Rýnt í kannanirnar: Hnífjafnt hjá Harris og Trump Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2024 15:17 Kamala Harris og Donald Trump fara hnífjöfn inn í fyrstu kappræður þeirra annað kvöld. AP Frá því Kamala Harris tók við tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna í nóvember hafa orðið töluverðar breytingar á fylgi frambjóðanda. Joe Biden, núverandi forseti og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var ekki í góðri stöðu gegn Trump en myndin hefur breyst. Ef marka má skoðanakannanir vestanhafs eru þó Harris og Trump mjög jöfn þegar kemur að kjósendum á landsvísu. Starfsmenn tölfræðimiðilsins Fivethirtyeight halda utan um kerfi þar sem sýnt er meðaltal skoðanakannana í Bandaríkjunum. Þar er Harris með 2,8 prósentustiga forskot á Trump. Harris er með 47,1 prósent og Trump með 44,3 prósent. Svipaða sögu er að segja af nýrri könnun New York Times. Sú könnun var gerð á landsvísu og í aðdraganda þess að Harris og Trump mætast í kappræðum annað kvöld. Könnunin var gerð af New York Times og Siena skólanum en samkvæmt henni mælist Trump með 48 prósenta fylgi á landsvísu og Harris með 47 prósent. Skekkjumörkin eru þó þrjú prósentustig. Þá eru niðurstöður könnunarinnar mjög líkar niðurstöðum könnunar sem gerð var í lok júlí, skömmu eftir að Biden steig til hliðar. Vegna þess hvernig forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram, segir fylgi á landsvísu oft einungis hálfa söguna. Fimm forsetar með færri atkvæði Forsetakosningar í Bandaríkjunum fylgja svokölluðu kjörmannakerfi, þar sem forsetaframbjóðandi fær úthlutaða ákveðinn fjölda kjörmanna fyrir hvert ríki þar sem hann sigrar í kosningunum, í mjög einföldu máli sagt. Í rauninni velja kjósendur sér kjörmenn og er þeirra hlutverk að kjósa forseta og varaforseta Bandaríkjanna. Hvert ríki fær eins marga kjörmenn og það hefur þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þar að auki tvo kjörmenn fyrir öldungadeildarþingmenn. Hvert ríki fær tvo öldungadeildarþingmenn, sama hversu margir íbúar eru þar. Í heildina eru kjörmenn 538 talsins en sjá má hversu margir þeir eru í hverju ríki fyrir sig hér. Í sögu Bandaríkjanna hafa forsetakosningar fimm sinnum farið á þann veg að frambjóðandi sem fékk færri atkvæði á landsvísu vann og settist að í Hvíta húsinu. Þetta var árið 2016, þegar Trump varð forseti, Árið 2000, þegar George Bush yngri varð forseti, og þrisvar sinnum á nítjándu öld. Það hefur einnig gerst tvisvar sinnum að hvorugur forsetaframbjóðanda fékk meirihluta kjörmanna og fellur það þá í skaut fulltrúadeildarinnar að velja forseta. Fyrst gerðist það árið 1800, þegar þingið valdi Thomas Jefferson og svo árið 1824, þegar þingið valdi John Quincy Adams. Sjö ríki sem skipta mestu máli Vegna þessa kjörmannakerfis og þess að kjósendur flestra ríkja Bandaríkjanna virðast sjaldan breyta af vananum varðandi frambjóðendur hvaða flokka þeir kjósa, eru það oftar en ekki einungis nokkur ríki af fimmtíu sem skipta í raun máli. Það eru Arizona, Georgía, Michigan, Nevada, Norður Karólína, Pennsylvanía og Wisconsin. Talnasérfræðingar Washington vakta þessi ríki sérstaklega og halda úti meðaltali kannana þar. Það meðaltal gefur til kynna að Harris og Trump séu hnífjöfn. Í Arizona eru Trump einu prósentustigi yfir Harris, þó hún hafi sótt á um 4,2 prósentustig eftir að hún tók við keflinu af Biden. Í Georgíu mælist Trump með tveggja prósentustiga forskot en Harris hefur sótt á þar um 4,5 prósentustig. Í Michigan er Harris með eins prósentustigs forskot en hún hefur hækkað um 4,6 prósentustig þar, samanborið við Biden. Kannanir gefa til kynna að þau Harris og Trump séu hnífjöfn í Nevada. Þar hefur Harris bætt við sig sléttum fimm prósentustigum. Í Norður-Karólínu mælist Trump með tæplega eins prósentustigs forskot. Harris hefur bætt við sig 4,2 prósentustigum frá því Biden steig til hliðar. Í Pennsylvaníu mælist Harris með tveggja prósentustiga forskot, eftir að hafa bætt við sig 3,4 prósentustigum. Í Wisconsin er Harris með þriggja prósentustiga forskot en þar hefur hún bætt við sig 3,5 prósentustigum. Vert er að taka fram að skekkjumörkin eru talin 3,5 prósentustig og eru kannanir í öllum ríkjunum sjö því innan þeirra skekkjumarka. Demókratar: 0 Repúblikanar: 0 Spá 24. sept Sveifluríkin Úrslit 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12 Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Ef marka má skoðanakannanir vestanhafs eru þó Harris og Trump mjög jöfn þegar kemur að kjósendum á landsvísu. Starfsmenn tölfræðimiðilsins Fivethirtyeight halda utan um kerfi þar sem sýnt er meðaltal skoðanakannana í Bandaríkjunum. Þar er Harris með 2,8 prósentustiga forskot á Trump. Harris er með 47,1 prósent og Trump með 44,3 prósent. Svipaða sögu er að segja af nýrri könnun New York Times. Sú könnun var gerð á landsvísu og í aðdraganda þess að Harris og Trump mætast í kappræðum annað kvöld. Könnunin var gerð af New York Times og Siena skólanum en samkvæmt henni mælist Trump með 48 prósenta fylgi á landsvísu og Harris með 47 prósent. Skekkjumörkin eru þó þrjú prósentustig. Þá eru niðurstöður könnunarinnar mjög líkar niðurstöðum könnunar sem gerð var í lok júlí, skömmu eftir að Biden steig til hliðar. Vegna þess hvernig forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram, segir fylgi á landsvísu oft einungis hálfa söguna. Fimm forsetar með færri atkvæði Forsetakosningar í Bandaríkjunum fylgja svokölluðu kjörmannakerfi, þar sem forsetaframbjóðandi fær úthlutaða ákveðinn fjölda kjörmanna fyrir hvert ríki þar sem hann sigrar í kosningunum, í mjög einföldu máli sagt. Í rauninni velja kjósendur sér kjörmenn og er þeirra hlutverk að kjósa forseta og varaforseta Bandaríkjanna. Hvert ríki fær eins marga kjörmenn og það hefur þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þar að auki tvo kjörmenn fyrir öldungadeildarþingmenn. Hvert ríki fær tvo öldungadeildarþingmenn, sama hversu margir íbúar eru þar. Í heildina eru kjörmenn 538 talsins en sjá má hversu margir þeir eru í hverju ríki fyrir sig hér. Í sögu Bandaríkjanna hafa forsetakosningar fimm sinnum farið á þann veg að frambjóðandi sem fékk færri atkvæði á landsvísu vann og settist að í Hvíta húsinu. Þetta var árið 2016, þegar Trump varð forseti, Árið 2000, þegar George Bush yngri varð forseti, og þrisvar sinnum á nítjándu öld. Það hefur einnig gerst tvisvar sinnum að hvorugur forsetaframbjóðanda fékk meirihluta kjörmanna og fellur það þá í skaut fulltrúadeildarinnar að velja forseta. Fyrst gerðist það árið 1800, þegar þingið valdi Thomas Jefferson og svo árið 1824, þegar þingið valdi John Quincy Adams. Sjö ríki sem skipta mestu máli Vegna þessa kjörmannakerfis og þess að kjósendur flestra ríkja Bandaríkjanna virðast sjaldan breyta af vananum varðandi frambjóðendur hvaða flokka þeir kjósa, eru það oftar en ekki einungis nokkur ríki af fimmtíu sem skipta í raun máli. Það eru Arizona, Georgía, Michigan, Nevada, Norður Karólína, Pennsylvanía og Wisconsin. Talnasérfræðingar Washington vakta þessi ríki sérstaklega og halda úti meðaltali kannana þar. Það meðaltal gefur til kynna að Harris og Trump séu hnífjöfn. Í Arizona eru Trump einu prósentustigi yfir Harris, þó hún hafi sótt á um 4,2 prósentustig eftir að hún tók við keflinu af Biden. Í Georgíu mælist Trump með tveggja prósentustiga forskot en Harris hefur sótt á þar um 4,5 prósentustig. Í Michigan er Harris með eins prósentustigs forskot en hún hefur hækkað um 4,6 prósentustig þar, samanborið við Biden. Kannanir gefa til kynna að þau Harris og Trump séu hnífjöfn í Nevada. Þar hefur Harris bætt við sig sléttum fimm prósentustigum. Í Norður-Karólínu mælist Trump með tæplega eins prósentustigs forskot. Harris hefur bætt við sig 4,2 prósentustigum frá því Biden steig til hliðar. Í Pennsylvaníu mælist Harris með tveggja prósentustiga forskot, eftir að hafa bætt við sig 3,4 prósentustigum. Í Wisconsin er Harris með þriggja prósentustiga forskot en þar hefur hún bætt við sig 3,5 prósentustigum. Vert er að taka fram að skekkjumörkin eru talin 3,5 prósentustig og eru kannanir í öllum ríkjunum sjö því innan þeirra skekkjumarka. Demókratar: 0 Repúblikanar: 0 Spá 24. sept Sveifluríkin Úrslit 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12 Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12
Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent