Stjórnarskipti og húsnæðisöryggi fyrir alla Sandra B. Franks skrifar 10. september 2024 08:01 Núverandi ríkisstjórn hefur brugðist almenningi og þarf að víkja. Á undanförnum árum hefur það margsinnis komið í ljós að það er almenningur sem ber byrðarnar, á meðan auðmenn og fjármagnseigendur græða. Við höfum séð þetta í gegnum hrunið, heimsfaraldurinn, hækkandi stýrivexti og verðbólgu. Alltaf er það launafólk, sérstaklega fólk í framlínustörfum, sem sitjum uppi með skarðan hlut. Almenningur og auðmenn Eftir efnahagshrunið kallaði almenningur eftir réttlæti og betra samfélagi. Niðurstöður þjóðfundar og Stjórnlagaráðs voru skýrar, meirihluti þjóðarinnar vildi nýja stjórnarskrá og að auðlindirnar yrðu þjóðareign. Hins vegar hefur þróunin verið allt önnur. Auðlindir okkar hafa smám saman runnið til örfárra útvalinna. Við sjáum þetta í sjávarútvegi, landnýtingu og á fleiri sviðum. Þetta er skýrt merki um misræmi milli vilja almennings og aðgerða stjórnvalda. Skaðleg þróun á leigumarkaði Margar sjúkraliðar og annað láglaunafólk sem býr á leigumarkaði upplifir heimilisóöryggi. Leigusamningar eru oft endurnýjaðir árlega, og margir félagsmenn þurfa stöðugt að velja á milli þess að endurnýja samninga eða leita sér að ódýrara húsnæði. Þetta veldur því að sumir búa við þann raunveruleika að eiga aldrei öruggt heimili, og jafnvel halda þeir áfram að geyma búslóð sína í kössum, því þeir vita aldrei hvenær næsti flutningur verður. Þessi óvissa er óásættanleg í samfélagi sem á að virka fyrir alla, ekki bara þá sem ráða yfir auði. Seðlabankinn og fjármagnseigendur Seðlabankinn hefur spilað stóra rullu í þessari þróun. Árið 2020 voru stýrivextir lækkaðir niður í nánast ekki neitt, sem ýtti undir lántökur. Nú hefur Seðlabankinn hins vegar hækkað stýrivexti óhóflega, með það að markmiði að draga úr neyslu og verðbólgu. Þrátt fyrir það er verðbólgan enn viðvarandi og á sama tíma hagnast bankar og fjármagnseigendur. Stærstur hluti lánsfjár almennings er verðtryggður, sem þýðir að hagnaður bankanna eykst á kostnað almennings. Launafólk hefur gert sitt Launafólk hefur sýnt ábyrgð í síðustu kjarasamningum með því að semja um hógværar launahækkanir. Það var krafa um að stjórnvöld og atvinnurekendur gerðu sitt til að lækka stýrivexti og verðbólgu. Enn er ekkert að gerast. Í stað þess að hlúa að almenningi hefur ríkisstjórnin einblínt á að gefa auðlindir í hendur örfárra. Við, sem störfum í framlínunni, eigum það skilið að búa við öryggi, hvort sem það snýr að húsnæði, launakjörum eða framtíð okkar. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð og koma til móts við þarfir almennings. Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Sjá meira
Núverandi ríkisstjórn hefur brugðist almenningi og þarf að víkja. Á undanförnum árum hefur það margsinnis komið í ljós að það er almenningur sem ber byrðarnar, á meðan auðmenn og fjármagnseigendur græða. Við höfum séð þetta í gegnum hrunið, heimsfaraldurinn, hækkandi stýrivexti og verðbólgu. Alltaf er það launafólk, sérstaklega fólk í framlínustörfum, sem sitjum uppi með skarðan hlut. Almenningur og auðmenn Eftir efnahagshrunið kallaði almenningur eftir réttlæti og betra samfélagi. Niðurstöður þjóðfundar og Stjórnlagaráðs voru skýrar, meirihluti þjóðarinnar vildi nýja stjórnarskrá og að auðlindirnar yrðu þjóðareign. Hins vegar hefur þróunin verið allt önnur. Auðlindir okkar hafa smám saman runnið til örfárra útvalinna. Við sjáum þetta í sjávarútvegi, landnýtingu og á fleiri sviðum. Þetta er skýrt merki um misræmi milli vilja almennings og aðgerða stjórnvalda. Skaðleg þróun á leigumarkaði Margar sjúkraliðar og annað láglaunafólk sem býr á leigumarkaði upplifir heimilisóöryggi. Leigusamningar eru oft endurnýjaðir árlega, og margir félagsmenn þurfa stöðugt að velja á milli þess að endurnýja samninga eða leita sér að ódýrara húsnæði. Þetta veldur því að sumir búa við þann raunveruleika að eiga aldrei öruggt heimili, og jafnvel halda þeir áfram að geyma búslóð sína í kössum, því þeir vita aldrei hvenær næsti flutningur verður. Þessi óvissa er óásættanleg í samfélagi sem á að virka fyrir alla, ekki bara þá sem ráða yfir auði. Seðlabankinn og fjármagnseigendur Seðlabankinn hefur spilað stóra rullu í þessari þróun. Árið 2020 voru stýrivextir lækkaðir niður í nánast ekki neitt, sem ýtti undir lántökur. Nú hefur Seðlabankinn hins vegar hækkað stýrivexti óhóflega, með það að markmiði að draga úr neyslu og verðbólgu. Þrátt fyrir það er verðbólgan enn viðvarandi og á sama tíma hagnast bankar og fjármagnseigendur. Stærstur hluti lánsfjár almennings er verðtryggður, sem þýðir að hagnaður bankanna eykst á kostnað almennings. Launafólk hefur gert sitt Launafólk hefur sýnt ábyrgð í síðustu kjarasamningum með því að semja um hógværar launahækkanir. Það var krafa um að stjórnvöld og atvinnurekendur gerðu sitt til að lækka stýrivexti og verðbólgu. Enn er ekkert að gerast. Í stað þess að hlúa að almenningi hefur ríkisstjórnin einblínt á að gefa auðlindir í hendur örfárra. Við, sem störfum í framlínunni, eigum það skilið að búa við öryggi, hvort sem það snýr að húsnæði, launakjörum eða framtíð okkar. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð og koma til móts við þarfir almennings. Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun