Dansaðu vindur Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 19. september 2024 17:01 Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu. Til mikils er að vinna svo hugmyndir og tækifæri renni ekki úr greipum okkar. Samkvæmt raforkuspá Landsnets eru líkur á viðvarandi orkuskorti hér á landi næstu árin. Staðan batnar með tilkomu nýrra virkjana sem búið er að ákveða að virkja samkvæmt rammaáætlun. Þeir virkjanakostir munu þó duga ekki til að mæta eftirspurn eftir raforku sem fer stigvaxandi með hverju árinu sem líður. Ekki hefur náðst tilhlýðilegur árangur í orkuöflun, þrátt fyrir það að staðan eins og hún birtist okkur hafi lengi blasað við. Auðvitað þarf að afla meiri orku, ýta undir að smærri virkjanakostir séu nýttir, að tryggja að vindurinn sé beislaður og svo einnig leita leiða til að nýta betur þá orku sem við höfum til skiptanna í dag. Olíubruni í bakgarðinum Að nýju verða skerðingar á afhendingu á raforku til fiskimjölsverksmiðja veruleiki okkar í vetur. Olíubruni í stað grænnar orku verður festur enn frekar í sessi. Með töluverðum afleiðingum fyrir umhverfið og efnahag þjóðarinnar. Í nafni umhverfis- og náttúruverndar hafa einstaklingar og hópar komið í veg fyrir frekari orkuöflun og virðast snúa blinda auganu að afleiðingar aðgerða þeirra kynda undir olíubruna í eigin bakgarði. Virkjum vindinn Skiptar skoðanir eru um nýtingu á vindinum til orkuöflunar. Sjálfri þykir mér augljóst að við verðum að virkja vindinn. Það má vel gera hóflega og skynsamlega um landið allt. Vindurinn nýtist vel á móti vatnsaflsvirkjunum til sveiflujöfnunar og á meðan vindur blæs á veturna er hægt að safna í lónin og bæta þannig vatnsbúskapinn. Orkumálin má flokka í marga undirflokka. Orkumálin eru efnahagsmál því á meðan við höfum ekki fulla getu til að fullnægja þörfum kerfisins með grænni orku eyðum við tugum milljarða af gjaldeyri þjóðarinnar í kaup á jarðefnaeldsneyti. Orkumálin eru líka umhverfismál því við vitum hver áhrif notkunar á jarðefnaeldsneyti er á náttúruna. Orkumálin eru byggðamál, því án tryggrar raforku munum við ekki ná að treysta byggð um allt land. Orkumálin eru og verða ennþá, lykilmál fyrir þjóðina. Fólk og fyrirtækin í landinu eiga að geta treyst því að stjórnvöld vinni í þágu heildarinnar. Það er stórt hagsmunamál okkar allra, grundvöllur að áframhaldandi lífsgæðasókn okkar, að orkuframleiðsla sé í vexti og mæti stórhuga framtíðarsýn fyrir Ísland. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Vindorka Orkumál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu. Til mikils er að vinna svo hugmyndir og tækifæri renni ekki úr greipum okkar. Samkvæmt raforkuspá Landsnets eru líkur á viðvarandi orkuskorti hér á landi næstu árin. Staðan batnar með tilkomu nýrra virkjana sem búið er að ákveða að virkja samkvæmt rammaáætlun. Þeir virkjanakostir munu þó duga ekki til að mæta eftirspurn eftir raforku sem fer stigvaxandi með hverju árinu sem líður. Ekki hefur náðst tilhlýðilegur árangur í orkuöflun, þrátt fyrir það að staðan eins og hún birtist okkur hafi lengi blasað við. Auðvitað þarf að afla meiri orku, ýta undir að smærri virkjanakostir séu nýttir, að tryggja að vindurinn sé beislaður og svo einnig leita leiða til að nýta betur þá orku sem við höfum til skiptanna í dag. Olíubruni í bakgarðinum Að nýju verða skerðingar á afhendingu á raforku til fiskimjölsverksmiðja veruleiki okkar í vetur. Olíubruni í stað grænnar orku verður festur enn frekar í sessi. Með töluverðum afleiðingum fyrir umhverfið og efnahag þjóðarinnar. Í nafni umhverfis- og náttúruverndar hafa einstaklingar og hópar komið í veg fyrir frekari orkuöflun og virðast snúa blinda auganu að afleiðingar aðgerða þeirra kynda undir olíubruna í eigin bakgarði. Virkjum vindinn Skiptar skoðanir eru um nýtingu á vindinum til orkuöflunar. Sjálfri þykir mér augljóst að við verðum að virkja vindinn. Það má vel gera hóflega og skynsamlega um landið allt. Vindurinn nýtist vel á móti vatnsaflsvirkjunum til sveiflujöfnunar og á meðan vindur blæs á veturna er hægt að safna í lónin og bæta þannig vatnsbúskapinn. Orkumálin má flokka í marga undirflokka. Orkumálin eru efnahagsmál því á meðan við höfum ekki fulla getu til að fullnægja þörfum kerfisins með grænni orku eyðum við tugum milljarða af gjaldeyri þjóðarinnar í kaup á jarðefnaeldsneyti. Orkumálin eru líka umhverfismál því við vitum hver áhrif notkunar á jarðefnaeldsneyti er á náttúruna. Orkumálin eru byggðamál, því án tryggrar raforku munum við ekki ná að treysta byggð um allt land. Orkumálin eru og verða ennþá, lykilmál fyrir þjóðina. Fólk og fyrirtækin í landinu eiga að geta treyst því að stjórnvöld vinni í þágu heildarinnar. Það er stórt hagsmunamál okkar allra, grundvöllur að áframhaldandi lífsgæðasókn okkar, að orkuframleiðsla sé í vexti og mæti stórhuga framtíðarsýn fyrir Ísland. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun