Órætt tíst Ísaks vekur athygli Valur Páll Eiríksson skrifar 11. september 2024 15:01 Ísak Snær virðist ósáttur samræmi í lengd leikbanna ef litið er til banns fyrrum liðsfélaga hans fyrir tveimur árum síðan. Vísir/Hulda Margrét Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks í Bestu deild karla, deildi færslu á samfélagsmiðlinum X sem hefur vakið athygli. Meining færslunnar er þó óljós. Í morgun var Guðmundur Kristjánsson dæmdur í eins leiks bann fyrir að slá Böðvar Böðvarsson, leikmann FH, í leik liðanna í upphafi mánaðar. Böðvar slapp alfarið við bann en hann gaf Guðmundi olnbogaskot áður en Guðmundur svaraði með kjaftshöggi. Dómari leiksins missti af atvikinu en aga- og úrskurðarnefnd tók það fyrir og studdist við myndbandsupptökur Stöðvar 2 Sport af atvikinu. Einhverjir vildu lengra bann á Guðmund fyrir að slá Böðvar í andlitið með þessum hætti og aðrir vildu sjá Böðvar fara í bann fyrir olnbogaskotið. Það virðist sem Ísak Snær sé þar á meðal en hvað hann er nákvæmlega ósáttur við liggur ekki ljóst fyrir. Í færslu sinni á X í dag birtir Ísak Snær skjáskot af frétt um Guðmund og Böðvar annars vegar, og skjáskot tveggja ára gamalli frétt um Omar Sowe, þáverandi liðsfélaga hans í Breiðabliki, hins vegar. Sowe var dæmdur í tveggja leikja bann eftir samskonar skoðun aga- og úrskurðarnefndar á atviki sem dómari leiks missti af. Sowe veitti þá Brynjari Hlöðverssyni, þáverandi leikmanni Leiknis, olnbogaskot í leik Leiknis og Blika í Bestu deildinni. ??🤧 pic.twitter.com/0NNNu7CWSc— Ísak Snær Þorvaldsson (@isaks10) September 11, 2024 Ísak Snær setur við myndirnar tvær tvö spurningamerki auk tjákns. Yfir fjögur þúsund manns hafa séð færsluna og yfir hundrað lækað hana. Ísak virðist því óánægður með misræmi í lengd banns Sowe og Guðmundar, eða það misræmi að Sowe hafi farið í tveggja leikja bann og Böðvar sloppið alfarið. Ísak vildi ekki ræða málið við íþróttadeild Vísis þegar tal náðist af honum í dag og veitti ekki frekari skýringar á tísti dagsins. Besta deild karla Breiðablik Stjarnan FH Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, bjóst við því að fara í leikbann vegna átaka hans og Guðmundar Kristjánssonar, leikmanns Stjörnunnar, á dögunum en í dag kom í ljós að svo verður ekki. Þrátt fyrir það segir hann rétta niðurstöðu að hann sleppi við bannið. 11. september 2024 13:32 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Í morgun var Guðmundur Kristjánsson dæmdur í eins leiks bann fyrir að slá Böðvar Böðvarsson, leikmann FH, í leik liðanna í upphafi mánaðar. Böðvar slapp alfarið við bann en hann gaf Guðmundi olnbogaskot áður en Guðmundur svaraði með kjaftshöggi. Dómari leiksins missti af atvikinu en aga- og úrskurðarnefnd tók það fyrir og studdist við myndbandsupptökur Stöðvar 2 Sport af atvikinu. Einhverjir vildu lengra bann á Guðmund fyrir að slá Böðvar í andlitið með þessum hætti og aðrir vildu sjá Böðvar fara í bann fyrir olnbogaskotið. Það virðist sem Ísak Snær sé þar á meðal en hvað hann er nákvæmlega ósáttur við liggur ekki ljóst fyrir. Í færslu sinni á X í dag birtir Ísak Snær skjáskot af frétt um Guðmund og Böðvar annars vegar, og skjáskot tveggja ára gamalli frétt um Omar Sowe, þáverandi liðsfélaga hans í Breiðabliki, hins vegar. Sowe var dæmdur í tveggja leikja bann eftir samskonar skoðun aga- og úrskurðarnefndar á atviki sem dómari leiks missti af. Sowe veitti þá Brynjari Hlöðverssyni, þáverandi leikmanni Leiknis, olnbogaskot í leik Leiknis og Blika í Bestu deildinni. ??🤧 pic.twitter.com/0NNNu7CWSc— Ísak Snær Þorvaldsson (@isaks10) September 11, 2024 Ísak Snær setur við myndirnar tvær tvö spurningamerki auk tjákns. Yfir fjögur þúsund manns hafa séð færsluna og yfir hundrað lækað hana. Ísak virðist því óánægður með misræmi í lengd banns Sowe og Guðmundar, eða það misræmi að Sowe hafi farið í tveggja leikja bann og Böðvar sloppið alfarið. Ísak vildi ekki ræða málið við íþróttadeild Vísis þegar tal náðist af honum í dag og veitti ekki frekari skýringar á tísti dagsins.
Besta deild karla Breiðablik Stjarnan FH Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, bjóst við því að fara í leikbann vegna átaka hans og Guðmundar Kristjánssonar, leikmanns Stjörnunnar, á dögunum en í dag kom í ljós að svo verður ekki. Þrátt fyrir það segir hann rétta niðurstöðu að hann sleppi við bannið. 11. september 2024 13:32 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, bjóst við því að fara í leikbann vegna átaka hans og Guðmundar Kristjánssonar, leikmanns Stjörnunnar, á dögunum en í dag kom í ljós að svo verður ekki. Þrátt fyrir það segir hann rétta niðurstöðu að hann sleppi við bannið. 11. september 2024 13:32