Fimmti hver ökumaður með óeðlileg afskipti við slysstað Lovísa Arnardóttir skrifar 1. október 2024 08:48 Árni segir fólk verða að hafa þolinmæði fyrir störfum lögreglu á slysstað. Vísir/Ívar Fannar Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir þeim tilfellum fjölga þar sem almenningur hefur afskipti af störfum lögreglu við götulokanir við slysstað. Hann segir ríkar ástæður fyrir götulokun og alltaf reynt að búa til hjáleiðir. Rannsókn vegna alvarlegra slysa geti tekið tíma og þrifin sem fylgja. Framkoma fólks við slysstað á Sæbraut um helgina hafi verið dapurleg. Kona á fertugsaldri lést í banaslysi á Sæbraut um helgina. Í tilkynningu frá lögreglunni eftir slysið kom fram að á meðan lögreglumenn voru við störf á vettvangi bar að nokkurn fjölda vegfarenda sem sumir hverjir sýndu störfum lögreglu lítinn skilning og voru ósáttir við að komast ekki leiðar sinnar. Sjá einnig: „Dapurleg framkoma“ fólks á vettvangi banaslyss umhugsunarefni „Því miður þá ef við tökum þetta slys til dæmis um helgina þá keyrði þetta um þverbak hvernig ökumenn hegðuðu sér á slysstað,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en rætt var við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun um framkomu almennings, akandi og gangandi, á vettvangi slysa eða við götulokanir. Hann segir tvenns konar lokanir. Það sé lokað vegna framkvæmda eða viðburða en svo séu skyndilokanir. Þá sé lögreglan eða slökkvilið að loka vegna einhverra atburða eins og slysa eða eldsvoða. „Þá er rík ástæða til. Þegar lögregla lokar vettvangi varðandi umferð. Við erum ekkert að leika okkur að þessu,“ segir Árni og að þetta sé til dæmis eitt af því sem að lögreglan æfir ekki. Þeir vilji að gatnakerfið sé opið og umferðin gangi vel. Nokkrar ástæður fyrir götulokun Hann segir nokkrar ástæður fyrir götulokun. Það geti verið vegna rannsóknarhagsmuna en svo geti slysstaður verið hættulegur almenningi og fólki sem starfar á vettvangi. „Við þurfum pláss til að vinna,“ segir Árni. Hann segir að á slysstað geti til dæmis lekið olía og það þurfi að hreinsa það. Hann segir lokanir alltaf skipulagðar þannig að það séu hjáleiðir en það geti verið að fólk þurfi að taka á sig krók. Það geti bætt einhverjum mínútum við ferðatímann. Þá segir hann að það megi ekki gleyma því að það er gríðarlega erfitt að vinna þar sem alvarleg slys eru og fólk jafnvel deyr. Það taki á viðbragðsaðila á vettvangi og þess vegna sé svo sorglegt að lögreglumenn þurfi að eiga við vegfarendur sem eiga leið hjá. „Sem eru með skæting og hreytandi í lögreglumenn. Þetta er ekki í boði.“ Hann segir lögregluna hafa fundið fyrir því síðustu ár að tilfellum hafi fjölgað þar sem vegfarendur eða aðrir ökumenn eru erfiðir á slysstað. Hann tekur dæmi um slys í Ártúnsbrekku fyrir ári síðan. „Þar enduðum við á því að fara á eftir átta ökumönnum sem fóru fram hjá og tóku mynd af slysinu. Ég spyr mig hvað fólk er að hugsa… Þetta eru verstu aðstæður sem hugsast getur og þú ert svo að pósta þessu á samfélagsmiðla eða guð má vita hvað. Hvað vakir fyrir fólki? Ég skil ekki svona,“ segir Árni og að hann telji að þetta eigi að banna. Hann segir þetta ekki eiga sérstaklega við ungt fólk eða eitthvað ákveðið kyn og að hann telji þetta skrifast á þekkingarleysi. „Þegar við skipuleggjum lokanir þá reynum við að hafa lokanir á stöðum þar sem fólk hefur möguleika á að komast aðra leið.“ Tveir af hverjum tíu ökumönnum Hann segir lögregluna ekki halda tölfræði um þessi tilvik við lokanir en af hverjum tíu bílum séu kannski tveir eða þrír sem hægi á sér, stöðvi til að skoða og svo fari jafnvel einhverjir úr bílnum. Þá séu einnig gangandi vegfarendur stundum með vesen. „Mín skoðun og margra hjá lögreglunni er að almenningur hefur ekkert að gera inn á vettvang þar sem hefur orðið svona slys. Fólk verður að skilja að lögreglan og björgunarlið þarf pláss. Það þarf að fara fram ákveðin vinna og eftir því sem slysið er alvarlegra tekur þetta lengri tíma. Við getum ekki kastað til hendinni á vettvangi.“ Reykjavík Umferðaröryggi Umferð Lögreglumál Banaslys við Sæbraut Bítið Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Kona á fertugsaldri lést í banaslysi á Sæbraut um helgina. Í tilkynningu frá lögreglunni eftir slysið kom fram að á meðan lögreglumenn voru við störf á vettvangi bar að nokkurn fjölda vegfarenda sem sumir hverjir sýndu störfum lögreglu lítinn skilning og voru ósáttir við að komast ekki leiðar sinnar. Sjá einnig: „Dapurleg framkoma“ fólks á vettvangi banaslyss umhugsunarefni „Því miður þá ef við tökum þetta slys til dæmis um helgina þá keyrði þetta um þverbak hvernig ökumenn hegðuðu sér á slysstað,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en rætt var við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun um framkomu almennings, akandi og gangandi, á vettvangi slysa eða við götulokanir. Hann segir tvenns konar lokanir. Það sé lokað vegna framkvæmda eða viðburða en svo séu skyndilokanir. Þá sé lögreglan eða slökkvilið að loka vegna einhverra atburða eins og slysa eða eldsvoða. „Þá er rík ástæða til. Þegar lögregla lokar vettvangi varðandi umferð. Við erum ekkert að leika okkur að þessu,“ segir Árni og að þetta sé til dæmis eitt af því sem að lögreglan æfir ekki. Þeir vilji að gatnakerfið sé opið og umferðin gangi vel. Nokkrar ástæður fyrir götulokun Hann segir nokkrar ástæður fyrir götulokun. Það geti verið vegna rannsóknarhagsmuna en svo geti slysstaður verið hættulegur almenningi og fólki sem starfar á vettvangi. „Við þurfum pláss til að vinna,“ segir Árni. Hann segir að á slysstað geti til dæmis lekið olía og það þurfi að hreinsa það. Hann segir lokanir alltaf skipulagðar þannig að það séu hjáleiðir en það geti verið að fólk þurfi að taka á sig krók. Það geti bætt einhverjum mínútum við ferðatímann. Þá segir hann að það megi ekki gleyma því að það er gríðarlega erfitt að vinna þar sem alvarleg slys eru og fólk jafnvel deyr. Það taki á viðbragðsaðila á vettvangi og þess vegna sé svo sorglegt að lögreglumenn þurfi að eiga við vegfarendur sem eiga leið hjá. „Sem eru með skæting og hreytandi í lögreglumenn. Þetta er ekki í boði.“ Hann segir lögregluna hafa fundið fyrir því síðustu ár að tilfellum hafi fjölgað þar sem vegfarendur eða aðrir ökumenn eru erfiðir á slysstað. Hann tekur dæmi um slys í Ártúnsbrekku fyrir ári síðan. „Þar enduðum við á því að fara á eftir átta ökumönnum sem fóru fram hjá og tóku mynd af slysinu. Ég spyr mig hvað fólk er að hugsa… Þetta eru verstu aðstæður sem hugsast getur og þú ert svo að pósta þessu á samfélagsmiðla eða guð má vita hvað. Hvað vakir fyrir fólki? Ég skil ekki svona,“ segir Árni og að hann telji að þetta eigi að banna. Hann segir þetta ekki eiga sérstaklega við ungt fólk eða eitthvað ákveðið kyn og að hann telji þetta skrifast á þekkingarleysi. „Þegar við skipuleggjum lokanir þá reynum við að hafa lokanir á stöðum þar sem fólk hefur möguleika á að komast aðra leið.“ Tveir af hverjum tíu ökumönnum Hann segir lögregluna ekki halda tölfræði um þessi tilvik við lokanir en af hverjum tíu bílum séu kannski tveir eða þrír sem hægi á sér, stöðvi til að skoða og svo fari jafnvel einhverjir úr bílnum. Þá séu einnig gangandi vegfarendur stundum með vesen. „Mín skoðun og margra hjá lögreglunni er að almenningur hefur ekkert að gera inn á vettvang þar sem hefur orðið svona slys. Fólk verður að skilja að lögreglan og björgunarlið þarf pláss. Það þarf að fara fram ákveðin vinna og eftir því sem slysið er alvarlegra tekur þetta lengri tíma. Við getum ekki kastað til hendinni á vettvangi.“
Reykjavík Umferðaröryggi Umferð Lögreglumál Banaslys við Sæbraut Bítið Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira