„Gaman að geta hjálpað liðinu loksins“ Sverrir Mar Smárason skrifar 15. september 2024 17:05 Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður ÍA. Vísir/Arnar Halldórsson Rúnar Már gerði sigurmark ÍA í 1-0 heimasigri liðsins gegn KA í dag. Leikurinn í dag var fyrsti leikur Rúnars í mjög langan tíma sem hann spilar frá byrjun til enda og markið hans fyrsta fyrir ÍA. „Mér líður bara mjög vel. Sigur og við klárum þessa 22 leiki í fjórða sæti sem er bara geggjað hjá okkur. Gaman að geta hjálpað liðinu loksins, eiginlega í fyrsta skipti á þessu ári,“ sagði Rúnar eftir leikinn. Leikurinn var lokaður og mikil stöðubarátta á köflum. Leikurinn gerðist mikið á miðjunni en Rúnar lætur vel af sér eftir þessar fyrstu 90 mínútur. „Þetta var bara bæði og (erfitt og ekki). Ég held þetta hafi ekkert verið neitt rosalega fallegt, völlurinn var mjög þurr og það var erfitt að láta boltann flæða eitthvað. Gaman í svona baráttu en auðvitað var ég orðinn þreyttur í lokinn. Ég hef lítið æft á þessu ári með liðinu. Gott að geta siglt þessu með þremur punktum,“ sagði Rúnar og hélt svo áfram, „skrokkurinn er bara fínn. Ég held að núna síðustu tvær vikur náði ég að æfa allar æfingar, án þess að vera nánast bara á hækjum á milli. Þess vegna náði ég að spila í dag. Við vorum ekkert vissir hvort ég næði hálfleik, 60mín, 70mín, við ætluðum bara að sjá til. Þetta gekk fínt og ég er mjög sáttur.“ Framundan er barátta Skagamanna við hin fimm liðin í efri hlutanum. ÍA á möguleika á Evrópusæti og Rúnar segir liðið stefna á það. „Ég er bara spenntur. Ég hef ekki verið í þessu úrslitaformi hérna heima áður. Við erum jákvæðir. Það eru allir í góðu standi og það er hugur í hópnum. Við stefnum bara ofar ef eitthvað er og ætlum að vera í þessari Evrópubaráttu til loka, það er klárt,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla ÍA KA Tengdar fréttir Uppgjör: Fyrsta mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigur Rúnar Már Sigurjónsson opnaði markareikning sinn hjá ÍA og markið færði liðinu 1-0 sigur á KA í Bestu deild karla í fótbolta. Rúnar skoraði með skalla eftir hornspyrnu og þessi sigur skilar Skagaliðnu upp í fjórða sæti. 15. september 2024 15:55 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Sigur og við klárum þessa 22 leiki í fjórða sæti sem er bara geggjað hjá okkur. Gaman að geta hjálpað liðinu loksins, eiginlega í fyrsta skipti á þessu ári,“ sagði Rúnar eftir leikinn. Leikurinn var lokaður og mikil stöðubarátta á köflum. Leikurinn gerðist mikið á miðjunni en Rúnar lætur vel af sér eftir þessar fyrstu 90 mínútur. „Þetta var bara bæði og (erfitt og ekki). Ég held þetta hafi ekkert verið neitt rosalega fallegt, völlurinn var mjög þurr og það var erfitt að láta boltann flæða eitthvað. Gaman í svona baráttu en auðvitað var ég orðinn þreyttur í lokinn. Ég hef lítið æft á þessu ári með liðinu. Gott að geta siglt þessu með þremur punktum,“ sagði Rúnar og hélt svo áfram, „skrokkurinn er bara fínn. Ég held að núna síðustu tvær vikur náði ég að æfa allar æfingar, án þess að vera nánast bara á hækjum á milli. Þess vegna náði ég að spila í dag. Við vorum ekkert vissir hvort ég næði hálfleik, 60mín, 70mín, við ætluðum bara að sjá til. Þetta gekk fínt og ég er mjög sáttur.“ Framundan er barátta Skagamanna við hin fimm liðin í efri hlutanum. ÍA á möguleika á Evrópusæti og Rúnar segir liðið stefna á það. „Ég er bara spenntur. Ég hef ekki verið í þessu úrslitaformi hérna heima áður. Við erum jákvæðir. Það eru allir í góðu standi og það er hugur í hópnum. Við stefnum bara ofar ef eitthvað er og ætlum að vera í þessari Evrópubaráttu til loka, það er klárt,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla ÍA KA Tengdar fréttir Uppgjör: Fyrsta mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigur Rúnar Már Sigurjónsson opnaði markareikning sinn hjá ÍA og markið færði liðinu 1-0 sigur á KA í Bestu deild karla í fótbolta. Rúnar skoraði með skalla eftir hornspyrnu og þessi sigur skilar Skagaliðnu upp í fjórða sæti. 15. september 2024 15:55 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Sjá meira
Uppgjör: Fyrsta mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigur Rúnar Már Sigurjónsson opnaði markareikning sinn hjá ÍA og markið færði liðinu 1-0 sigur á KA í Bestu deild karla í fótbolta. Rúnar skoraði með skalla eftir hornspyrnu og þessi sigur skilar Skagaliðnu upp í fjórða sæti. 15. september 2024 15:55