Konur og börn meðal látinna þegar Hezbollah-leiðtoga var ráðinn bani Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. september 2024 23:24 Alls létust 37 manns í árásunum. EPA/Wael Hamzeh Líbönsk yfirvöld segja þrjú börn og sjö konur hafa verið meðal þeirra 37 sem féllu í ísraelskri loftárás á Beirútborg sem dró einn æðsta leiðtoga Hezbollah til bana í gær. Skotmark árásarinnar var Ibrahim Aqil sem er sagður hafa leitt hernaðararm Hezbollah eftir að fyrrverandi leiðtogi þess var ráðinn af dögunum í júlí. Hann var einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir aðkomu sína að árás á bandaríska sendiráðið í Beirút ásamt mannskæðri sprengjuárás í bragga bandarískra landgönguliða í Beirút árið 1983. Aqil féll í árásinni en hann er sagður hafa verið á fundi með meðlimum hinna svokölluðu Radwan-sveita, eins konar sérsveitir Hezbollah. Sprengjum var varpað á neðanjarðarbyrgi þar sem fundarhöldin fóru fram en byggingin ofan á byrginu hrundi í kjölfarið á háannatíma. Göturnar í kringum bygginguna voru fullar af fólki á leið sinni heim frá vinnu og skóla. Spennan magnast á landamærum Ísraels og Líbanons þar sem árásir á báða bóga hefur fjölgað undanfarið. Hezbollah hóf að gera loftárásir með eldflaugum og flygildum þann áttunda október í fyrra og Ísraelsmenn hafa svarað með loft- og stórskotaliðsárásum yfir landamærin. Á dögunum náði spennan nýjum hæðum þegar þúsundir símboða vígamanna Hezbollah sprungu nær samstundis í loft upp. Ísraelsmenn höfðu átt við símboðana áður en þeir bárust vígamönnum Hezbollah með því að koma sprengiefni fyrir í þeim. Líbanon Ísrael Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Skotmark árásarinnar var Ibrahim Aqil sem er sagður hafa leitt hernaðararm Hezbollah eftir að fyrrverandi leiðtogi þess var ráðinn af dögunum í júlí. Hann var einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir aðkomu sína að árás á bandaríska sendiráðið í Beirút ásamt mannskæðri sprengjuárás í bragga bandarískra landgönguliða í Beirút árið 1983. Aqil féll í árásinni en hann er sagður hafa verið á fundi með meðlimum hinna svokölluðu Radwan-sveita, eins konar sérsveitir Hezbollah. Sprengjum var varpað á neðanjarðarbyrgi þar sem fundarhöldin fóru fram en byggingin ofan á byrginu hrundi í kjölfarið á háannatíma. Göturnar í kringum bygginguna voru fullar af fólki á leið sinni heim frá vinnu og skóla. Spennan magnast á landamærum Ísraels og Líbanons þar sem árásir á báða bóga hefur fjölgað undanfarið. Hezbollah hóf að gera loftárásir með eldflaugum og flygildum þann áttunda október í fyrra og Ísraelsmenn hafa svarað með loft- og stórskotaliðsárásum yfir landamærin. Á dögunum náði spennan nýjum hæðum þegar þúsundir símboða vígamanna Hezbollah sprungu nær samstundis í loft upp. Ísraelsmenn höfðu átt við símboðana áður en þeir bárust vígamönnum Hezbollah með því að koma sprengiefni fyrir í þeim.
Líbanon Ísrael Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila