Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller skrifar 13. september 2024 10:54 Í gær birti Róbert Spanó grein á visir.is þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins með ákvörðun sinni um að hafna beiðni ríkissaksóknara um að víkja vararíkissaksóknara frá störfum. Í greininni fjallar hann eingöngu um þann hluta málsins sem snýr að tjáningarfrelsi vararíkissaksóknara enda var niðurstaða dómsmálaráðherra á því byggð. Síðar sama dag tók ríkissaksóknari undir sjónarmið Róberts og taldi niðurstöðu ráðherra órökrétta. Vararíkissaksóknari er embættismaður skipaður af ráðherra. Að lögum getur ráðherra einn veitt vararíkissaksóknara lausn. Í tilviki eins og því sem hér um ræðir getur ráðherra ekki veitt lausn án undanfarandi áminningar. Áminningin er þar með hluti af lausnarferlinu sem er í höndum ráðherra. Við meðferð málsins hjá dómsmálaráðuneytinu var aflað tveggja lögfræðiálita. Í öðru þeirra segir: Að öllu virtu telur LEX að uppi sé verulegur vafi á því hvort annar en ráðherra geti áminnt embættismann sem skipaður er af ráðherra, nema fyrir því standi skýr lagaheimild. Skal hér einnig höfð hliðsjón af lögmætisreglunni, þeirri grundvallarreglu að stjórnsýslan er bundin af lögum, en í henni felst að stjórnvöld geta almennt ekki tekið ákvarðanir sem eru íþyngjandi fyrir borgarana, nema hafa til þess heimild í lögum. Jafnframt verður að ganga skýrt frá því í lögum, hvaða kvaðir eru á borgarana lagðar. Með hliðsjón af því að ákvörðun um áminningu er íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun eru allar líkur á því að öll óvissa um valdbærni yrði túlkuð þeim embættismanni sem áminning beinist gegn í hag ef lögmæti áminningar kæmi til kasta dómstóla. Álit LEX er ítarlegt og vel rökstutt. Það skal upplýst að í hinu álitinu var komist að öndverðri niðurstöðu. Forsendur þar eru að mínu mati hæpnar. Sama dag og grein Róberts var birt sagði dómsmálaráðherra í viðtali við RÚV: Ég fékk til dæmis álit frá tveimur virtum lögfræðistofum. Og þau álit voru ekki samhljóma um hvort að vararíkissaksóknari hafi farið út fyrir þessi mörk tjáningarfrelsis sem embættismaður. Annað álitið taldi líkur á að hann hafi farið yfir mörkin á meðan hitt taldi svo ekki vera Síðan segir Guðrún: Þegar ég skoða málið heildstætt og hef í huga að þessi ummæli eru látin falla í sérstökum aðstæðum þar sem vararíkissaksóknari var brotaþoli þá finnst mér liggja í hlutarins eðli að ég get ekki tekið íþyngjandi ákvörðun ef ég get ekki treyst því að hún sé réttmæt. Aðfinnsluvert er, með tilliti til þeirrar meðalhófsreglu sem ráðherra vísar til, að hún hafi ekki hafnað erindi ríkissaksóknara á grundvelli valdþurrðar þegar niðurstaða álitsgerðar LEX lá fyrir. Ráðherra gat ekki samkvæmt sínum eigin orðum treyst því að áminningin frá 2022 hafi verið lögmæt. Líklegt má telja að ráðherra hafi kosið að byggja ákvörðun sína ekki á valdþurrð ríkissaksóknara þar sem undirmenn hennar í ráðuneytinu höfðu með furðulegum hætti átt aðkomu að áminningunni árið 2022. Sennilega hefur hún viljað forða ráðuneytinu frá álitshnekki nú. Öllum ber að fara að lögum. Að ríkissaksóknari taki sér vald, sem hún hefur ekki að réttum lögum, til þess að veita vararíkissaksóknara áminningu er meira en aðfinnsluvert. Með því hefur hún grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu. Höfundur er lögmaður sem gætti hagsmuna vararíkissaksóknara í málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Lögmennska Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Sjá meira
Í gær birti Róbert Spanó grein á visir.is þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins með ákvörðun sinni um að hafna beiðni ríkissaksóknara um að víkja vararíkissaksóknara frá störfum. Í greininni fjallar hann eingöngu um þann hluta málsins sem snýr að tjáningarfrelsi vararíkissaksóknara enda var niðurstaða dómsmálaráðherra á því byggð. Síðar sama dag tók ríkissaksóknari undir sjónarmið Róberts og taldi niðurstöðu ráðherra órökrétta. Vararíkissaksóknari er embættismaður skipaður af ráðherra. Að lögum getur ráðherra einn veitt vararíkissaksóknara lausn. Í tilviki eins og því sem hér um ræðir getur ráðherra ekki veitt lausn án undanfarandi áminningar. Áminningin er þar með hluti af lausnarferlinu sem er í höndum ráðherra. Við meðferð málsins hjá dómsmálaráðuneytinu var aflað tveggja lögfræðiálita. Í öðru þeirra segir: Að öllu virtu telur LEX að uppi sé verulegur vafi á því hvort annar en ráðherra geti áminnt embættismann sem skipaður er af ráðherra, nema fyrir því standi skýr lagaheimild. Skal hér einnig höfð hliðsjón af lögmætisreglunni, þeirri grundvallarreglu að stjórnsýslan er bundin af lögum, en í henni felst að stjórnvöld geta almennt ekki tekið ákvarðanir sem eru íþyngjandi fyrir borgarana, nema hafa til þess heimild í lögum. Jafnframt verður að ganga skýrt frá því í lögum, hvaða kvaðir eru á borgarana lagðar. Með hliðsjón af því að ákvörðun um áminningu er íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun eru allar líkur á því að öll óvissa um valdbærni yrði túlkuð þeim embættismanni sem áminning beinist gegn í hag ef lögmæti áminningar kæmi til kasta dómstóla. Álit LEX er ítarlegt og vel rökstutt. Það skal upplýst að í hinu álitinu var komist að öndverðri niðurstöðu. Forsendur þar eru að mínu mati hæpnar. Sama dag og grein Róberts var birt sagði dómsmálaráðherra í viðtali við RÚV: Ég fékk til dæmis álit frá tveimur virtum lögfræðistofum. Og þau álit voru ekki samhljóma um hvort að vararíkissaksóknari hafi farið út fyrir þessi mörk tjáningarfrelsis sem embættismaður. Annað álitið taldi líkur á að hann hafi farið yfir mörkin á meðan hitt taldi svo ekki vera Síðan segir Guðrún: Þegar ég skoða málið heildstætt og hef í huga að þessi ummæli eru látin falla í sérstökum aðstæðum þar sem vararíkissaksóknari var brotaþoli þá finnst mér liggja í hlutarins eðli að ég get ekki tekið íþyngjandi ákvörðun ef ég get ekki treyst því að hún sé réttmæt. Aðfinnsluvert er, með tilliti til þeirrar meðalhófsreglu sem ráðherra vísar til, að hún hafi ekki hafnað erindi ríkissaksóknara á grundvelli valdþurrðar þegar niðurstaða álitsgerðar LEX lá fyrir. Ráðherra gat ekki samkvæmt sínum eigin orðum treyst því að áminningin frá 2022 hafi verið lögmæt. Líklegt má telja að ráðherra hafi kosið að byggja ákvörðun sína ekki á valdþurrð ríkissaksóknara þar sem undirmenn hennar í ráðuneytinu höfðu með furðulegum hætti átt aðkomu að áminningunni árið 2022. Sennilega hefur hún viljað forða ráðuneytinu frá álitshnekki nú. Öllum ber að fara að lögum. Að ríkissaksóknari taki sér vald, sem hún hefur ekki að réttum lögum, til þess að veita vararíkissaksóknara áminningu er meira en aðfinnsluvert. Með því hefur hún grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu. Höfundur er lögmaður sem gætti hagsmuna vararíkissaksóknara í málinu.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun