Gætum við verið betri hvert við annað? Jakob Frímann Magnússon skrifar 22. september 2024 16:30 Fyrir 30 árum, 1994, kom fyrsti snjallsíminn á markað. Áratugi síðar, 2004 hóf svo Facebook innreið sína og 2007 fengum við í hendur það fjölnota tæki sem snjallsíminn iPhone er. Allt eru þetta stórkostlegar uppfinningar – rétt eins og gufuvélin, skriðdrekinn og atómsprengjan. Ekki ber okkur að amast við nýsköpun og tækniframförum, en í þeim efnum veldur sannarlega hver á heldur. Gervigreinda snjallmennið hefur haslað sér völl til frambúðar. Snjallmennska eða hrakmennska? Firringin, illskan og örvæntingin í samfélagi okkar virðist hafa stigmagnast að undanförnu. Öll erum við agndofa yfir hörkunni og ofbeldinu hryllilega sem æ tíðari fregnir berast af í okkar fámenna og friðsæla samfélagi.Börnunum okkar er brugðið, þau eru óöruggari og kvíðafyllri en nokkru sinni í umhverfi stafræns tilfinningadoða. Eðlilega er spurt: Hvað kann hér að valda? Við bendum hvatvíslega í ólíkar áttir, sem í fljótu bragði kunna að virðast uppsprettur hins illa. Vert er þá að muna að þegar vísifingri er bent í tiltekna átt, snúa þrír fingur fingur jafnan að okkur sjálfum. Skyldum við rísa með sæmd undir þeirri ábyrgð, hvert og eitt, að stýra okkar eigin fjölmiðli, hvort sem sá heitir Facebook, Instagram, X, Tik Tok eða Snapchat? Misnotum við það áróðursvald? Hrósyrði í hrakyrða stað Vert væri að ígrunda betur það hugarþel og þau orð sem við beinum jafnan og allt of oft í kæruleysi hvert að öðru í „beinni útsendingu“ þessara miðla, dag hvern. Sameiginlegt verkefni okkar allra hlýtur að vera að bæta og fínstilla það samfélag og þann heim sem við búum í. Skyldi okkur farnast betur í þeim efnum ef við einsettum okkur að feta oftar stigu kærleikans og beina frekar uppbyggilegum hrósyrðum hvert að öðru í stað hrakyrða? Innleiðum nýjan samfélagssáttmála Kynni sú vaxandi illska sem nú skekur samfélagið með ofbeldi, rányrkju og morðum hreinlega að spegla hugarþel okkar sjálfra, eitthvað sem við sjálf höfum í hugsunarleysi leyft okkur að beina hvert að öðru úr því „launsátri“ sem okkar eigin persónulegu samfélagsmiðlar hafa gert okkur mögulegt? Færi e.t.v. betur á því að láta þau orð ein falla um náunga sinn – hver sem sá kynni að vera - sem maður mundi sjálfur treysta sér til að segja við þann hinn sama, augliti til auglitis? Við, hin eldri sáum fræjunum. Fóðrið sem af sprettur nærir hina yngri. Kynni illskan og ofbeldið sem við okkur blasir nú vera bein afleiðing hinna eitruðu fræja? Vel færi á því að rifja oftar upp orð Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar um að við hefðum vissulega „getað verið betri hvort við annað“. Við þurfum að sammælast um nýjan samfélagssáttmála sem hverfist einmitt um þetta lykilatriði, í orði sem á borði: Að vera betri hvort við annað. Þá mun okkur vel farnast. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Flokkur fólksins Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Fyrir 30 árum, 1994, kom fyrsti snjallsíminn á markað. Áratugi síðar, 2004 hóf svo Facebook innreið sína og 2007 fengum við í hendur það fjölnota tæki sem snjallsíminn iPhone er. Allt eru þetta stórkostlegar uppfinningar – rétt eins og gufuvélin, skriðdrekinn og atómsprengjan. Ekki ber okkur að amast við nýsköpun og tækniframförum, en í þeim efnum veldur sannarlega hver á heldur. Gervigreinda snjallmennið hefur haslað sér völl til frambúðar. Snjallmennska eða hrakmennska? Firringin, illskan og örvæntingin í samfélagi okkar virðist hafa stigmagnast að undanförnu. Öll erum við agndofa yfir hörkunni og ofbeldinu hryllilega sem æ tíðari fregnir berast af í okkar fámenna og friðsæla samfélagi.Börnunum okkar er brugðið, þau eru óöruggari og kvíðafyllri en nokkru sinni í umhverfi stafræns tilfinningadoða. Eðlilega er spurt: Hvað kann hér að valda? Við bendum hvatvíslega í ólíkar áttir, sem í fljótu bragði kunna að virðast uppsprettur hins illa. Vert er þá að muna að þegar vísifingri er bent í tiltekna átt, snúa þrír fingur fingur jafnan að okkur sjálfum. Skyldum við rísa með sæmd undir þeirri ábyrgð, hvert og eitt, að stýra okkar eigin fjölmiðli, hvort sem sá heitir Facebook, Instagram, X, Tik Tok eða Snapchat? Misnotum við það áróðursvald? Hrósyrði í hrakyrða stað Vert væri að ígrunda betur það hugarþel og þau orð sem við beinum jafnan og allt of oft í kæruleysi hvert að öðru í „beinni útsendingu“ þessara miðla, dag hvern. Sameiginlegt verkefni okkar allra hlýtur að vera að bæta og fínstilla það samfélag og þann heim sem við búum í. Skyldi okkur farnast betur í þeim efnum ef við einsettum okkur að feta oftar stigu kærleikans og beina frekar uppbyggilegum hrósyrðum hvert að öðru í stað hrakyrða? Innleiðum nýjan samfélagssáttmála Kynni sú vaxandi illska sem nú skekur samfélagið með ofbeldi, rányrkju og morðum hreinlega að spegla hugarþel okkar sjálfra, eitthvað sem við sjálf höfum í hugsunarleysi leyft okkur að beina hvert að öðru úr því „launsátri“ sem okkar eigin persónulegu samfélagsmiðlar hafa gert okkur mögulegt? Færi e.t.v. betur á því að láta þau orð ein falla um náunga sinn – hver sem sá kynni að vera - sem maður mundi sjálfur treysta sér til að segja við þann hinn sama, augliti til auglitis? Við, hin eldri sáum fræjunum. Fóðrið sem af sprettur nærir hina yngri. Kynni illskan og ofbeldið sem við okkur blasir nú vera bein afleiðing hinna eitruðu fræja? Vel færi á því að rifja oftar upp orð Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar um að við hefðum vissulega „getað verið betri hvort við annað“. Við þurfum að sammælast um nýjan samfélagssáttmála sem hverfist einmitt um þetta lykilatriði, í orði sem á borði: Að vera betri hvort við annað. Þá mun okkur vel farnast. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun