Hvar er fótspor stjórnvalda gegn vinnumansali? Þorbjörrg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 27. september 2024 07:30 Tugir ef ekki hundruð erlendra starfsmanna eru lokkuð til landsins á fölskum forsendum. Síðan er þetta fólk svikið um umsamin og boðleg laun. Það býr í óboðlegu húsnæði en borgar fyrir það himinháa leigu. Þessar fréttir varða okkur sem neytendur og sem hluti af samfélagi. Og stjórnvöld verða að láta sig ömurleg og alvarleg afbrot eins og þessi sig varða. Hvar er skýr tónn ríkisstjórnarinnar sjálfrar um að þessi brot á íslenskum landslögum verði ekki liðin? Um að menn og fyrirtæki sæti ábyrgð sem brjóta svona gegn fólki? Hvers vegna heyrum við ekki afdráttarlausa yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að menn ætli sér að ná tökum á svona brotastarfsemi? Þessi fyrirtæki brjóta um leið gegn heilbrigðri samkeppni á markaði. Heilbrigðar leikreglur eru virtar að vettugi. Í fyrra starfi sem saksóknari sat ég einu sinni ráðstefnu erlendis þar sem vinnumansal var til umfjöllunar. Þar var sögð saga af norskum stjórnvöldum sem fóru í aðgerðir meðvituð t.d. um hlutverk sitt sem stórkaupandi á vöru og þjónustu. Meðvituð um að fótspor þeirra á markaði hefur áhrif. Og meðvituð um að skilaboð skipta máli. Stórir aðilar sem smáir eiga að hlusta á þessi sorglegu viðtöl við fólk sem birtust í Kveik. Fólk sem hingað kom til að vinna en var svikið. Við eigum að gera meira en bara að vera meðvituð. Við tölum gjarnan um fótspor okkar sem neytendur, við gerum kröfur um að matvara sé framleidd á viðunandi hátt. Fyrirtæki og fólk kolefnisjafnar alls konar kaup. Við hlustum á boðskap um umhverfisvænan ferðamáta. Við viljum boðlegar aðstæður dýra í matvælaiðnaði. Að eggið sem við borðum komi frá hamingjusamri hænu. Það er í þessu samhengi algerlega galið og óþolandi ef lægsti punkturinn er framkoma við fólk, þolendur mansals. Það eru sex ár liðin frá því að ríkisstjórnin boðaði aðgerðir. Lítið gerðist af hálfu stjórnvalda síðan. Og allt eftirlit til að gæta hagsmuna almennings og neytenda er litið hornauga af ríkisstjórninni. Skilaboð ríkisstjórnarinnar núna um að brot hafi afleiðingar er algjört fyrsta skref. Algjör lágmarkskrafa. Höfundur er þingkona Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mansal Húsnæðismál Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Sjá meira
Tugir ef ekki hundruð erlendra starfsmanna eru lokkuð til landsins á fölskum forsendum. Síðan er þetta fólk svikið um umsamin og boðleg laun. Það býr í óboðlegu húsnæði en borgar fyrir það himinháa leigu. Þessar fréttir varða okkur sem neytendur og sem hluti af samfélagi. Og stjórnvöld verða að láta sig ömurleg og alvarleg afbrot eins og þessi sig varða. Hvar er skýr tónn ríkisstjórnarinnar sjálfrar um að þessi brot á íslenskum landslögum verði ekki liðin? Um að menn og fyrirtæki sæti ábyrgð sem brjóta svona gegn fólki? Hvers vegna heyrum við ekki afdráttarlausa yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að menn ætli sér að ná tökum á svona brotastarfsemi? Þessi fyrirtæki brjóta um leið gegn heilbrigðri samkeppni á markaði. Heilbrigðar leikreglur eru virtar að vettugi. Í fyrra starfi sem saksóknari sat ég einu sinni ráðstefnu erlendis þar sem vinnumansal var til umfjöllunar. Þar var sögð saga af norskum stjórnvöldum sem fóru í aðgerðir meðvituð t.d. um hlutverk sitt sem stórkaupandi á vöru og þjónustu. Meðvituð um að fótspor þeirra á markaði hefur áhrif. Og meðvituð um að skilaboð skipta máli. Stórir aðilar sem smáir eiga að hlusta á þessi sorglegu viðtöl við fólk sem birtust í Kveik. Fólk sem hingað kom til að vinna en var svikið. Við eigum að gera meira en bara að vera meðvituð. Við tölum gjarnan um fótspor okkar sem neytendur, við gerum kröfur um að matvara sé framleidd á viðunandi hátt. Fyrirtæki og fólk kolefnisjafnar alls konar kaup. Við hlustum á boðskap um umhverfisvænan ferðamáta. Við viljum boðlegar aðstæður dýra í matvælaiðnaði. Að eggið sem við borðum komi frá hamingjusamri hænu. Það er í þessu samhengi algerlega galið og óþolandi ef lægsti punkturinn er framkoma við fólk, þolendur mansals. Það eru sex ár liðin frá því að ríkisstjórnin boðaði aðgerðir. Lítið gerðist af hálfu stjórnvalda síðan. Og allt eftirlit til að gæta hagsmuna almennings og neytenda er litið hornauga af ríkisstjórninni. Skilaboð ríkisstjórnarinnar núna um að brot hafi afleiðingar er algjört fyrsta skref. Algjör lágmarkskrafa. Höfundur er þingkona Viðreisnar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar