Tvö útspil Pírata fyrir notendur heilbrigðiskerfisins Halldóra Mogensen og Eva Sjöfn Helgadóttir skrifa 27. september 2024 09:30 Heilbrigðiskerfið er mannanna verk og því er ætlað að sinna þörfum allra í landinu fyrir heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisstarfsfólk gerir sitt besta í krefjandi aðstæðum, oft í fjársveltum og undirmönnuðum stofnunum. Píratar vilja og ætla að leggja sitt af mörkum til þess að styðja miklu betur við notendur og veitendur heilbrigðisþjónustu og kerfið sem það vinnur í. Hagsmunir notenda og veitenda heilbrigðisþjónustu eru samtvinnaðir, þegar við eflum réttindi notenda og aðgengi þeirra að bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu þá erum við samtímis að efla og bæta starfsaðstæður og líðan heilbrigðisstarfsfólks. Af þessu tilefni mæltu Píratar fyrir tveimur þingsályktunartillögum í gær sem ætlað er að styðja við notendur kerfisins og veita betri þjónustu. Annars vegar leggjum við til að sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga verði stofnað og hins vegar að neyðargeðheilbrigðisteymi verði sett á laggirnar. Margir sjúklingar án talsmanns Þörfin fyrir umboðsmann sjúklinga er brýn. Við fáum reglulega fréttir af fólki sem heilbrigðiskerfið hefur brugðist. Fólk sem neyðist til að setja ómælda orku og jafnvel stórar fjárhæðir í að knýja fram réttlæti þegar það ætti að fá svigrúm til þess að nota orku sína í að græða sár, að hlúa að sjálfum sér á erfiðum tímum og til að ná heilsu. Tillaga Pírata felst í því að sett verði á fót sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga sem hafi það hlutverk að standa vörð um hagsmuni og réttindi sjúklinga, vera opinber talsmaður þeirra og sinna eftirliti með heilbrigðisþjónustu með tilliti til réttinda sjúklinga. Embættið á jafnframt að sinna leiðbeinandi fræðsluhlutverki Við Píratar teljum að stofnun umboðsmanns sjúklinga feli í sér mikið framfaraskref í þjónustu við sjúklinga og aðra notendur heilbrigðiskerfisins. Umsagnaraðilar málsins eru samhljóma um að vöntun sé á embættinu og flest telja að sjúklingar séu í eðli sínu viðkvæmur hópur, sérstaklega þegar um er að ræða sjúklinga sem eru börn eða glíma við fjölþættan vanda. Mannréttindaskrifstofa Íslands bendir sérstaklega á í umsögn sinni um málið að erfitt hafi reynst fyrir ákveðna hópa sjúklinga að fá aðgang að einstaklingsmiðaðri og þverfaglegri heilbrigðisþjónustu. Þeir hópar sem eru illa í stakk búnir til að berjast fyrir hagsmunum sínum og réttindum hafa engan talsmann sem talar sínu máli gagnvart heilbrigðiskerfinu. Neyðargeðheilbrigðisteymi fyrir fólk í vanda Pírötum er mjög hugleikið að heilbrigðiskerfið sé betur í stakk búið til þess að sinna fólki með geðrænan vanda. Við lögðum því til að ríkisstjórnin komi á fót neyðargeðheilbrigðisteymum um land allt. Teymunum yrði falið að sinna útköllum úr neyðarnúmerinu 112 í þeim tilvikum þar sem grunur leikur á að einstaklingur eða einstaklingar á vettvangi stríði við geðrænan vanda eða vímuefnavanda. Teymin yrðu skipuð heilbrigðisstarfsfólki með sérþekkingu á sviði geðheilbrigðis, vímuefnavanda og skaðaminnkunar. Við leggjum einnig til að starfsfólk Neyðarlínunnar, sem og lögregla, fái viðeigandi fræðslu til að meta í störfum sínum hvort þörf sé á aðstoð frá heilbrigðisstarfsfólki í útköllum. Reglulega berast fréttir af fólki í vanda og fyrir stuttu heyrðum við af manni sem undir áhrifum ofskynjunarsveppa gekk nakinn á Suðurlandsvegi. Í því tilfelli hefði verið gott að hafa sérfræðinga á vettvangi með viðeigandi kunnáttu. Frá því að tillagan var lögð fram hafa komið fram jákvæðar umsagnir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félagsráðgjafafélagi Íslands, Öryrkjabandalagi Íslands, fulltrúum neyðarlínunnar og Hugarafli. Öll eru sammála um gagnsemi og mikilvægi þess að veita þjónustu sem þessa. Þá er reynsla annarra þjóða af neyðargeðheilbrigðisteymum mjög góð og hefur alla jafna minnkað valdbeitingu lögreglu gagnvart þessum viðkvæmu hópum verulega ásamt því að veita þeim betri og meira viðeigandi þjónustu. Auk þess draga neyðargeðheilbrigðisteymi úr álagi á lögreglu sem getur betur einbeitt sér að hefðbundnum lögreglustörfum. Píratar vita að til þess að bæta heilbrigðiskerfið þarf að hugsa í lausnum og vera tilbúinn að mæta notendum kerfisins af mennsku, með réttindi þeirra og velferð í fyrirrúmi. Þessar tillögur eru tvö púsl í stærri mynd sem Píratar eru að teikna af öruggara og betra heilbrigðiskerfi fyrir alla. Halldóra Mogensen er þingmaður Pírata og Eva Sjöfn Helgadóttir varaþingmaður Pírata. Þær eru fyrstu flutningsmenn þingsályktunartillagnanna tveggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Halldóra Mogensen Eva Sjöfn Helgadóttir Píratar Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið er mannanna verk og því er ætlað að sinna þörfum allra í landinu fyrir heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisstarfsfólk gerir sitt besta í krefjandi aðstæðum, oft í fjársveltum og undirmönnuðum stofnunum. Píratar vilja og ætla að leggja sitt af mörkum til þess að styðja miklu betur við notendur og veitendur heilbrigðisþjónustu og kerfið sem það vinnur í. Hagsmunir notenda og veitenda heilbrigðisþjónustu eru samtvinnaðir, þegar við eflum réttindi notenda og aðgengi þeirra að bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu þá erum við samtímis að efla og bæta starfsaðstæður og líðan heilbrigðisstarfsfólks. Af þessu tilefni mæltu Píratar fyrir tveimur þingsályktunartillögum í gær sem ætlað er að styðja við notendur kerfisins og veita betri þjónustu. Annars vegar leggjum við til að sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga verði stofnað og hins vegar að neyðargeðheilbrigðisteymi verði sett á laggirnar. Margir sjúklingar án talsmanns Þörfin fyrir umboðsmann sjúklinga er brýn. Við fáum reglulega fréttir af fólki sem heilbrigðiskerfið hefur brugðist. Fólk sem neyðist til að setja ómælda orku og jafnvel stórar fjárhæðir í að knýja fram réttlæti þegar það ætti að fá svigrúm til þess að nota orku sína í að græða sár, að hlúa að sjálfum sér á erfiðum tímum og til að ná heilsu. Tillaga Pírata felst í því að sett verði á fót sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga sem hafi það hlutverk að standa vörð um hagsmuni og réttindi sjúklinga, vera opinber talsmaður þeirra og sinna eftirliti með heilbrigðisþjónustu með tilliti til réttinda sjúklinga. Embættið á jafnframt að sinna leiðbeinandi fræðsluhlutverki Við Píratar teljum að stofnun umboðsmanns sjúklinga feli í sér mikið framfaraskref í þjónustu við sjúklinga og aðra notendur heilbrigðiskerfisins. Umsagnaraðilar málsins eru samhljóma um að vöntun sé á embættinu og flest telja að sjúklingar séu í eðli sínu viðkvæmur hópur, sérstaklega þegar um er að ræða sjúklinga sem eru börn eða glíma við fjölþættan vanda. Mannréttindaskrifstofa Íslands bendir sérstaklega á í umsögn sinni um málið að erfitt hafi reynst fyrir ákveðna hópa sjúklinga að fá aðgang að einstaklingsmiðaðri og þverfaglegri heilbrigðisþjónustu. Þeir hópar sem eru illa í stakk búnir til að berjast fyrir hagsmunum sínum og réttindum hafa engan talsmann sem talar sínu máli gagnvart heilbrigðiskerfinu. Neyðargeðheilbrigðisteymi fyrir fólk í vanda Pírötum er mjög hugleikið að heilbrigðiskerfið sé betur í stakk búið til þess að sinna fólki með geðrænan vanda. Við lögðum því til að ríkisstjórnin komi á fót neyðargeðheilbrigðisteymum um land allt. Teymunum yrði falið að sinna útköllum úr neyðarnúmerinu 112 í þeim tilvikum þar sem grunur leikur á að einstaklingur eða einstaklingar á vettvangi stríði við geðrænan vanda eða vímuefnavanda. Teymin yrðu skipuð heilbrigðisstarfsfólki með sérþekkingu á sviði geðheilbrigðis, vímuefnavanda og skaðaminnkunar. Við leggjum einnig til að starfsfólk Neyðarlínunnar, sem og lögregla, fái viðeigandi fræðslu til að meta í störfum sínum hvort þörf sé á aðstoð frá heilbrigðisstarfsfólki í útköllum. Reglulega berast fréttir af fólki í vanda og fyrir stuttu heyrðum við af manni sem undir áhrifum ofskynjunarsveppa gekk nakinn á Suðurlandsvegi. Í því tilfelli hefði verið gott að hafa sérfræðinga á vettvangi með viðeigandi kunnáttu. Frá því að tillagan var lögð fram hafa komið fram jákvæðar umsagnir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félagsráðgjafafélagi Íslands, Öryrkjabandalagi Íslands, fulltrúum neyðarlínunnar og Hugarafli. Öll eru sammála um gagnsemi og mikilvægi þess að veita þjónustu sem þessa. Þá er reynsla annarra þjóða af neyðargeðheilbrigðisteymum mjög góð og hefur alla jafna minnkað valdbeitingu lögreglu gagnvart þessum viðkvæmu hópum verulega ásamt því að veita þeim betri og meira viðeigandi þjónustu. Auk þess draga neyðargeðheilbrigðisteymi úr álagi á lögreglu sem getur betur einbeitt sér að hefðbundnum lögreglustörfum. Píratar vita að til þess að bæta heilbrigðiskerfið þarf að hugsa í lausnum og vera tilbúinn að mæta notendum kerfisins af mennsku, með réttindi þeirra og velferð í fyrirrúmi. Þessar tillögur eru tvö púsl í stærri mynd sem Píratar eru að teikna af öruggara og betra heilbrigðiskerfi fyrir alla. Halldóra Mogensen er þingmaður Pírata og Eva Sjöfn Helgadóttir varaþingmaður Pírata. Þær eru fyrstu flutningsmenn þingsályktunartillagnanna tveggja.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun