Ég vil ekki þennan veruleika Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir skrifar 21. september 2024 15:03 Enn eitt barnið hefur verið myrt. Lítil 10 ára stúlka úr hverfinu mínu. Ég fékk illt í hjartað þegar ég sá frétt um að barn hafi verið myrt af foreldri sínu. Það sem var mér efst í huga var að biðja til guðs að þessi litla stúlka hafi ekki upplifað angist og sársauka á síðustu augnablikum lífs síns. Það næsta var það sama og ég hef hugsað í hin tvö skiptin á undan þegar barn hefur verið myrt á árinu - að enginn sem ég þekki tengist þessu barni persónulega. Hversu hryllilegt áfall að missa barn í lífi sínu á svona skyndilegan og ofbeldisfullan hátt. Ég óska engum svoleiðis sársauka og sálarkvalir. Svo komu fréttir um hvaða skóla barnið gekk í. Ég fór að hágráta um leið og ég sá myndina af skólanum. Barnið sem var myrt var nemandi í mínum hverfisskóla, skólanum sem ég gekk sjálf í frá 1.-7. bekk. Eitt af börnunum í hverfinu mínu. Ég vissi um leið að fjöldi fólks í hverfinu mínu er að syrgja þetta barn. Vinir og nágrannar misstu nemandann sinn, börn í hverfinu misstu skólasystkini og vinkonu. Fjöldinn allur af fólki í húsunum í kringum mig er að upplifa ólýsanlegan sársauka vegna þessa atburðar núna. Ég er sjálf kennaranemi og vinn með börnum í 5. bekk í öðrum skóla. Hún er skelfileg, tilhugsunin um að kennarar og starfsfólk hverfisskólans míns, mínum gamla barnaskóla hafi kvatt 10 ára nemanda sinn á föstudegi, eflaust brosað og sagt eitthvað á borð við: „Ertu með allt? Muna eftir peysu, úlpu, húfu! Góða helgi, við sjáumst á mánudaginn!“ En á mánudaginn kemur lítil stelpa ekki í skólann. Á mánudegi fá kennarar ekki að heilsa Kolfinnu Eldey sinni, spyrja hvað hún gerði skemmtilegt um helgina, biðja hana um að taka upp pennaveskið og útskýra fyrir henni verkefni dagsins. Hún var myrt daginn áður og faðir hennar er í haldi lögreglu. Það er eins og skyggt hafi á rólega, friðsæla hverfið mitt. Að vita að eitt af börnunum úr hverfinu hafi mætt slíkum örlögum. Að sjá sársaukann í augum nágranna sinna, að labba inn í búðina í hverfinu, sjá að byrjað er stilla upp vörum fyrir Hrekkjavöku og vita að það verður einu barninu færra sem velur sér búning, fer í hrekkjavökugleði eða gengur um hverfið með vinum sínum og bankar upp á fyrir sælgæti. Að vita að það er einu barninu færra sem mun stoppa mig úti á götu til að segja mér hvað hundarnir mínir eru sætir og hvort hún megi klappa þeim? Ég fór í vinnuna í kjölfarið í skólanum sem ég vinn í og fann svo mikinn létti að sjá alla mína nemendur á lífi. Ég var ákveðin í að njóta að vera með þeim, hafa gaman með þeim af því þau eru hér með mér. Mikið ótrúlega er ég þakklát fyrir að nemendur mínir eru á lífi. Þrjú börn hafa verið myrt á árinu. Tvö grunnskólabörn, eitt barn í menntaskóla. Mánuður er ekki liðinn frá því að ung stúlka var myrt á Menningarnótt þegar næsti harmleikur dynur á okkur og í þetta skiptið í mínu nærumhverfi. Ég fann fyrir ákveðnum kvíða eftir að hafa kvatt öll börnin í skólanum sem ég starfa við í gær, föstudag…munu þau öll koma í skólann á mánudag? Elsku þjóð, við verðum að gera betur. Öll sem eitt, ríkisstjórn, sveitarfélög, einstaklingar, við verðum að gera eitthvað. Þrjú börn á innan við ári í okkar litla þjóðfélagi. Þrír skólar. Þrír nemendur sem að standa fjölmargir ættingjar, vinir, skólasystkini, kennarar og starfsfólk skóla sem öllum þótti gríðarlega vænt um barnið. Þetta má ekki verða nýr veruleiki Íslendinga að vita aldrei hvenær eitthvert barn í þeirra lífi muni skyndilega mæta endalokum sínum svona, hvort sem það er fjölskyldumeðlimur, nemandi, nágranni eða skólasystkini barnanna ykkar. Ég vil ekki búa við þann veruleika að kennarar, kennaranemar og starfsfólk skóla þurfi að undirbúa sig fyrir þann möguleika að geta misst nemanda svona hvenær sem er. Jafnvel þó að barnið tengist okkur ekki beinum tengslum, þá er heimurinn lítill á Íslandi. Þau okkar sem ekki tengjast börnunum beint þekkjum samt mörg hver fólk sem eru aðstandendur barnanna. Við þurfum öll að hafa í huga að styðja fólkið okkar sem eru að syrgja börnin sem voru myrt. Elsku nágrannar í Rimahverfi, kennarar og starfsfólk Rimaskóla, ættingjar og aðstandendur Kolfinnu Eldeyjar og allra barnanna sem við misstum árinu, ég samhryggist ykkur svo innilega. Elsku þjóð, nú verðum við að vakna. Við megum ekki missa fleiri börn vegna ofbeldisverka. Höfundur er kennaranemi í MT í Kennslufræði yngri barna í grunnskóla við Háskóla Íslands, meðstjórnandi og hagsmunafulltrúi Stúdentafélagsins Kennó og fulltrúi nemenda í fagráði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands um kennaramenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Sjá meira
Enn eitt barnið hefur verið myrt. Lítil 10 ára stúlka úr hverfinu mínu. Ég fékk illt í hjartað þegar ég sá frétt um að barn hafi verið myrt af foreldri sínu. Það sem var mér efst í huga var að biðja til guðs að þessi litla stúlka hafi ekki upplifað angist og sársauka á síðustu augnablikum lífs síns. Það næsta var það sama og ég hef hugsað í hin tvö skiptin á undan þegar barn hefur verið myrt á árinu - að enginn sem ég þekki tengist þessu barni persónulega. Hversu hryllilegt áfall að missa barn í lífi sínu á svona skyndilegan og ofbeldisfullan hátt. Ég óska engum svoleiðis sársauka og sálarkvalir. Svo komu fréttir um hvaða skóla barnið gekk í. Ég fór að hágráta um leið og ég sá myndina af skólanum. Barnið sem var myrt var nemandi í mínum hverfisskóla, skólanum sem ég gekk sjálf í frá 1.-7. bekk. Eitt af börnunum í hverfinu mínu. Ég vissi um leið að fjöldi fólks í hverfinu mínu er að syrgja þetta barn. Vinir og nágrannar misstu nemandann sinn, börn í hverfinu misstu skólasystkini og vinkonu. Fjöldinn allur af fólki í húsunum í kringum mig er að upplifa ólýsanlegan sársauka vegna þessa atburðar núna. Ég er sjálf kennaranemi og vinn með börnum í 5. bekk í öðrum skóla. Hún er skelfileg, tilhugsunin um að kennarar og starfsfólk hverfisskólans míns, mínum gamla barnaskóla hafi kvatt 10 ára nemanda sinn á föstudegi, eflaust brosað og sagt eitthvað á borð við: „Ertu með allt? Muna eftir peysu, úlpu, húfu! Góða helgi, við sjáumst á mánudaginn!“ En á mánudaginn kemur lítil stelpa ekki í skólann. Á mánudegi fá kennarar ekki að heilsa Kolfinnu Eldey sinni, spyrja hvað hún gerði skemmtilegt um helgina, biðja hana um að taka upp pennaveskið og útskýra fyrir henni verkefni dagsins. Hún var myrt daginn áður og faðir hennar er í haldi lögreglu. Það er eins og skyggt hafi á rólega, friðsæla hverfið mitt. Að vita að eitt af börnunum úr hverfinu hafi mætt slíkum örlögum. Að sjá sársaukann í augum nágranna sinna, að labba inn í búðina í hverfinu, sjá að byrjað er stilla upp vörum fyrir Hrekkjavöku og vita að það verður einu barninu færra sem velur sér búning, fer í hrekkjavökugleði eða gengur um hverfið með vinum sínum og bankar upp á fyrir sælgæti. Að vita að það er einu barninu færra sem mun stoppa mig úti á götu til að segja mér hvað hundarnir mínir eru sætir og hvort hún megi klappa þeim? Ég fór í vinnuna í kjölfarið í skólanum sem ég vinn í og fann svo mikinn létti að sjá alla mína nemendur á lífi. Ég var ákveðin í að njóta að vera með þeim, hafa gaman með þeim af því þau eru hér með mér. Mikið ótrúlega er ég þakklát fyrir að nemendur mínir eru á lífi. Þrjú börn hafa verið myrt á árinu. Tvö grunnskólabörn, eitt barn í menntaskóla. Mánuður er ekki liðinn frá því að ung stúlka var myrt á Menningarnótt þegar næsti harmleikur dynur á okkur og í þetta skiptið í mínu nærumhverfi. Ég fann fyrir ákveðnum kvíða eftir að hafa kvatt öll börnin í skólanum sem ég starfa við í gær, föstudag…munu þau öll koma í skólann á mánudag? Elsku þjóð, við verðum að gera betur. Öll sem eitt, ríkisstjórn, sveitarfélög, einstaklingar, við verðum að gera eitthvað. Þrjú börn á innan við ári í okkar litla þjóðfélagi. Þrír skólar. Þrír nemendur sem að standa fjölmargir ættingjar, vinir, skólasystkini, kennarar og starfsfólk skóla sem öllum þótti gríðarlega vænt um barnið. Þetta má ekki verða nýr veruleiki Íslendinga að vita aldrei hvenær eitthvert barn í þeirra lífi muni skyndilega mæta endalokum sínum svona, hvort sem það er fjölskyldumeðlimur, nemandi, nágranni eða skólasystkini barnanna ykkar. Ég vil ekki búa við þann veruleika að kennarar, kennaranemar og starfsfólk skóla þurfi að undirbúa sig fyrir þann möguleika að geta misst nemanda svona hvenær sem er. Jafnvel þó að barnið tengist okkur ekki beinum tengslum, þá er heimurinn lítill á Íslandi. Þau okkar sem ekki tengjast börnunum beint þekkjum samt mörg hver fólk sem eru aðstandendur barnanna. Við þurfum öll að hafa í huga að styðja fólkið okkar sem eru að syrgja börnin sem voru myrt. Elsku nágrannar í Rimahverfi, kennarar og starfsfólk Rimaskóla, ættingjar og aðstandendur Kolfinnu Eldeyjar og allra barnanna sem við misstum árinu, ég samhryggist ykkur svo innilega. Elsku þjóð, nú verðum við að vakna. Við megum ekki missa fleiri börn vegna ofbeldisverka. Höfundur er kennaranemi í MT í Kennslufræði yngri barna í grunnskóla við Háskóla Íslands, meðstjórnandi og hagsmunafulltrúi Stúdentafélagsins Kennó og fulltrúi nemenda í fagráði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands um kennaramenntun.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar