Mammon hefur náð lífeyrissjóðum á sitt band Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 19. september 2024 11:30 Hagkaup hefur hafið sölu á áfengi í gegnum vefverslun. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þú verslar ostinn og mjólkina. Jú þú getur verslað allan sólahringinn í Skeifunni. Hér hefur Mammon náð lífeyrissjóðunum á sitt band og Hagar eru að stórum hluta í almenningseigu. Með þessari stefnubreytingu er brotið blað og ættu þau félög sem hér um ræðir og eru í almenningseign að svara fyrir það hvort það sé þeirra stefna að brjóta niður það forvarnarstarfs sem hefur verið unnið að í áratugi. Þetta er ekki fyrsta netverslunin hér á landi heldur fylla þær brátt tuginn. Þrátt fyrir að smásala áfengis sé ólöglegt fyrir utan ÁTVR. Ég myndi ekki æða út á ritvöllinn ef þetta væri almenn vara eins og sokkar eða hveiti. Við erum að tala um aðgengi að áfengi hefur aukist og ný vídd opnast við að þú hafir aðgengi að því allan sólahringinn. Það er staðreynd að óhófleg áfengisneysla er böl fólks á öllum aldri. Það er talið að allt að 150 manns látist á hverju ári vegna þess. Fjölskyldur splundrast og ofbeldi eykst. Íslenska forvarnarmódelið Íslenska forvarnarmódelið er þekkt og hefur skilað góðum árangri í baráttunni gegn áfengis- og tóbaksnotkun. Það má segja að það sé orðið útflutningsvara. Haldnar hafa verið ráðstefnur á erlendri grundu þar sem íslenska módelið hefur verið kynnt og árangurinn af því. Danir hafa verið þekktir fyrir frjálsræði í áfengismálum og hægt að kaupa áfengi í öllum matvörubúðum. Nú eru stjórnvöld þar farin að horfa til okkar og nokkur sveitarfélög eru að taka upp forvarnarmódelið. En hér heima eru öfl sem ætla að hundsa það út frá hugmyndafræðinni um frelsi einstaklingsins. Frelsi einstaklingsins getur aldrei orðið meira en það öryggi sem hann býr við. Áfengisverslun ríkisins vinnur undir strangri löggjöf sem lýtur að því að áfengi sé ekki venjuleg vara heldur vara sem við þurfum að halda frá ungu fólki. ÁTVR er bundin af því að þeir hafa fasta álagningu á áfengi og álagning reiknast af innkaupaverði þeirra frá birgjum. Hagar flytja inn áfengi og eru þá líklega meðal birgja ÁTVR og nú er Hagkaup sem er í eigu Haga komin í samkeppni við ÁTVR á smásölu áfengis á Íslandi. Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Netverslun með áfengi Verslun Framsóknarflokkurinn Alþingi Lífeyrissjóðir Áfengi og tóbak Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Hagkaup hefur hafið sölu á áfengi í gegnum vefverslun. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þú verslar ostinn og mjólkina. Jú þú getur verslað allan sólahringinn í Skeifunni. Hér hefur Mammon náð lífeyrissjóðunum á sitt band og Hagar eru að stórum hluta í almenningseigu. Með þessari stefnubreytingu er brotið blað og ættu þau félög sem hér um ræðir og eru í almenningseign að svara fyrir það hvort það sé þeirra stefna að brjóta niður það forvarnarstarfs sem hefur verið unnið að í áratugi. Þetta er ekki fyrsta netverslunin hér á landi heldur fylla þær brátt tuginn. Þrátt fyrir að smásala áfengis sé ólöglegt fyrir utan ÁTVR. Ég myndi ekki æða út á ritvöllinn ef þetta væri almenn vara eins og sokkar eða hveiti. Við erum að tala um aðgengi að áfengi hefur aukist og ný vídd opnast við að þú hafir aðgengi að því allan sólahringinn. Það er staðreynd að óhófleg áfengisneysla er böl fólks á öllum aldri. Það er talið að allt að 150 manns látist á hverju ári vegna þess. Fjölskyldur splundrast og ofbeldi eykst. Íslenska forvarnarmódelið Íslenska forvarnarmódelið er þekkt og hefur skilað góðum árangri í baráttunni gegn áfengis- og tóbaksnotkun. Það má segja að það sé orðið útflutningsvara. Haldnar hafa verið ráðstefnur á erlendri grundu þar sem íslenska módelið hefur verið kynnt og árangurinn af því. Danir hafa verið þekktir fyrir frjálsræði í áfengismálum og hægt að kaupa áfengi í öllum matvörubúðum. Nú eru stjórnvöld þar farin að horfa til okkar og nokkur sveitarfélög eru að taka upp forvarnarmódelið. En hér heima eru öfl sem ætla að hundsa það út frá hugmyndafræðinni um frelsi einstaklingsins. Frelsi einstaklingsins getur aldrei orðið meira en það öryggi sem hann býr við. Áfengisverslun ríkisins vinnur undir strangri löggjöf sem lýtur að því að áfengi sé ekki venjuleg vara heldur vara sem við þurfum að halda frá ungu fólki. ÁTVR er bundin af því að þeir hafa fasta álagningu á áfengi og álagning reiknast af innkaupaverði þeirra frá birgjum. Hagar flytja inn áfengi og eru þá líklega meðal birgja ÁTVR og nú er Hagkaup sem er í eigu Haga komin í samkeppni við ÁTVR á smásölu áfengis á Íslandi. Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun