Banaslysin eru víðar en við sjáum Sigmar Guðmundsson skrifar 30. september 2024 07:30 Fíknisjúkdómurinn eirir engu. Það breytist ekki, því miður. Við sem þekkjum þennan sjúkdóm af eigin raun heyrum allt of oft af sviplegum dauðsföllum. Alltaf er það jafn sárt. Dauðsföllin eru mörg á hverju ári. Sjálfsvíg, ofskömmtun, hjartaáföll, slys og aðrir sjúkdómar sem eru bein afleiðing af drykkju og neyslu. Það er auðvitað hræðilegt að sjá í fréttum að banaslys hafi orðið á hættulegum gatnamótum við Sæbraut. Þetta er mikill harmur fyrir aðstandendur og við samhryggjumst þeim innilega. Það er mjög skiljanlegt að áhyggjufullir íbúar í grenndinni skuli krefjast úrbóta. Það eigum við öll að gera þegar við sjáum og skynjum hættur í kringum okkur. Það er svo stjórnvalda að bregðast við. Á sama tíma og ég dáist af þeim foreldrum sem krefjast úrbóta til að börnin þeirra séu öruggari í umferðinni þá er ég líka leiður yfir því hversu andvaralaus við erum enn vegna þeirra dauðsfalla sem verða af völdum fíknisjúkdómsins. Ekki síst vegna þess að það hefur verið óvenju dimmt yfir að undanförnu. Ég þekki til fjögurra einstaklinga sem hafa látist úr ofskömmtun núna á örfáum vikum. Allt einstaklingar á besta aldri sem fara allt of skyndilega frá okkur. Auðvitað birtast ekki fréttir af andláti þessa fólks í fjölmiðlum með dánarorsök og lýsingum á því hvað gerðist. En þetta eru samt líka slys. Fólk sem ætlaði sér ekki eða vildi ekki deyja, en var fast í hryllilegri fíkn. Mér finnst að við eigum líka að krefjast úrbóta vegna þessara slysa. Við eigum að hafa hátt og benda á að þessi banaslys vegna fíknar kalla líka á aðgerðir, rétt eins og banaslysin í umferðinni. Tveir af þessum fjórum voru til að mynda að bíða eftir því að komast í meðferð. Við vitum öll vel hversu löng sú bið getur orðið. Þarna er til að mynda tækifæri til úrbóta, rétt eins og að fara í það mikilvæga verk að byggja brú yfir veg. Það er líka hægt að auðvelda fólki að komast í aðstoð til geðlækna eða sálfræðinga ef biðlisti eftir meðferð er langur. Það er vel hægt að efla SÁÁ, Krýsuvík, Hlaðgerðarkot, Rótina og alla aðra sem vinna frábært starf fyrir fíknisjúka, rétt eins og að tvöfalda vegina út úr höfuðborginni. Það er meira að segja hægt að gera það fyrir talsvert minna fé. Þetta er ekki síður mikilvægt en vegagerðin enda deyja fleiri úr fíkn en í umferðinni. Við verðum að vakna og hætta að vanmeta þennan sjúkdóm svona óskaplega mikið. Skaðinn sem hann veldur er svo miklu meiri en fólk gerir sér grein fyrir. Kostnaður samfélagsins er óskaplegur vegna hans og þann kostnað má minnka með markvissum aðgerðum. Rétt eins og við erum alltaf að reyna í umferðinni. Það er erfitt að lýsa því með orðum hvað þetta er grimmur sjúkdómur. Hvað það fylgir honum mikil sorg og vonleysi. Hann hrifsar unga foreldra frá börnum sínum og foreldrar missa börnin sín. Hann stráir stingandi sársauka yfir fjölskyldu og vini sem syrgja líf sem átti annað og betra skilið en dauðann. Þessi dauðsföll fara ekki alltaf hátt því sjúkdómnum fylgir skömm og aðstandendur flagga því skiljanlega ekki alltaf hvert dánar meinið var. Minningargreinarnar, og þær eru margar, opinbera þennan veruleika þó í vaxandi mæli. Skömmin minnkar og það er gott, enda engin skömm í því að deyja úr banvænum sjúkdómi. Vonandi ber okkur gæfa til þess að fækka banaslysum í umferðinni. Það er verðugt markmið. En gleymum ekki að vegir fíknarinnar eru líka stórhættulegir. Þar verða líka banaslys. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Sigmar Guðmundsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Fíknisjúkdómurinn eirir engu. Það breytist ekki, því miður. Við sem þekkjum þennan sjúkdóm af eigin raun heyrum allt of oft af sviplegum dauðsföllum. Alltaf er það jafn sárt. Dauðsföllin eru mörg á hverju ári. Sjálfsvíg, ofskömmtun, hjartaáföll, slys og aðrir sjúkdómar sem eru bein afleiðing af drykkju og neyslu. Það er auðvitað hræðilegt að sjá í fréttum að banaslys hafi orðið á hættulegum gatnamótum við Sæbraut. Þetta er mikill harmur fyrir aðstandendur og við samhryggjumst þeim innilega. Það er mjög skiljanlegt að áhyggjufullir íbúar í grenndinni skuli krefjast úrbóta. Það eigum við öll að gera þegar við sjáum og skynjum hættur í kringum okkur. Það er svo stjórnvalda að bregðast við. Á sama tíma og ég dáist af þeim foreldrum sem krefjast úrbóta til að börnin þeirra séu öruggari í umferðinni þá er ég líka leiður yfir því hversu andvaralaus við erum enn vegna þeirra dauðsfalla sem verða af völdum fíknisjúkdómsins. Ekki síst vegna þess að það hefur verið óvenju dimmt yfir að undanförnu. Ég þekki til fjögurra einstaklinga sem hafa látist úr ofskömmtun núna á örfáum vikum. Allt einstaklingar á besta aldri sem fara allt of skyndilega frá okkur. Auðvitað birtast ekki fréttir af andláti þessa fólks í fjölmiðlum með dánarorsök og lýsingum á því hvað gerðist. En þetta eru samt líka slys. Fólk sem ætlaði sér ekki eða vildi ekki deyja, en var fast í hryllilegri fíkn. Mér finnst að við eigum líka að krefjast úrbóta vegna þessara slysa. Við eigum að hafa hátt og benda á að þessi banaslys vegna fíknar kalla líka á aðgerðir, rétt eins og banaslysin í umferðinni. Tveir af þessum fjórum voru til að mynda að bíða eftir því að komast í meðferð. Við vitum öll vel hversu löng sú bið getur orðið. Þarna er til að mynda tækifæri til úrbóta, rétt eins og að fara í það mikilvæga verk að byggja brú yfir veg. Það er líka hægt að auðvelda fólki að komast í aðstoð til geðlækna eða sálfræðinga ef biðlisti eftir meðferð er langur. Það er vel hægt að efla SÁÁ, Krýsuvík, Hlaðgerðarkot, Rótina og alla aðra sem vinna frábært starf fyrir fíknisjúka, rétt eins og að tvöfalda vegina út úr höfuðborginni. Það er meira að segja hægt að gera það fyrir talsvert minna fé. Þetta er ekki síður mikilvægt en vegagerðin enda deyja fleiri úr fíkn en í umferðinni. Við verðum að vakna og hætta að vanmeta þennan sjúkdóm svona óskaplega mikið. Skaðinn sem hann veldur er svo miklu meiri en fólk gerir sér grein fyrir. Kostnaður samfélagsins er óskaplegur vegna hans og þann kostnað má minnka með markvissum aðgerðum. Rétt eins og við erum alltaf að reyna í umferðinni. Það er erfitt að lýsa því með orðum hvað þetta er grimmur sjúkdómur. Hvað það fylgir honum mikil sorg og vonleysi. Hann hrifsar unga foreldra frá börnum sínum og foreldrar missa börnin sín. Hann stráir stingandi sársauka yfir fjölskyldu og vini sem syrgja líf sem átti annað og betra skilið en dauðann. Þessi dauðsföll fara ekki alltaf hátt því sjúkdómnum fylgir skömm og aðstandendur flagga því skiljanlega ekki alltaf hvert dánar meinið var. Minningargreinarnar, og þær eru margar, opinbera þennan veruleika þó í vaxandi mæli. Skömmin minnkar og það er gott, enda engin skömm í því að deyja úr banvænum sjúkdómi. Vonandi ber okkur gæfa til þess að fækka banaslysum í umferðinni. Það er verðugt markmið. En gleymum ekki að vegir fíknarinnar eru líka stórhættulegir. Þar verða líka banaslys. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun