri. Það verður mikilvægt fyrir kjósendur að geta greint þar á milli. Varist eftirlíkingar. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gærdag steig borgarstjóri fram á ritvöllinn með sína fyrstu yfirlýsingu um breytingar í borginni, rúmum tveimur árum eftir kjör hans í borgarstjórn. Breytingarnar sagði hann felast í stórbættum fjárhag Reykjavíkur í kjölfar aðhaldsaðgerða. Þetta kallar á nánari skoðun. Viðsnúningur sóttur í vasa skattgreiðenda Þó borgin skili sannarlega jákvæðri rekstrarniðurstöðu á fyrstu sex mánuðum ársins, reynist hún þó 1,7 milljörðum lakari en áætlun gerði ráð fyrir. Þessi jákvæða rekstrarniðurstaða væri sannarlega fagnaðarefni hefði hún náðst með hagræðingum og aðhaldi. Raunin er hins vegar sú að skatttekjur borgarinnar aukast um 5,1 milljarð milli ára og fara 1,1 milljarð umfram áætlun fyrstu sex mánuði ársins. Þessi svokallaði viðsnúningur borgarstjóra er sóttur beint í vasa borgarbúa. Má þar aðallega vísa til þess hvernig meirihlutinn sætti færis þegar gríðarlegar hækkanir fasteignamats leiddu til samsvarandi hækkana á krónutölu fasteignaskatta síðustu ár. Nágrannasveitarfélög brugðust við hækkunum fasteignamats með lækkun álagningarhlutfalla á sína íbúa. Meirihlutinn í Reykjavík felldi hins vegar tillögur okkar sjálfstæðismanna um samsvarandi skattalækkanir. Með því að halda sköttum í Reykjavík hærri en í Kópavogi sækir borgin um 2,4 milljarða árlega í auknar skatttekjur – beint úr vösum fólks og fyrirtækja í Reykjavík. Reksturinn sífellt dýrari Borgarstjóri lét jafnframt hjá líða að nefna stöðugan útgjaldavöxt borgarinnar undir hans stjórn. Hafa rekstrargjöld aukist um ríflega sex milljarða milli ára og farið nærri 2,5 milljarða umfram áætlun fyrstu sex mánuði ársins. Hann fullyrðir boðaðar aðhaldsaðgerðir meirihlutans hafa skilað árangri enda hafi fjöldi stöðugilda haldist óbreyttur milli ára. Það er í hrópandi ósamræmi við boðaðar fækkanir stöðugilda og er raunar dæmigert metnaðarleysi meirihlutans – að ráðast í aðhald sem skilur engan eftir léttari – aðeins áfram í sömu þyngd. Vöndum til verka Þrátt fyrir hóflega skattheimtu skilaði Kópavogur nýverið jákvæðu árshlutauppgjöri. Kópavogur kemur jafnframt ítrekað mun betur út úr ánægjumælingum en höfuðborgin Reykjavík. Það fer nefnilega vel saman að tryggja hóflega skattheimtu og öfluga þjónustu í kröftugu sveitarfélagi. Það þarf einfaldlega að vanda til verka. Því miður reynist eina yfirlýsta breyting borgarstjórans vera sjónhverfing. Ekki tekst borgarstjóranum betur en forvera hans að halda sig innan áætlana. Honum hefur hvorki tekist að bæta rekstur borgarinnar með aðhaldsaðgerðum, né heldur að tryggja borgarbúum bætta þjónustu. Það getur hver sem er skrökvað árangri og framförum að borgarbúum – en færri geta skilað borgarbúum raunverulegum árangri. Það verður mikilvægt fyrir kjósendur að geta greint þar á milli. Varist eftirlíkingar. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun