Skattaafsláttur af börnum Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 10. september 2024 07:31 Í dag gengur síðasti þingvetur kjörtímabilsins í garð og Alþingi verður sett í 155. sinn. Ég notaði sumarið til undirbúnings að vanda og átti fjölmarga góða fundi. Niðurstaðan er sú að í dag mun ég leggja fram nokkur þingmál sem ég hef unnið að – nokkur ný, en önnur eru lögð fram að nýju. Meðal nýrra þingmála sem ég legg fram ásamt hópi sjálfstæðismanna er lagafrumvarp um skattafrádrátt vegna barna innan 16 ára aldurs á framfæri forráðamanns samkvæmt nánar tilgreindum skilyrðum: 1. 150.000 kr. vegna eins barns, 2. 300.000 kr. vegna tveggja barna,3. 575.000 kr. vegna þriggja barna, 4. 370.000 kr. til viðbótar við 575.000 fyrir hvert barn umfram þrjú. Staða barnafjölskyldna er mér hugleikin sem er skiljanlegt, eigandi ung börn og með mikið af barnafólki kringum mig. Sú staðreynd opnar augu mín fyrir því að barneignir hafa verulega neikvæð áhrif á tekjur foreldra, ekki síst mæðra sem taka ennþá mun stærri hluta fæðingarorlofs og lengja það enn frekar. Byrjunarkostnaður í aðdraganda og strax í kjölfar barneigna er mikill. Dagvistunarvandinn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til börn fá dagvistunarpláss eykur enn á útgjöld og fjárhagsáhyggjur foreldra. Þótt skylduskólaganga (og nú skólamáltíðir) séu ókeypis, fylgja ýmis útgjöld börnum sem hafa lokið leikskólagöngu. Má þar m.a. nefna skipulagt frístundastarf grunnskólanna, auk íþrótta og annarra tómstunda sem eru mjög kostnaðarsamar þrátt fyrir (eða í takt við) veglegan frístundastyrk sveitarfélaga. Tómstundastarf er lykilþáttur í forvarnastarfi og þátttaka barna og ungmenna í slíku starfi er mjög góð í samanburði við aðrar þjóðir. Þá er ég ekki einu sinni byrjuð að ræða rekstrarkostnað barnafjölskyldna; fleiri munna til að metta og kroppa til að klæða. Við sjálfstæðismenn erum almennt þeirrar skoðunar að skatta þurfi að lækka og opinberar álögur séu of háar á barnafjölskyldur. Fæðingartíðni á Íslandi er auk þess í sögulegu lágmarki og umræða hefur spunnist um að barneignir séu orðnar forréttindi. Enda sýna rannsóknir að fæðingartíðnin hefur minnkað mest hjá þeim sem eru í lægri tekjuþrepum. Skattaafsláttur vegna framfærslu barna er meðal þess sem ég mun beita mér fyrir í þinginu. Vonandi fáum við sjálfstæðismenn fleiri með okkur á þann vagn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag gengur síðasti þingvetur kjörtímabilsins í garð og Alþingi verður sett í 155. sinn. Ég notaði sumarið til undirbúnings að vanda og átti fjölmarga góða fundi. Niðurstaðan er sú að í dag mun ég leggja fram nokkur þingmál sem ég hef unnið að – nokkur ný, en önnur eru lögð fram að nýju. Meðal nýrra þingmála sem ég legg fram ásamt hópi sjálfstæðismanna er lagafrumvarp um skattafrádrátt vegna barna innan 16 ára aldurs á framfæri forráðamanns samkvæmt nánar tilgreindum skilyrðum: 1. 150.000 kr. vegna eins barns, 2. 300.000 kr. vegna tveggja barna,3. 575.000 kr. vegna þriggja barna, 4. 370.000 kr. til viðbótar við 575.000 fyrir hvert barn umfram þrjú. Staða barnafjölskyldna er mér hugleikin sem er skiljanlegt, eigandi ung börn og með mikið af barnafólki kringum mig. Sú staðreynd opnar augu mín fyrir því að barneignir hafa verulega neikvæð áhrif á tekjur foreldra, ekki síst mæðra sem taka ennþá mun stærri hluta fæðingarorlofs og lengja það enn frekar. Byrjunarkostnaður í aðdraganda og strax í kjölfar barneigna er mikill. Dagvistunarvandinn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til börn fá dagvistunarpláss eykur enn á útgjöld og fjárhagsáhyggjur foreldra. Þótt skylduskólaganga (og nú skólamáltíðir) séu ókeypis, fylgja ýmis útgjöld börnum sem hafa lokið leikskólagöngu. Má þar m.a. nefna skipulagt frístundastarf grunnskólanna, auk íþrótta og annarra tómstunda sem eru mjög kostnaðarsamar þrátt fyrir (eða í takt við) veglegan frístundastyrk sveitarfélaga. Tómstundastarf er lykilþáttur í forvarnastarfi og þátttaka barna og ungmenna í slíku starfi er mjög góð í samanburði við aðrar þjóðir. Þá er ég ekki einu sinni byrjuð að ræða rekstrarkostnað barnafjölskyldna; fleiri munna til að metta og kroppa til að klæða. Við sjálfstæðismenn erum almennt þeirrar skoðunar að skatta þurfi að lækka og opinberar álögur séu of háar á barnafjölskyldur. Fæðingartíðni á Íslandi er auk þess í sögulegu lágmarki og umræða hefur spunnist um að barneignir séu orðnar forréttindi. Enda sýna rannsóknir að fæðingartíðnin hefur minnkað mest hjá þeim sem eru í lægri tekjuþrepum. Skattaafsláttur vegna framfærslu barna er meðal þess sem ég mun beita mér fyrir í þinginu. Vonandi fáum við sjálfstæðismenn fleiri með okkur á þann vagn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar