Aftur til fortíðar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 26. september 2024 08:31 Íslenskur sjávarútvegur hefur náð markverðum árangri í að draga úr kolefnisfótspori sínu á undanförnum áratugum. Margir samverkandi þættir skýra þann árangur en einn sá stærsti er raforkuvæðing fiskimjölsverksmiðja. Raforkuvæðingin hófst á tíunda áratug síðustu aldar en síðan þá hafa nær allar fiskimjölsverksmiðjur verið raforkuvæddar. Örfáar búa þó enn við að geta einungis knúið starfsemi sína með olíu en það er einkum vegna takmarkana í flutningskerfi raforku. Er þar um að ræða fiskimjölsverksmiðjur í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn. Árangurinn er óumdeildur, eins og sjá má á neðangreindri mynd. Bakslag hefur hins vegar komið í þessa jákvæðu vegferð á liðnum tveimur árum, þar sem raforkuskortur hefur verið viðvarandi. Framleiðsla ófyrirsjáanleg Fiskimjölsverksmiðjur hafa nýtt ótrygga raforku til að knýja áfram framleiðslu sína. Verksmiðjurnar hafa þannig getað nýtt orku sem verður afgangs í kerfinu og er afhending skert ef staða vinnslukerfa er ekki nægilega góð. Fyrir skerðanlega raforku er greitt lægra verð. Verksmiðjurnar geta síðan nýtt jarðefnaeldsneyti ef skortur er á raforku, þó raforka sé ávallt fyrsti kostur enda tryggir hún læra kolefnisfótspor framleiddra afurða. Einnig skapar hún betra vinnuumhverfi í verksmiðjunum og nærumhverfi þeirra þegar litið er til hávaða og loftgæða. Fyrirkomulagið hefur reynst einkar hagfellt enda býr mjöl- og lýsisframleiðsla ekki við sama fyrirsjáanleika og annar iðnaður þegar kemur að orkunotkun. Hráefnisöflun fiskimjölsverksmiðja er afar sveiflukennd milli ára. Aflaheimildir, veðurfar og göngumynstur fiskistofna eru meðal þeirra óvissuþátta sem hafa áhrif. Miklar sveiflur eru í stærð þeirra fiskistofna sem nýttir eru í mjöl- og lýsisframleiðslu og er nærtækast að nefna loðnu, sem hefur verið fyrirferðamesta tegundin þegar kemur að framleiðslu á mjöli og lýsi. Miklar sveiflur eru á milli ára í stærð loðnustofnsins og er loðnubrestur árin 2019, 2020 og aftur nú í ár, skýrasta dæmið um það. Hversu stórum hluta loðnuaflans er ráðstafað í mjöl og lýsi, ræðst svo að mestu leyti af heildarloðnukvóta hvers árs. Eftir því sem kvótinn er stærri, fer almennt hlutfallslega meira í bræðslu. Aðrar uppsjávartegundir, svo sem síld, makríll og kolmunni hafa einnig verið nýttar í mjöl- og lýsisframleiðslu þegar lítið er um loðnu. Áætla má að uppsafnaður olíusparnaður sem hefur myndast við raforkuvæðingu fiskimjölsverksmiðja á síðastliðnum 20 árum jafngildi 300 þúsund tonnum af olíu. Til að setja það í samhengi þá samsvarar það olíunotkun flugiðnaðarins á síðasta ári eða um tvöfaldri notkun íslenska fiskiskipaflotans samkvæmt gögnum frá Orkustofnun. Þá hefur minni olíunotkun liðinna 20 ára sparað um 35 milljarða króna í olíukostnað á núverandi verðlagi. Raforkuvæðingin verður því ekki einungis til þess að kolefnisspor afurðanna minnkar, heldur eru verksmiðjurnar að nota græna innlenda orku í stað þess að flytja inn olíu. Vegferðin lengist Á undanförnum árum hefur Landsvirkjun ítrekað þurft að grípa til skerðingar á afhendingu á raforku til fiskimjölsverksmiðja. Þetta má einkum rekja til slæmrar vatnsstöðu lónanna, sem gerir það að verkum að lítil orka er afgangs þegar að kaupendur að forgangsorku hafa nýtt sína orku. Í kjölfar þeirra skerðinga hefur olíunotkun verksmiðjanna aukist umtalsvert. Frekari skerðingar á afhendingu á raforku til fiskimjölsverksmiðja eru fyrirséðar en samkvæmt raforkuspá Landsnets eru jafnvel líkur á að notendur að forgangsorku þurfi að þola skerðingar á næstu árum. Það er bakslag sem enginn vildi sjá. Raforkukerfið er komið að þolmörkum. Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir óþarfa olíunotkun, svo að hægt verði að ná markmiðum stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúslofttegunda. Fyrirtækin hafa sýnt vilja, bæði í orði og í verki, til að draga úr olíunotkun sinni. Raforkuvæðing fiskimjölsverksmiðja er gott dæmi um það. Í ljósi þessarar stöðu skýtur verulega skökku við að stjórnvöld hækki í sífellu kolefnisgjald, sem einna verst bitnar á sjávarútvegi. Fyrirtækin hafa þegar ráðist í orkuskipti með verulegum fjárfestingum, en græna orkan er aftur á móti uppseld. Stjórnvöld eru hins vegar ár hvert að þyngja enn frekar gjaldtökuna, vitandi að engar athafnir fyrirtækjanna geta breytt skorti á grænni orku. Nú verða stjórnvöld að staldra við og endurmeta þessa undarlegu vegferð síhækkandi kolefnisgjalds. Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Íslenskur sjávarútvegur hefur náð markverðum árangri í að draga úr kolefnisfótspori sínu á undanförnum áratugum. Margir samverkandi þættir skýra þann árangur en einn sá stærsti er raforkuvæðing fiskimjölsverksmiðja. Raforkuvæðingin hófst á tíunda áratug síðustu aldar en síðan þá hafa nær allar fiskimjölsverksmiðjur verið raforkuvæddar. Örfáar búa þó enn við að geta einungis knúið starfsemi sína með olíu en það er einkum vegna takmarkana í flutningskerfi raforku. Er þar um að ræða fiskimjölsverksmiðjur í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn. Árangurinn er óumdeildur, eins og sjá má á neðangreindri mynd. Bakslag hefur hins vegar komið í þessa jákvæðu vegferð á liðnum tveimur árum, þar sem raforkuskortur hefur verið viðvarandi. Framleiðsla ófyrirsjáanleg Fiskimjölsverksmiðjur hafa nýtt ótrygga raforku til að knýja áfram framleiðslu sína. Verksmiðjurnar hafa þannig getað nýtt orku sem verður afgangs í kerfinu og er afhending skert ef staða vinnslukerfa er ekki nægilega góð. Fyrir skerðanlega raforku er greitt lægra verð. Verksmiðjurnar geta síðan nýtt jarðefnaeldsneyti ef skortur er á raforku, þó raforka sé ávallt fyrsti kostur enda tryggir hún læra kolefnisfótspor framleiddra afurða. Einnig skapar hún betra vinnuumhverfi í verksmiðjunum og nærumhverfi þeirra þegar litið er til hávaða og loftgæða. Fyrirkomulagið hefur reynst einkar hagfellt enda býr mjöl- og lýsisframleiðsla ekki við sama fyrirsjáanleika og annar iðnaður þegar kemur að orkunotkun. Hráefnisöflun fiskimjölsverksmiðja er afar sveiflukennd milli ára. Aflaheimildir, veðurfar og göngumynstur fiskistofna eru meðal þeirra óvissuþátta sem hafa áhrif. Miklar sveiflur eru í stærð þeirra fiskistofna sem nýttir eru í mjöl- og lýsisframleiðslu og er nærtækast að nefna loðnu, sem hefur verið fyrirferðamesta tegundin þegar kemur að framleiðslu á mjöli og lýsi. Miklar sveiflur eru á milli ára í stærð loðnustofnsins og er loðnubrestur árin 2019, 2020 og aftur nú í ár, skýrasta dæmið um það. Hversu stórum hluta loðnuaflans er ráðstafað í mjöl og lýsi, ræðst svo að mestu leyti af heildarloðnukvóta hvers árs. Eftir því sem kvótinn er stærri, fer almennt hlutfallslega meira í bræðslu. Aðrar uppsjávartegundir, svo sem síld, makríll og kolmunni hafa einnig verið nýttar í mjöl- og lýsisframleiðslu þegar lítið er um loðnu. Áætla má að uppsafnaður olíusparnaður sem hefur myndast við raforkuvæðingu fiskimjölsverksmiðja á síðastliðnum 20 árum jafngildi 300 þúsund tonnum af olíu. Til að setja það í samhengi þá samsvarar það olíunotkun flugiðnaðarins á síðasta ári eða um tvöfaldri notkun íslenska fiskiskipaflotans samkvæmt gögnum frá Orkustofnun. Þá hefur minni olíunotkun liðinna 20 ára sparað um 35 milljarða króna í olíukostnað á núverandi verðlagi. Raforkuvæðingin verður því ekki einungis til þess að kolefnisspor afurðanna minnkar, heldur eru verksmiðjurnar að nota græna innlenda orku í stað þess að flytja inn olíu. Vegferðin lengist Á undanförnum árum hefur Landsvirkjun ítrekað þurft að grípa til skerðingar á afhendingu á raforku til fiskimjölsverksmiðja. Þetta má einkum rekja til slæmrar vatnsstöðu lónanna, sem gerir það að verkum að lítil orka er afgangs þegar að kaupendur að forgangsorku hafa nýtt sína orku. Í kjölfar þeirra skerðinga hefur olíunotkun verksmiðjanna aukist umtalsvert. Frekari skerðingar á afhendingu á raforku til fiskimjölsverksmiðja eru fyrirséðar en samkvæmt raforkuspá Landsnets eru jafnvel líkur á að notendur að forgangsorku þurfi að þola skerðingar á næstu árum. Það er bakslag sem enginn vildi sjá. Raforkukerfið er komið að þolmörkum. Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir óþarfa olíunotkun, svo að hægt verði að ná markmiðum stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúslofttegunda. Fyrirtækin hafa sýnt vilja, bæði í orði og í verki, til að draga úr olíunotkun sinni. Raforkuvæðing fiskimjölsverksmiðja er gott dæmi um það. Í ljósi þessarar stöðu skýtur verulega skökku við að stjórnvöld hækki í sífellu kolefnisgjald, sem einna verst bitnar á sjávarútvegi. Fyrirtækin hafa þegar ráðist í orkuskipti með verulegum fjárfestingum, en græna orkan er aftur á móti uppseld. Stjórnvöld eru hins vegar ár hvert að þyngja enn frekar gjaldtökuna, vitandi að engar athafnir fyrirtækjanna geta breytt skorti á grænni orku. Nú verða stjórnvöld að staldra við og endurmeta þessa undarlegu vegferð síhækkandi kolefnisgjalds. Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun