Risið er flott en kjallarinn molnar Davíð Bergmann skrifar 12. september 2024 07:31 Það verður að segjast eins og er að það var að mörgu leyti grátlegt að hlusta á stjórnmálaflokkana tala eftir stefnuræðu forsætisráðherra og ráðherrann sjálfan við setningu þingsins um ofbeldi ungmenna. Ég vona að fólk misskilji mig ekki, þetta var hryllilegur harmleikur sem gerðist á Menningarnótt, það eru allir sammála um og ég ætla að votta fjölskyldum bæði þolanda og geranda mína samúð. Það skal ekki gleymast að svona harmur er ekki síður áfall fyrir aðstandendur gerandans eins og þolandans og er gífurlegt áfall fyrir alla. Það er eitt sem hefur ekki komið fram á sama tíma og allir þessir stjórnmálamenn hafa verið á innsoginu, hvað þetta er nú svakalegt þá geta þeir ekki firrt sig ábyrgð að mínu mati. Þeir hafa sýnt algjöra vanrækslu og sér í lagi í málefnum ungra afbrotamanna. Það hefur verið varað við þessari þróun lengi þannig að það er ekki laust við að manni finnist þetta hjákátlegt og maður verði reiður við að hlusta á þetta. Af hverju þarf alltaf harmleik til að við vöknum og þá stökkva allir til? Það eru til fjölmörg dæmi um það í sögunni. Hvar eru blaðamennirnir? Hvernig stendur á því að enginn blaðamaður hefur haft kjark til að spyrja þessara spurninga: Hvað klikkaði hjá ykkur? Af hverju hlustuðuð þið ekki? Með viðvörunarbjöllurnar hringjandi allan tímann, hver er ykkar ábyrgð? Það getur enginn af þeim falið sig og sagt að þeir hafi ekki vitað. Af hverju spyrjið þið ekki þessara spurninga, af hverju hafið þið ekki hlustað og fjármagnað málaflokkinn? Af hverju eru tíu börn í neyðarvistunarúrræði sem tekur fimm pláss? Er það vegna þess að þeir sem hafa verið að benda á þetta eru ekki í efstu lögunum í embættismannakerfinu? Getur verið að þeir sem eru í efstu lögunum lifi eins og sjálfstæð lífvera og viðhaldi sér á sjálfbæran hátt með því að safna sínum líkum í kringum sig í sínu risi? Á meðan kjallarinn molnar? Það er ekki hægt að segja, við vissum ekki. Þá er það sama fólk ekki í raunveruleika tengslum við þennan veruleika? Maður spyr, er bara nóg að lesa bækur í háskóla um kenningar um þetta og hitt og tala flotta speki á meðan aðrir sem eru í kjallaranum sem hafa upplifað það að vera báðum megin við borðið og þekkja það að vera olnbogabörn sjálfir mega alls ekki koma að borðinu því kreditið verður að koma frá réttum stöðum. Annars skiptir engu hvaðan kreditið kemur, við erum að tala um líf og framtíðarmöguleika ungmenna okkar. Það er fljótt að gleymast að í desember 2022 voru 3000 ungmenni á aldrinum 16–24 á höfuðborgarsvæðinu hvorki í skóla né vinnu, það er ein viðvörunarbjallan. Hver skyldi staðan vera í dag þegar yfir 40% heimila í landinu eiga í erfiðleikum með að ná endum saman? Það er önnur viðvörunarbjalla og þær eru fleiri eins og lestrargeta drengja, biðlistar eftir að fá þjónustu, ég gæti þulið endalaust upp fleiri þætti. Það er ekki eins og blaðamenn hafi ekki vitað – þeir hafa fylgst með í gegnum árin, af hverju fá þá stjórnmálamennirnir algjöra bómullarmeðferð þegar kemur að þessum málaflokki og þeir aldrei spurðir erfiðari spurninga og leitað alvöru skýringa. Það eru stjórnmálamennirnir sem bera ábyrgð á þessu í mínum huga og embættismennirnir uppi í risinu. En það má ekki segja þetta, myndi einhver segja, er það ekki full hart af þér að segja þetta? Nei, það er það ekki. Það er svo langt síðan að árið 2007 fórum við Grétar Halldórsson, þáverandi deildarstjóri Stuðla, á fund dómsmálaráðherra sem var þá Björn Bjarnason og kynntum fyrir honum prógram sem heitir YOT sem stendur fyrir „Youth offending team“. Sú vinna snýr að vinnu um unga afbrotamenn í gegnum dómskerfið. Í stuttu máli var Björn mjög áhugasamur, kallaði til ráðstefnu og bauð sérstaklega lögmönnum landsins og dómurum til að opna á umræðu um hvernig eigi að nálgast afbrot ungmenna. Það verður að segjast eins og er að það komu engir lögmenn né dómarar á þessa ráðstefnu, í stuttu máli, það var enginn áhugi á þessum málaflokki þá og ekki frekar en núna fram að þessum hryllilega harmleik þá ætla allir að vera með og lyfta grettistaki. Gargað út í hjómið Ég ásamt fleirum hef verið að garga í gegnum árin og alveg síðan að Páll Pétursson heitinn var félagsmálaráðherra eftir aðgerðum sendandi skilaboð á velferðarnefnd þingsins og reyna að fá viðtal eins og við núverandi dómsmálaráðherra sem hefur ekki einu sinni svarað þeirri beiðni síðan í apríl, fara í tilgangslaus útvarpsviðtöl til að tala fyrir nýrri nálgun í málefnum ungra afbrotamanna og ég er hættur að hafa tölu á þeim. Þannig að áhuginn hefur verið núll hjá stjórnmálamönnum. En nú á að berja sér á brjóst og stökkva til og kalla til alla sérfræðinga landsins til og fara í enn eitt átakið: Þegar barnið er dottið í brunninn og það er drukknað! Þetta er hræsni og leikrit í mínum huga, það er ekki hægt að segja við vissum ekki... þegar sérsveitin er búin að fara í tólf sinnum fleiri vopnuð útköll í ár en fyrir tíu árum síðan það er búið að halda réttarhöld yfir ungmennum í samkomusal vegna alvarlegs afbrots og vegna fjölda þeirra sem áttu í hlut var ekki hægt að koma þeim fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ítrekaðar skotárásir þar sem ungmenni eiga í hlut, hnífsstungur og morð sem var tekið upp í síma og alvarlegar líkamsárásir. Fangelsismálastjóri segir að ungir afbrotamenn séu erfiðari, harðari og ofbeldisfyllri og eigi við mikinn hegðunarvanda að etja. Þar fyrir utan þegar þeir nást á mynd eins og við dómsuppkvaðningu reyna þeir að hífa sína veiku sjálfsmynd upp með því að sýna fuck puttann út í samfélagið. Ef þetta er ekki líka viðvörunarbjalla, þá veit ég ekki hvað viðvörunarbjalla er? Hvað er samfélagsleg lögregla? Er verið að tala um að endurvekja hverfalöggæslu eins og var í Breiðholti fyrir meira en tveimur áratugum síðan og af hverju var hún þá lögð niður á sínum tíma? Fyrir hvern er þessi samfélagslögregla? Er það bara fyrir Nonna-norm krakkana eða er þetta hugsað fyrir Lúllana sem hífa sína veiku sjálfsmynd kannski með afbrotum og neyslu? Eða á að gera eins og í Danmörku þar sem lögreglumenn taka unga afbrotamenn að sér í tilsjón. Ég er þeirrar skoðunar að það ætti enginn lögreglumaður að útskrifast nema að hafa verið að lágmarki með einn slíkan einstakling í tilsjón í þrjá til sex mánuði. Af hverju jú, til þess að kynnast hugarheimi þessara barna og veruleika þeirra til að vera betur undirbúin að takast á við komandi verkefni í framtíðinni. Að lokum höfum við sem samfélag öll sofnað á verðinum. Það þarf að gera miklu meira en að setja 3-400 milljónir í þetta átak. Börn kosta líka þessu erfiðu. Þau eiga ekki að vera átaksverkefni heldur vera viðfangsefni hvers tíma fyrir sig og úrræðin eiga að vera til staðar til að taka á móti þeim. Höfundur er áhugamaður um að gera samfélagið okkar betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það verður að segjast eins og er að það var að mörgu leyti grátlegt að hlusta á stjórnmálaflokkana tala eftir stefnuræðu forsætisráðherra og ráðherrann sjálfan við setningu þingsins um ofbeldi ungmenna. Ég vona að fólk misskilji mig ekki, þetta var hryllilegur harmleikur sem gerðist á Menningarnótt, það eru allir sammála um og ég ætla að votta fjölskyldum bæði þolanda og geranda mína samúð. Það skal ekki gleymast að svona harmur er ekki síður áfall fyrir aðstandendur gerandans eins og þolandans og er gífurlegt áfall fyrir alla. Það er eitt sem hefur ekki komið fram á sama tíma og allir þessir stjórnmálamenn hafa verið á innsoginu, hvað þetta er nú svakalegt þá geta þeir ekki firrt sig ábyrgð að mínu mati. Þeir hafa sýnt algjöra vanrækslu og sér í lagi í málefnum ungra afbrotamanna. Það hefur verið varað við þessari þróun lengi þannig að það er ekki laust við að manni finnist þetta hjákátlegt og maður verði reiður við að hlusta á þetta. Af hverju þarf alltaf harmleik til að við vöknum og þá stökkva allir til? Það eru til fjölmörg dæmi um það í sögunni. Hvar eru blaðamennirnir? Hvernig stendur á því að enginn blaðamaður hefur haft kjark til að spyrja þessara spurninga: Hvað klikkaði hjá ykkur? Af hverju hlustuðuð þið ekki? Með viðvörunarbjöllurnar hringjandi allan tímann, hver er ykkar ábyrgð? Það getur enginn af þeim falið sig og sagt að þeir hafi ekki vitað. Af hverju spyrjið þið ekki þessara spurninga, af hverju hafið þið ekki hlustað og fjármagnað málaflokkinn? Af hverju eru tíu börn í neyðarvistunarúrræði sem tekur fimm pláss? Er það vegna þess að þeir sem hafa verið að benda á þetta eru ekki í efstu lögunum í embættismannakerfinu? Getur verið að þeir sem eru í efstu lögunum lifi eins og sjálfstæð lífvera og viðhaldi sér á sjálfbæran hátt með því að safna sínum líkum í kringum sig í sínu risi? Á meðan kjallarinn molnar? Það er ekki hægt að segja, við vissum ekki. Þá er það sama fólk ekki í raunveruleika tengslum við þennan veruleika? Maður spyr, er bara nóg að lesa bækur í háskóla um kenningar um þetta og hitt og tala flotta speki á meðan aðrir sem eru í kjallaranum sem hafa upplifað það að vera báðum megin við borðið og þekkja það að vera olnbogabörn sjálfir mega alls ekki koma að borðinu því kreditið verður að koma frá réttum stöðum. Annars skiptir engu hvaðan kreditið kemur, við erum að tala um líf og framtíðarmöguleika ungmenna okkar. Það er fljótt að gleymast að í desember 2022 voru 3000 ungmenni á aldrinum 16–24 á höfuðborgarsvæðinu hvorki í skóla né vinnu, það er ein viðvörunarbjallan. Hver skyldi staðan vera í dag þegar yfir 40% heimila í landinu eiga í erfiðleikum með að ná endum saman? Það er önnur viðvörunarbjalla og þær eru fleiri eins og lestrargeta drengja, biðlistar eftir að fá þjónustu, ég gæti þulið endalaust upp fleiri þætti. Það er ekki eins og blaðamenn hafi ekki vitað – þeir hafa fylgst með í gegnum árin, af hverju fá þá stjórnmálamennirnir algjöra bómullarmeðferð þegar kemur að þessum málaflokki og þeir aldrei spurðir erfiðari spurninga og leitað alvöru skýringa. Það eru stjórnmálamennirnir sem bera ábyrgð á þessu í mínum huga og embættismennirnir uppi í risinu. En það má ekki segja þetta, myndi einhver segja, er það ekki full hart af þér að segja þetta? Nei, það er það ekki. Það er svo langt síðan að árið 2007 fórum við Grétar Halldórsson, þáverandi deildarstjóri Stuðla, á fund dómsmálaráðherra sem var þá Björn Bjarnason og kynntum fyrir honum prógram sem heitir YOT sem stendur fyrir „Youth offending team“. Sú vinna snýr að vinnu um unga afbrotamenn í gegnum dómskerfið. Í stuttu máli var Björn mjög áhugasamur, kallaði til ráðstefnu og bauð sérstaklega lögmönnum landsins og dómurum til að opna á umræðu um hvernig eigi að nálgast afbrot ungmenna. Það verður að segjast eins og er að það komu engir lögmenn né dómarar á þessa ráðstefnu, í stuttu máli, það var enginn áhugi á þessum málaflokki þá og ekki frekar en núna fram að þessum hryllilega harmleik þá ætla allir að vera með og lyfta grettistaki. Gargað út í hjómið Ég ásamt fleirum hef verið að garga í gegnum árin og alveg síðan að Páll Pétursson heitinn var félagsmálaráðherra eftir aðgerðum sendandi skilaboð á velferðarnefnd þingsins og reyna að fá viðtal eins og við núverandi dómsmálaráðherra sem hefur ekki einu sinni svarað þeirri beiðni síðan í apríl, fara í tilgangslaus útvarpsviðtöl til að tala fyrir nýrri nálgun í málefnum ungra afbrotamanna og ég er hættur að hafa tölu á þeim. Þannig að áhuginn hefur verið núll hjá stjórnmálamönnum. En nú á að berja sér á brjóst og stökkva til og kalla til alla sérfræðinga landsins til og fara í enn eitt átakið: Þegar barnið er dottið í brunninn og það er drukknað! Þetta er hræsni og leikrit í mínum huga, það er ekki hægt að segja við vissum ekki... þegar sérsveitin er búin að fara í tólf sinnum fleiri vopnuð útköll í ár en fyrir tíu árum síðan það er búið að halda réttarhöld yfir ungmennum í samkomusal vegna alvarlegs afbrots og vegna fjölda þeirra sem áttu í hlut var ekki hægt að koma þeim fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ítrekaðar skotárásir þar sem ungmenni eiga í hlut, hnífsstungur og morð sem var tekið upp í síma og alvarlegar líkamsárásir. Fangelsismálastjóri segir að ungir afbrotamenn séu erfiðari, harðari og ofbeldisfyllri og eigi við mikinn hegðunarvanda að etja. Þar fyrir utan þegar þeir nást á mynd eins og við dómsuppkvaðningu reyna þeir að hífa sína veiku sjálfsmynd upp með því að sýna fuck puttann út í samfélagið. Ef þetta er ekki líka viðvörunarbjalla, þá veit ég ekki hvað viðvörunarbjalla er? Hvað er samfélagsleg lögregla? Er verið að tala um að endurvekja hverfalöggæslu eins og var í Breiðholti fyrir meira en tveimur áratugum síðan og af hverju var hún þá lögð niður á sínum tíma? Fyrir hvern er þessi samfélagslögregla? Er það bara fyrir Nonna-norm krakkana eða er þetta hugsað fyrir Lúllana sem hífa sína veiku sjálfsmynd kannski með afbrotum og neyslu? Eða á að gera eins og í Danmörku þar sem lögreglumenn taka unga afbrotamenn að sér í tilsjón. Ég er þeirrar skoðunar að það ætti enginn lögreglumaður að útskrifast nema að hafa verið að lágmarki með einn slíkan einstakling í tilsjón í þrjá til sex mánuði. Af hverju jú, til þess að kynnast hugarheimi þessara barna og veruleika þeirra til að vera betur undirbúin að takast á við komandi verkefni í framtíðinni. Að lokum höfum við sem samfélag öll sofnað á verðinum. Það þarf að gera miklu meira en að setja 3-400 milljónir í þetta átak. Börn kosta líka þessu erfiðu. Þau eiga ekki að vera átaksverkefni heldur vera viðfangsefni hvers tíma fyrir sig og úrræðin eiga að vera til staðar til að taka á móti þeim. Höfundur er áhugamaður um að gera samfélagið okkar betra.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar